„Íslendingar eru allt of þungir“ Bjarki Sigurðsson og Smári Jökull Jónsson skrifa 2. desember 2025 13:24 Alma Möller er heilbrigðisráðherra. Vísir/Einar Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma. Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Í nýrri skýrslu NORMO er dregin upp dökk mynd af venjum íbúa á Norðurlöndunum. Við borðum illa og of mikið, hreyfum okkur of lítið og ofþyngd er orðin algengari. Rúmur helmingur fullorðinna er of þungur og eitt af hverjum fjórum börnum. Þyngst Norðurlanda Íslendingar koma verst út úr skýrslunni hvað varðar ofþyngd, en sjötíu prósent fullorðinna eru í yfirþyngd. Alma Möller heilbrigðisráðherra segir þetta slæmt mál. „Við höfum vitað þetta í fjölda ára. Að Íslendingar eru allt of þungir og við erum þyngri en margar nágrannaþjóðir,“ segir Alma. „Við gerðum landskönnun á mataræði fullorðinna og þar kemur fram að við borðum allt of lítið af trefjaríkum mat, grænmeti, ávöxtum og fiski og allt of mikið af unnum mat. Síðan bætast orkudrykkirnir og gosdrykkir við hjá börnunum. Þannig það eru margvísleg sóknartækifæri til að bæta mataræði landans.“ Ætla í aðgerðir Hún ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu eftir áramót sem snýr að því að sporna við offitu. „Við ætlum að fara í mjög margar aðgerðir sem snúa að offitu og ekki síst offitu barna. Þar munum við meðal annars hefja landskönnun á mataræði barna og unglinga,“ segir Alma. Eykur kvíða Í skýrslunni kemur einnig fram að nikótínneysla sé að aukast. „Við erum að sjá nýja notendur á nikótíni. Þessi mikla notkun skýrist af því að fleira fólk er að byrja að nota efnið. Við vitum æ meira um skaðsemi nikótíns. Það getur aukið kvíða hjá börnum og ungmennum og þetta er líka til skoðunar í ráðuneytinu. Það er á þingmálaskrá frumvarp sem snýr mikið að því að draga úr notkun barna og ungmenna á nikótíni. Það verður lagt fram í janúar eða febrúar,“ segir Alma.
Heilsa Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Nikótínpúðar Orkudrykkir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira