Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Árni Sæberg skrifar 9. desember 2025 15:04 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur kveður upp dóm sinn í máli tveggja lántakenda á hendur Arion banka, vegna skilmála í lánasamningi um verðtryggt lán á breytilegum vöxtum, á morgun. Á vef Hæstaréttar segir að dómar í fjórum málum verði kveðnir upp klukkan 14 á morgun. Þeirra á meðal er annað vaxtamálanna svokölluðu, sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Ýmsum spurningum ósvarað Dómur Hæstaréttar í fyrsta málinu, máli lántakenda á hendur Íslandsbanka, hefur haft gríðarleg áhrif á lánamarkað síðan hann var kveðinn upp þann 14. október síðastliðinn. Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Í tilkynningu Arion banka skömmu eftir uppkvaðningu Hæstaréttar í máli Íslandsbanka sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem sneri að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið væri niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Fimm dögum á undan áætlun Úr því álitamáli verður leyst á morgun þegar Hæstiréttur kveður upp dóm í máli lántakenda á hendur Arion banka. Málflutningur í málinu fór fram mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Hæstiréttur er því fimm dögum á undan áætlun með því að kveða upp dóm sinn á morgun. Alls voru fjögur vaxtamál höfðuð af lántakendum með fulltingi Neytendasamtakanna. Því eru tvö mál eftir. Málflutningur í þeim fór fram annars vegar 3. desember og hins vegar í gær. Haldi Hæstiréttur sig við fjögurra vikna regluna í þeim má reikna með dómum ekki seinna en á gamlársdag og 5. janúar. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar. Vaxtamálið Dómsmál Lánamál Neytendur Tengdar fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01 Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Á vef Hæstaréttar segir að dómar í fjórum málum verði kveðnir upp klukkan 14 á morgun. Þeirra á meðal er annað vaxtamálanna svokölluðu, sem Hæstiréttur kveður upp dóm í. Ýmsum spurningum ósvarað Dómur Hæstaréttar í fyrsta málinu, máli lántakenda á hendur Íslandsbanka, hefur haft gríðarleg áhrif á lánamarkað síðan hann var kveðinn upp þann 14. október síðastliðinn. Skilmálarnir sem dæmdir voru ólöglegir með dómi Hæstaréttar voru í lánasamningi um óverðtryggt lán á breytilegum vöxtum og fólu í sér heimild til handa bankanum til að breyta vöxtum miðað við hina ýmsu áhrifaþætti. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að aðeins mætti breyta vöxtunum í takti við breytingar á stýrivöxtum. Ljóst er að dómurinn leysir ekki úr öllum álitamálum sem uppi eru, til að mynda vegna þess að verðtryggð lán verða ekki bundin stýrivöxtum sökum eðlis þeirra. Í tilkynningu Arion banka skömmu eftir uppkvaðningu Hæstaréttar í máli Íslandsbanka sagði að skilmálar íbúðalána bankans með breytilega vexti væru ólíkir þeim sem voru dæmdir ólögmætir í máli Íslandsbanka. Óháð því myndi dómstólinn síðar taka fyrir mál sem sneri að láni Arion banka með breytilegum verðtryggðum vöxtum. Landsréttur hefði dæmt bankanum í vil í febrúar en óvissa ríkti um lögmæti vaxtabreytingarskilmála verðtryggðra lána á meðan beðið væri niðurstöðu Hæstaréttar í málinu gegn Arion. Fimm dögum á undan áætlun Úr því álitamáli verður leyst á morgun þegar Hæstiréttur kveður upp dóm í máli lántakenda á hendur Arion banka. Málflutningur í málinu fór fram mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn en samkvæmt lögum um meðferð einkamála skal kveða upp dóm eigi síðar en fjórum vikum eftir málflutning, ellegar skuli flytja mál á ný. Hæstiréttur er því fimm dögum á undan áætlun með því að kveða upp dóm sinn á morgun. Alls voru fjögur vaxtamál höfðuð af lántakendum með fulltingi Neytendasamtakanna. Því eru tvö mál eftir. Málflutningur í þeim fór fram annars vegar 3. desember og hins vegar í gær. Haldi Hæstiréttur sig við fjögurra vikna regluna í þeim má reikna með dómum ekki seinna en á gamlársdag og 5. janúar. Þess má þó geta að mál Íslandsbanka á hendur Neytendastofu, til ógildingar ákvörðunar um að bankinn hefði brotið gegn lögum um neytendalán með ófullnægjandi upplýsingagjöf á stöðluðu eyðublaði til neytenda, er ekki enn komið á dagskrá Hæstaréttar.
Vaxtamálið Dómsmál Lánamál Neytendur Tengdar fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01 Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. 19. nóvember 2025 21:01
Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Lánskjör heimilanna hafa versnað verulega vegna vaxtamálsins svokallaða að sögn Seðlabankastjóra. Peningastefnunefnd hafi því ákveðið að lækka stýrivexti þrátt fyrir þráláta verðbólgu. Áhrif áfalla sem dunið hafa á hagkerfinu undanfarið eigi hins vegar eftir að koma í ljós. Hagvaxtarspá fyrir næsta ár hafi versnað verulega og sé svipuð og í Covid. 19. nóvember 2025 20:02
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent