„Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 07:02 Sturlaugur Sigurðsson stundar nám við Columbia háskóla í New York. Aðsend „Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti. Hann er meistaranemi í megindlegum aðferðum í félagsvísindum við þennan háttvirta háskóla og má segja að daglegt líf í New York sé töluvert frábrugðið því sem hann ólst upp við hér á Austurlandi. Blaðamaður ræddi við þennan lífsglaða hugsuð um tilveruna úti. Stulli á vappi um New York borg í hverfi sex and the city stjörnunnar Carrie Bradshaw. Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég hef lengi barist við mikla útþrá. Ég ólst upp á Egilsstöðum og þó að værðin fyrir austan eigi vel við mig þá heillaði lífið í stórborgum mig alltaf. Ég hef flutt víða, ekki einungis milli póstnúmera og húsakynna á Íslandi, heldur líka erlendis oftar en einu sinni, þó aldrei nokkurn tíman á stað sem jafnast á við stærð, umfang og sjarma New York borgar. Það reyndist því heppilegt að á Manhattan-eyju er frábær háskóli sem býður upp á námsleið sem fellur vel að áhugasviði mínu og framvindu í námi. Stulli á skólalóð Columbia sem þykir ansi glæsileg.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei ég get ekki sagt það, þrátt fyrir það að vera ævintýrasækinn þá er það aldrei auðvelt fyrir mig að flytja. Það er alltaf erfitt að fara frá því sem maður þekkir og slíta sig frá tengslanetinu. Það dregur ekki úr flækjustiginu að flytja til Bandaríkjanna í nám, umsóknir í skóla, leitin að mögulegum styrkjum og svo vegabréfsáritun ofan á allt saman getur verið yfirþyrmandi. En þegar ég fékk boð um skólavist í Columbia og í kjölfarið styrk frá Fulbright ákvað ég að grípa gæsina og fara í víking vestur um haf. Þrátt fyrir að umsóknarferlið hafi verið svolítið yfirþyrmandi nýtur Stulli New York í botn. Hér er hann að týna epli í efri hluta fylkisins.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti í lok ágúst svo ég hef ekki verið hér nema í rétt rúma tvo mánuði. Í menningarsjokki á Monster Truck Rally svokölluðu.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að læra Quantitative Methods in the Social Sciences (QMSS) sem ég hef þýtt yfir í megindlegar aðferðir í félagsvísindum. Þetta er þverfagleg námsleið á meistarastigi við Columbia Háskóla sem sameinar tölfræði, gagnagreiningu og félagsvísindi. Námsleiðin undirbýr nemendur fyrir rannsóknar- og greiningarstörf. Stulli eyðir ófáum stundum á bókasafninu. Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, á mínu öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands fór ég sem skiptinemi til Strassborgar í Frakklandi í eitt skólaár. Svo, eftir þriðja árið mitt í stjórnmálafræði hóf ég störf hjá Utanríkisráðuneytinu og í sumar fékk ég svo það tækifæri að starfa í Sendiráði Íslands í London. Þaðan flaug ég svo beint frá Heathrow flugvelli til JFK. London var því smá forskot á sæluna að búa í stórborg sem iðar af lífi. Í sumar starfaði Stulli hjá íslenska sendiráðinu í Bretlandi og fékk forskot á stórborgarlífið.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Það fer eftir því hversu mikið það er að gera í skólanum. Ég sæki tíma flesta virka daga og þegar mikið er að gera í skólanum eyði ég stundum heilu dögunum í einu af 19 bókasöfnum skólans. Svo ef ég þarf pásu frá lærdómnum þá er vanalega eitthvað fjör í gangi á skólalóðinni. Þegar minna er að gera reyni ég að vera túristi og nýta mér það til fulls sem borgin hefur uppá að bjóða. Það er endalaust í boði hvort sem það eru Broadway sýningar, uppistand, ferðir á söfn eða njóta góðs matar á ófáum veitingahúsum borgarinnar og kynnast matargerð frá ýmsum löndum, eða einfaldlega gott rölt um hin ýmsu og fjölbreyttu hverfi borgarinnar. Ég hef engar áhyggjur af því að verða uppiskroppa með hluti til að gera, ekki strax að minnsta kosti. Stulli með vinkonu sinni Jaime á Broadway sýningunni Chess.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það er smá svona besta af báðum heimum eða „best of both worlds“ upplifun af Bandaríkjunum að vera nemandi í Columbia háskóla. Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims. Svo er það risa plús að Columbia er með stóra skólalóð í miðri borginni þannig að ég fæ líka að upplifa þessa klassísku bandarísku háskólamenningu. Fyrsta daginn sem ég gekk um skólalóðina sá ég nemendur kasta frisbí á milli sín, aðra lesandi á grasinu og svo hina ýmsu klúbba vera kynna starfið sitt, og hugsaði með mér: „Aaaa okey, þetta er semsagt svona í alvörunni, ekki bara í bíómyndum.“ Stulli er í tíma í skólastofunni Havemeyer einu sinni í viku en þetta er fræg skólastofa því myndirnar Spider-Man, Spider-Man 2, Spider-Man 3, Ghostbusters, Mona Lisa Smile, The Mirror Has Two Faces, Kill Your Darlings, Malcolm X, Kinsey, Rollover og Awakenings, voru teknar upp að hluta til þar inni. Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Heldur betur. Í eitt skipti var heimþráin svo slæm að ég las ástarljóð Stephans G. Stephanssonar vesturfara sem hann samdi til Íslands með tár á hvarmi. Þrátt fyrir dramatík einstöku sinni þá vil ég meina að þetta sé heilbrigt magn af heimþrá. View this post on Instagram A post shared by Sturlaugur Sigurðsson (@stullii) Hvað er framundan? Námið er stutt, ég útskrifast næsta maí og eftir það þarf ég að finna mér starfsnám hér úti eða huga að næstu skrefum á vinnumarkaðnum heima á Íslandi. En í nálægri framtíð mun ég eyða jólunum á Púertó Ríkó með foreldrum mínum og bróður. Svo fæ ég heimsókn frá einum af mínum allra bestu vinum í janúar, honum Alexander Aroni Guðjónssyni! Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Ég vissi að New York væri stór borg en ég áttaði mig engan veginn á því hversu stór hún væri í raun og veru. View this post on Instagram A post shared by Sturlaugur Sigurðsson (@stullii) Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Vá, það er alltaf steikt og fyndið að fara í neðanjarðarlestarkerfið hérna. Það þarf ekki að taka heyrnartól eða bók með sér því heimamaðurinn sér manni fyrir afþreyingu. Það er áhugavert hvað það virðast margir hafa það að atvinnu að sveifla sér á milli handriða og súlna í neðanjarðarlestinni. Stulli og Heiðrun Anna vinkona hans tóku þátt í leik þar sem hægt var að setja mynd af sér upp á skjá á einu fjölfarnasta torgi veraldar, Times Square.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Það er ómögulegt að segja eins og er. Ég kann ótrúlega vel við mig hér í New York en ég mun flytja heim að námi/starfsnámi loknu og sjá til hvernig ég fóta mig. Ég elska að vera á Íslandi en hver veit hvort útþráin hellist yfir mig á ný. Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
Hann er meistaranemi í megindlegum aðferðum í félagsvísindum við þennan háttvirta háskóla og má segja að daglegt líf í New York sé töluvert frábrugðið því sem hann ólst upp við hér á Austurlandi. Blaðamaður ræddi við þennan lífsglaða hugsuð um tilveruna úti. Stulli á vappi um New York borg í hverfi sex and the city stjörnunnar Carrie Bradshaw. Aðsend Hvað varð til þess að þú fluttir til New York? Ég hef lengi barist við mikla útþrá. Ég ólst upp á Egilsstöðum og þó að værðin fyrir austan eigi vel við mig þá heillaði lífið í stórborgum mig alltaf. Ég hef flutt víða, ekki einungis milli póstnúmera og húsakynna á Íslandi, heldur líka erlendis oftar en einu sinni, þó aldrei nokkurn tíman á stað sem jafnast á við stærð, umfang og sjarma New York borgar. Það reyndist því heppilegt að á Manhattan-eyju er frábær háskóli sem býður upp á námsleið sem fellur vel að áhugasviði mínu og framvindu í námi. Stulli á skólalóð Columbia sem þykir ansi glæsileg.Aðsend Var auðveld ákvörðun að kýla á það? Nei ég get ekki sagt það, þrátt fyrir það að vera ævintýrasækinn þá er það aldrei auðvelt fyrir mig að flytja. Það er alltaf erfitt að fara frá því sem maður þekkir og slíta sig frá tengslanetinu. Það dregur ekki úr flækjustiginu að flytja til Bandaríkjanna í nám, umsóknir í skóla, leitin að mögulegum styrkjum og svo vegabréfsáritun ofan á allt saman getur verið yfirþyrmandi. En þegar ég fékk boð um skólavist í Columbia og í kjölfarið styrk frá Fulbright ákvað ég að grípa gæsina og fara í víking vestur um haf. Þrátt fyrir að umsóknarferlið hafi verið svolítið yfirþyrmandi nýtur Stulli New York í botn. Hér er hann að týna epli í efri hluta fylkisins.Aðsend Hvað hefurðu búið þar lengi? Ég flutti í lok ágúst svo ég hef ekki verið hér nema í rétt rúma tvo mánuði. Í menningarsjokki á Monster Truck Rally svokölluðu.Aðsend Hvað ertu að gera þar? Ég er að læra Quantitative Methods in the Social Sciences (QMSS) sem ég hef þýtt yfir í megindlegar aðferðir í félagsvísindum. Þetta er þverfagleg námsleið á meistarastigi við Columbia Háskóla sem sameinar tölfræði, gagnagreiningu og félagsvísindi. Námsleiðin undirbýr nemendur fyrir rannsóknar- og greiningarstörf. Stulli eyðir ófáum stundum á bókasafninu. Aðsend Hefurðu búið annars staðar erlendis? Já, á mínu öðru ári í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands fór ég sem skiptinemi til Strassborgar í Frakklandi í eitt skólaár. Svo, eftir þriðja árið mitt í stjórnmálafræði hóf ég störf hjá Utanríkisráðuneytinu og í sumar fékk ég svo það tækifæri að starfa í Sendiráði Íslands í London. Þaðan flaug ég svo beint frá Heathrow flugvelli til JFK. London var því smá forskot á sæluna að búa í stórborg sem iðar af lífi. Í sumar starfaði Stulli hjá íslenska sendiráðinu í Bretlandi og fékk forskot á stórborgarlífið.Aðsend Hvernig hefur daglegt líf verið hjá þér í stórborginni? Það fer eftir því hversu mikið það er að gera í skólanum. Ég sæki tíma flesta virka daga og þegar mikið er að gera í skólanum eyði ég stundum heilu dögunum í einu af 19 bókasöfnum skólans. Svo ef ég þarf pásu frá lærdómnum þá er vanalega eitthvað fjör í gangi á skólalóðinni. Þegar minna er að gera reyni ég að vera túristi og nýta mér það til fulls sem borgin hefur uppá að bjóða. Það er endalaust í boði hvort sem það eru Broadway sýningar, uppistand, ferðir á söfn eða njóta góðs matar á ófáum veitingahúsum borgarinnar og kynnast matargerð frá ýmsum löndum, eða einfaldlega gott rölt um hin ýmsu og fjölbreyttu hverfi borgarinnar. Ég hef engar áhyggjur af því að verða uppiskroppa með hluti til að gera, ekki strax að minnsta kosti. Stulli með vinkonu sinni Jaime á Broadway sýningunni Chess.Aðsend Hvað er skemmtilegast við lífið úti? Það er smá svona besta af báðum heimum eða „best of both worlds“ upplifun af Bandaríkjunum að vera nemandi í Columbia háskóla. Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims. Svo er það risa plús að Columbia er með stóra skólalóð í miðri borginni þannig að ég fæ líka að upplifa þessa klassísku bandarísku háskólamenningu. Fyrsta daginn sem ég gekk um skólalóðina sá ég nemendur kasta frisbí á milli sín, aðra lesandi á grasinu og svo hina ýmsu klúbba vera kynna starfið sitt, og hugsaði með mér: „Aaaa okey, þetta er semsagt svona í alvörunni, ekki bara í bíómyndum.“ Stulli er í tíma í skólastofunni Havemeyer einu sinni í viku en þetta er fræg skólastofa því myndirnar Spider-Man, Spider-Man 2, Spider-Man 3, Ghostbusters, Mona Lisa Smile, The Mirror Has Two Faces, Kill Your Darlings, Malcolm X, Kinsey, Rollover og Awakenings, voru teknar upp að hluta til þar inni. Aðsend Hefurðu fundið fyrir heimþrá ? Heldur betur. Í eitt skipti var heimþráin svo slæm að ég las ástarljóð Stephans G. Stephanssonar vesturfara sem hann samdi til Íslands með tár á hvarmi. Þrátt fyrir dramatík einstöku sinni þá vil ég meina að þetta sé heilbrigt magn af heimþrá. View this post on Instagram A post shared by Sturlaugur Sigurðsson (@stullii) Hvað er framundan? Námið er stutt, ég útskrifast næsta maí og eftir það þarf ég að finna mér starfsnám hér úti eða huga að næstu skrefum á vinnumarkaðnum heima á Íslandi. En í nálægri framtíð mun ég eyða jólunum á Púertó Ríkó með foreldrum mínum og bróður. Svo fæ ég heimsókn frá einum af mínum allra bestu vinum í janúar, honum Alexander Aroni Guðjónssyni! Hvað hefur komið þér mest á óvart við lífið úti? Ég vissi að New York væri stór borg en ég áttaði mig engan veginn á því hversu stór hún væri í raun og veru. View this post on Instagram A post shared by Sturlaugur Sigurðsson (@stullii) Hvað er það steiktasta eða fyndnasta sem þú hefur lent í úti? Vá, það er alltaf steikt og fyndið að fara í neðanjarðarlestarkerfið hérna. Það þarf ekki að taka heyrnartól eða bók með sér því heimamaðurinn sér manni fyrir afþreyingu. Það er áhugavert hvað það virðast margir hafa það að atvinnu að sveifla sér á milli handriða og súlna í neðanjarðarlestinni. Stulli og Heiðrun Anna vinkona hans tóku þátt í leik þar sem hægt var að setja mynd af sér upp á skjá á einu fjölfarnasta torgi veraldar, Times Square.Aðsend Sérðu fyrir þér að búa alltaf erlendis eða kallar Ísland á þig? Það er ómögulegt að segja eins og er. Ég kann ótrúlega vel við mig hér í New York en ég mun flytja heim að námi/starfsnámi loknu og sjá til hvernig ég fóta mig. Ég elska að vera á Íslandi en hver veit hvort útþráin hellist yfir mig á ný.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira