„Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar 5. desember 2025 15:01 Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tré Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Orðið "kortræst" hefur á síðustu árum fest sig í sessi á Norðurlöndum sem hugtak yfir vörur sem ferðast stutta leið frá uppruna til neytenda. Jólatré sem ræktað eru hér á landi falla einstaklega vel að þeirri hugsun: þau eru náttúruleg, vistvæn og hluti af sjálfbærri skógrækt sem hefur áratugalanga sögu á Íslandi. Norrænt hugtak, íslensk nálgun Stuttflutt var valið orð ársins í Færeyjum árið 2022 og lýsir vöru sem ferðast stuttan veg. Við Íslendingar tökum sjaldan upp tökuorð úr færeysku, á meðan Færeyingar hafa verið duglegir að tileinka sér íslensk orð; engu að síður kusum við, að ábendingu félagsmanna, að nota hugtakið stuttflutt þar sem það fangar vel þá hugsun sem við viljum miðla. Á Íslandi fellur hugtakið sérlega vel að umræðu um sjálfbærni, þar sem neytendur vilja vita hvaðan hráefni kemur, að það skilji eftir sig lítið kolefnisspor og styðji við nærumhverfið. Íslensk jólatré, sem vaxa í skógum nærri byggð, eru einmitt dæmi um slíka stuttflutta framleiðslu. Lífræn og sjálfbær ræktun Jólatré í íslenskum skógum eru hluti af heildrænum skógarekstri þar sem ekki er notast við tilbúinn áburð né skordýraeitur. Þau eru yfirleitt tekin við fyrstu grisjun á ungum skógum, sem styrkir heilsu skógarins, eykur birtu og stuðlar að fjölbreyttari gróðri. Fyrir hvert tré sem tekið er eru svo gróðursett margfalt fleiri, sem tryggir áframhaldandi vöxt skóga, eflir kolefnisbindingu og styrkir vistkerfið til framtíðar. Samfélagslegur ávinningur Skógræktarfélög um land allt eru almannaheillasamtök og tekjur af jólatrjáasölu renna aftur í verkefni sem styðja skógrækt, útivist og fræðslu. Þannig tengjast jólatré ekki aðeins gróðri og náttúruvernd heldur einnig samfélagsuppbyggingu og aðgengi almennings að heilnæmum grænum svæðum. Jólin og náttúran Fyrir marga eru jólatré ekki bara hluti af jólaskreytingum, heldur af stærri upplifun: að fara út, finna ilm af fersku barrinu og velja tréð sem fylgir fjölskyldunni inn í hátíðina. Trén úti í skóginum lifa í nánu sambýli við sveppi og verja sig meðal annars með ilmkjarnaolíum. Þegar lífrænt, lifandi tré er flutt inn í stofu fer það að gefa frá sér heilnæma lykt sem bætir inniloftið, hefur róandi áhrif á taugakerfið og dýpkar öndun. Skógarbað, sem á rætur í japanskri hugmyndafræði, byggir á þessu sama samspili manns og lifandi gróðurs. Ritrýndar fræðigreinar benda til þess að skógarbað hafi róandi áhrif á streituhormón í allt að viku. Með því að koma með lífrænt íslenskt jólatré inn á heimilið aukast því líkur á slökun um jólin eitthvað sem flest okkar þurfa einmitt um hátíðirnar þegar áreiti og dagskrá eru í hámarki. Sú tenging við náttúruna er stór hluti af þeirri hefð sem hefur fest sig í sessi hér á landi og er enn mikilvægur hluti íslenskra jóla. Stuttflutt jólatré eru því meira en skraut, þau eru hluti af vistvænni, menningarlegri og samfélagslegri jólahefð sem heldur áfram að vaxa og styrkjast. Höfundur er framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun