„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:35 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Vísir/Egill Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira