„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2025 09:35 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Vísir/Egill Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram þingsályktunartillöguna en vilja með henni kalla eftir sveigjanlegri tilhögun á fæðingarorlofi. Núverandi fæðingarorlofsréttur á Íslandi er tólf mánuðir samtals. Stærsti hlutinn er bundinn við hvort foreldri fyrir sig en foreldrar geta þó skipt sex vikum á milli sín. Þingmennirnir vilja að málum verði háttað þannig að foreldrar geti skipt þessu öðruvísi og annað verið þá í lengri tíma í fæðingarorlofi en hitt. Kvenréttindafélag Íslands leggst alfarið gegn tillögunni. „Það sem við sjáum í þessu er að jafnt skipt orlof er grundvöllur fyrir atvinnuþátttöku kvenna og þar af leiðandi fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þeirra. Þannig að það er mjög mikilvægt að orlofinu sé jafnt skipt. En það eru hins vegar áunnin réttindi á vinnumarkaði sem á ekki að framselja eins og hefur verið og var í síðustu fæðingarorlofslögum. Við viljum bara halda þessu eins og þetta er núna,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Í kvöldfréttum Sýnar í vikunni var fjallað um gagnrýni ungrar konu, Guðfinnu Kristínar Björnsdóttur, á núverandi fæðingarorlofskerfi. Hún sagði marga bíða lengi með að eignast börn til að mæta þörfum kerfisins og hvatti Kvenréttindafélag Íslands, sem hefur sett sig á móti breytingum, til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. „Við erum ekkert að skipta okkur af því hvort konur vilji vera heima með börnin sín eða ekki. Þetta varðar bara réttindi sem okkur finnst að feður eigi að hafa til jafns á við mæður. Það er enginn að banna konum að vera heima,“ segir Auður. Guðfinna benti á að á Norðurlöndunum er orlofsskylda föður til að mynda aðeins þrír mánuðir. Auður segir að reynslan þaðan sýni að feður taki styttra orlof. „Ef tillagan næði fram að ganga þá yrði það sannarlega afturför. Þá yrðu réttindi tekin defakto af feðrum því að þeir fengju þá minna fæðingarorlof og það er það sem við höfum séð í öðrum löndum þar sem svona breytingar hafa verið gerðar,“ segir Auður. „Til dæmis eins og í Noregi. Fæðingarorlof þeirra hefur verið skert og tími þeirra með börnunum sínum.“ Þá segist Auður upplifa breytingar þegar kemur að jafnréttisbaráttunni. „Það er mjög mikið bakslag í gangi og það er verið að gera breytingar á reglum og lögum sem að eru klárlega jafnréttismál, án þess að skoða það út frá jafnréttismálum. Ég nefni bara gjaldskrárhækkanir í leikskólum sem dæmi. Sem eru þá ekki skoðaðar út frá jafnréttismálum, þó að þetta sé klárlega jafnréttismál. Svo sjáum við bara miklu meiri heift í umræðunni,“ Sagði Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Fæðingarorlof Börn og uppeldi Jafnréttismál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira