Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar 14. nóvember 2025 07:30 Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjanesbær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Eins og flestir hafa orðið varir við styttist nú óðum í sveitarstjórnarkosningar. Á sama tíma hefur fjármálastjórn meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar Leiðar/Viðreisnar farið sífellt versnandi. Það sést meðal annars á seinkunum í greiðslum til verktaka, sífelldum stoppum á framkvæmdum og því að sveitarfélagið stendur gjarnan án handbærs fjár í lok mánaðar. Því miður mætti lengi telja fleiri dæmi. Til að bregðast við þessari stöðu, sem meirihlutinn hefur sjálfur skapað, og til að greiða niður skammtímalán sem tekið var fyrr á árinu hefur nú verið samþykkt að taka langtímalán. Það er ekki óeðlilegt að sveitarfélög taki lán til að ráðast í brýn verkefni. Slíkt er stundum nauðsynlegt. Hins vegar er afar óeðlilegt að gera það á þann hátt sem vinstrimeirihlutinn hefur nú ákveðið að gera. Þessi vinnubrögð meirihlutans eru okkur þvert um geð. Við viljum sjá sveitarfélagið rekið á sjálfbæran hátt, en ekki með sífelldum skammtímalánum sem eru svo fjármögnuð upp á nýtt með langtímalánum. Áður en meirihlutinn samþykkti sína leið lágu fyrir bæjarráði nokkrir valkostir. Ein leið fól í sér að taka 2,5 milljarða króna lán, meðal annars til greiða niður skammtímalánið. Í þeirri leið hefði þurft að stöðva framkvæmdir við Holtaskóla, Myllubakkaskóla og leikskólann Drekadal. Önnur leið gerði ráð fyrir láni upp á 3,2 milljarða króna, sem myndi gera sveitarfélaginu kleift að halda áfram fyrrnefndum framkvæmdum. Sjálfstæðismenn studdu þá leið að taka 3,2 milljarða króna lán, bæði til að greiða niður skammtímalánið og ljúka skóla- og leikskólaframkvæmdum út árið. Það er brýnt að börnin okkar komist aftur í kennslustofurnar og að fjölga leikskólaplássum, enda hefur meirihlutinn skapað ófremdarástand í leikskólamálum. En meirihlutinn valdi ekki þessa ábyrgari leið. Þvert á móti virtist hann spyrja sig: Af hverju að stoppa við rúma þrjá milljarða þegar hægt er að fá fjóra? Meirihlutinn samþykkti nefnilega þá leið sem ég leyfi mér að nefna óráðsíuleiðina. Hún felur í sér að taka 3,2 milljarða króna lán fyrir framkvæmdum og skammtímaláni, en smyrja svo þar að auki 800 milljónum króna ofan á lánið. Samtals nemur lánið því 4 milljörðum króna. Og í hvað eiga þessar 800 milljónir að fara? Að sögn meirihlutans: í ófyrirséðan kostnað. Þægilegt að eiga slíkan sjóð í aðdraganda kosninga, eða er kannski verið að viðurkenna að framkvæmdakostnaður muni ekki standast áætlanir líkt og gerst hefur með nánast allar áætlanir þessa meirihluta? Sú staðreynd stendur eftir að það eru bæjarbúar sem munu þurfa að standa undir þessum 800 milljónum, á sama tíma og meðalaldur barna sem hefja leikskóladvöl er hæstur á landinu í Reykjanesbæ. Samfylkingunni í Reykjanesbæ hefur tekist að feta í fótspor flokksfélaga sinna í Reykjavík í leikskólamálum, skipulagsmálum og nú í fjármálum. Á sama tíma og nær öll sveitarfélög líta á Reykjavíkurmeirihlutann sem skýrt dæmi um hvernig ekki eigi að gera hlutina, lítur Samfylkingin í Reykjanesbæ á sama meirihluta sem fyrirmynd. Ég tel að íbúar Reykjanesbæjar séu orðnir langþreyttir á þessum vinnubrögðum. Við sjálfstæðismenn viljum ekki að sveitarfélagið sé rekið frá mánuði til mánaðar, heldur frá ári til árs. Nauðsynlegt er að gera reksturinn sjálfbæran svo hægt sé að blása til sóknar og tryggja bestu grunnþjónustu sem völ er á. Fjölskyldur í Reykjanesbæ eiga ekki að þurfa að sætta sig við neitt minna. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun