Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2025 08:56 Ingibjörg Einarsdóttir, María Eiríksdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir voru til viðtals í Bítinu í morgun. Synir þeirra eru í meðferð í Suður-Afríku. Bylgjan Þrjár mæður sem eiga syni á meðferðarheimilinu Healing Wings í Suður-Afríku segja það hafa verið mikinn létti að koma sonum sínum í meðferðina. Þær eru allar sammála um að þetta hafi verið síðasta úrræði en eru sannfærðar um að þeir fái aðstoð þarna. Einn drengurinn, sonur Maríu Eiríksdóttur, er búinn að vera í þrjá mánuði og hefur beðið um að fá að vera í tólf. Synir Jóhönnu Eivinsdóttur og Ingibjargar Einarsdóttur eru búnir að vera í um mánuð og þær fá að tala við þá í fyrsta sinn síðar í dag. Ingibjörg segir það að hafa farið með son sinn til Suður-Afríku í meðferð það síðasta sem hún sá fyrir að væri hægt að ræða. Ingibjörg fór með son sinn til Suður-Afríku fyrir um mánuði síðan og sagði frá því í viðtali í Bítinu. Hún, ásamt tveimur öðrum mæðrum sem eru í sömu stöðu, voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það eru þær Jóhanna Eivinsdóttir og María Eiríksdóttir. Ingibjörg er nýkomin heim frá Suður-Afríku en hún fylgdi syni sínum út í meðferð. Synir Jóhönnu og Ingibjargar eru 14 ára en sonur Maríu 17 ára. „Ég fékk bakþanka í flugvélinni á leiðinni út,“ segir Ingibjörg en að það hafi svo tekið hana um sólarhring að „rétta sig af“. Jóhanna segist alltaf hafa verið sannfærð um að þetta myndi hjálpa drengnum sínum. Hún hafi séð hversu vel hafi gengið hjá syni Maríu og hafi verið fullvissuð um að þetta myndi hjálpa drengnum hennar á sama hátt. „Ég var með þeim í fluginu alla leið,“ segir María en konurnar þrjár hafa allar verið í góðu sambandi. Sonur Maríu fór út í sumar og hefur núna í nóvember verið í meðferð í Suður-Afríku í fjóra mánuði. Hún viðurkennir að hafa efast um ákvörðunina eins og Ingibjörg. Jóhanna segir að þegar þær komu á staðinn hafi henni liðið eins og hún væri komin 40 ár aftur í tímann. Þetta væru eins og sumarbúðir og fallegt umhverfið. Þær fengu svo að skoða sig um með sonum sínum. Eftir að þau voru komin fengu þær svo ítarlegri upplýsingar um meðferðarplanið, dagsplön og ýmislegt annað. Erfitt í byrjun en svo betra Sonur Ingibjargar hafði fyrir ferðalagið verið búinn að samþykkja að fara í meðferðina. „Hann sagði við mig þegar hann var á Stuðlum að meðferðirnar á Íslandi virkuðu ekkert,“ segir Ingibjörg og að hann hafi beðið um að fara til Suður- Afríku án þess þó kannski að gera sér grein fyrir því hvað hann nákvæmlega væri að fara út í. Jóhanna segir son sinn hafa samþykkt að fara eftir að hann vissi að sonur Ingibjargar væri að fara. María segir byrjunina hafa verið brösuglega þegar sonur hennar kom út í sumar. Hann hafi samþykkt að fara út en hafi brugðið við komu. Það hafi verið tekið á hegðunarvanda og hegðun sem hann hefur fengið að komast upp með stöðvuð af. „Það er mikill agi og það er líka mikil væntumþykja á móti,“ segir María og að þegar sonur hennar hafi ætlað að strjúka hafi verið útskýrt fyrir honum að það væri ekki í boði og það væri vegna þess að hann væri veikur og þau vildu ekki leyfa honum að fara því hann skiptir máli. Ingibjörg segist hafa þurft að berjast við sjálfa sig alla leiðina að meðferðarheimilinu. Hún hafi náð að halda andliti alveg að heimilinu en svo við komuna hafi hún séð son Maríu sem hafi hlaupið að henni og lyft henni upp og knúsað hana fast. „Þá opnuðust flóðgáttirnar. Þá hélt ég ekki andliti lengur. Svo sagði hann við mig að ég væri að gera rétt og þetta væri góður staður þannig barnið huggaði mig.“ Spurð hvernig sé að koma heim án drengjanna og þurfa ekki að vera í stanslausri viðbragðsstöðu svarar Ingibjörg að líkaminn sé enn að átta sig á því. Hún sé auðvitað enn með áhyggjur en fái að heyra í honum á eftir í fyrsta sinn síðan hann fór. Eftir það getið verið að áhyggjurnar minnki. „Ég er búin að vera í stöðugu sambandi við ráðgjafana,“ segir hún og að hann sé byrjaður í skólanum. Auk þess eru í boði fjölmargar íþróttir, viðtöl við ráðgjafa og stíf dagskrá fyrir hvern og einn þeirra. Ingibjörg segir auk þess lækna búna að fara yfir lyfjagjöf, það sé alltaf hjúkrunarfræðingur á vakt og hún spyrji sig af hverju slíkt sé ekki í boði í meðferðarúrræðum hér á landi. Prógramm allan daginn „Þeir vakna fimm þegar birtir til og fara að sofa níu. Það er prógramm allan daginn,“ segir Ingibjörg. Þær segja það stóru spurninguna af hverju ekki sé hægt að setja upp samskonar úrræði hér á landi. „Þetta er einhver íslenskur hroki,“ segir Ingibjörg og að fólk þurfi að brjóta odd af oflæti sínu og athuga hvernig svona meðferðarúrræðum er hagað erlendis. Þá segist hún líka spyrja sig að því af hverju tólf spora kerfið hafi ekki verið innleitt í kerfið fyrir börn og ungmenni. Þá vilja þær að meðferðarúrræðin séu flutt undir frá barnamálaráðuneyti í heilbrigðisráðuneytið og segja „galið“ að það starfi ekki heilbrigðisstarfsfólk í þessum meðferðarúrræðum. „Það þarf að vera þarna samþætting á milli kerfa. Það er ekki hægt að lækna bara einkenni. Ef fíknin er einkenni af undirliggjandi geðrænu þá er þetta eins og að setja plástur á einkenni í stað þess að fara í rótina,“ segir Ingibjörg og að nauðsynlegt sé að líta á vanda barna sem fjölþættan. Ráðherra hefur gefið út að börn verði ekki send út og Ingibjörg segir það galið og óásættanlegt að það verði ekki gert á meðan staðan í meðferðarúrræðum er eins og hún er. Það sé allt flæðandi í fíkniefnum. „Það þarf að breyta um hugmyndafræði og fá nýja sýn.“ Hún segir ekki Playstation í Suður-Afríku, börnin eru ekki með síma, bara spiluð kirkjutónlist. Eina sjónvarpið sem þau fá að horfa á eru regluleg kvikmyndakvöld. Þannig eigi að útrúma öllu áreiti sem minnir á neyslu. „Það er kallað bad talk, neyslutal og slagsmálatal og það er bara drepið med det samme,“ segir Ingibjörg og að það séu refsingar ef börnin brjóta reglurnar. Sem dæmi sé sonur hennar í uppvaski allan næsta mánuð fyrir að hafa tekið þátt í slagsmálum. „Það er ekki að fara að drepa barnið mitt að vera í uppvaski. Hann hefur gott af því,“ segir Ingibjörg og það sé gott að það séu afleiðingar. Ekki verið að loka neinn inni Hún gagnrýnir orð barnamálaráðherra einnig um að það sé verið að loka börn inni í meðferðarúrræðinu og úrræðið standist ekki íslensk lög. „Hafið þið séð þetta hús á Stuðlum? Að vera lokaður þar inni er ómanneskjulegt. Þarna er enginn lokaður inni í neinu húsi. Þú ert bara að tala um fleiri hektara af landsvæði. Þau eru ekkert læst nema inni á þessum hekturum.“ María fór út þegar sonur hennar hafði verið í meðferðinni í um tvo mánuði og segist hafa hitt annað barn. „Hann er rólegri inni í sér. Hann vill ekki koma heim strax. Meðferðin er níu mánuðir og hann er búinn að biðja um að vera í tólf mánuði.“ María Spurðar um fjármagn segir Ingibjörg að þær hafi náð að safna fyrir fyrstu mánuðina en svo verði þær að sjá til. Jóhanna segir hafa safnast fyrir meðferðinni og það gott þegar hún deildi reikningsnúmeri fyrir um mánuði síðan. „Mig langar bara að þakka þessu fólki sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru,“ segir hún og að þetta sé ómetanlegur stuðningur. Hún segist sannfærð um að drengnum muni líða vel þarna og að hann muni fá þá hjálp sem hann þarf. Hann hafi verið edrú allan tímann og það sé meira en hafi nokkurn tímann gerst á Íslandi. Ingibjörg segist vona að allra barna vegna að þessi umræða skili einhverju og að það verði einhverjar úrbætur gerðar. Þær segjast ekki hafa heyrt frá neinum í ráðuneytinu eða frá Barna- og fjölskyldustofu frá því að synir þeirra fóru út. Þær segjast hafa viljað fá fund til að ræða þessa stöðu og hvar brestirnir liggja í kerfinu. 35 börn í þyngsta vandanum Þær segjast ítrekað hafa óskað eftir fundi með barna- og menntamálaráðherra en fái ekki áheyrn hjá honum. Það sé verið að reyna að bjóða honum á málþing en fái ekki svör. Ingibjörg segist hafa heyrt að það séu 35 börn í þessum þyngsta vanda á Íslandi en svo sé talsvert stærri hópur sem þarf á fyrsta og annars stigs þjónustu að halda. „Þetta er ekki eitthvað sem við eigum ekki að geta náð utan um.“ Suður-Afríka Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. 15. október 2025 08:58 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Ingibjörg segir það að hafa farið með son sinn til Suður-Afríku í meðferð það síðasta sem hún sá fyrir að væri hægt að ræða. Ingibjörg fór með son sinn til Suður-Afríku fyrir um mánuði síðan og sagði frá því í viðtali í Bítinu. Hún, ásamt tveimur öðrum mæðrum sem eru í sömu stöðu, voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það eru þær Jóhanna Eivinsdóttir og María Eiríksdóttir. Ingibjörg er nýkomin heim frá Suður-Afríku en hún fylgdi syni sínum út í meðferð. Synir Jóhönnu og Ingibjargar eru 14 ára en sonur Maríu 17 ára. „Ég fékk bakþanka í flugvélinni á leiðinni út,“ segir Ingibjörg en að það hafi svo tekið hana um sólarhring að „rétta sig af“. Jóhanna segist alltaf hafa verið sannfærð um að þetta myndi hjálpa drengnum sínum. Hún hafi séð hversu vel hafi gengið hjá syni Maríu og hafi verið fullvissuð um að þetta myndi hjálpa drengnum hennar á sama hátt. „Ég var með þeim í fluginu alla leið,“ segir María en konurnar þrjár hafa allar verið í góðu sambandi. Sonur Maríu fór út í sumar og hefur núna í nóvember verið í meðferð í Suður-Afríku í fjóra mánuði. Hún viðurkennir að hafa efast um ákvörðunina eins og Ingibjörg. Jóhanna segir að þegar þær komu á staðinn hafi henni liðið eins og hún væri komin 40 ár aftur í tímann. Þetta væru eins og sumarbúðir og fallegt umhverfið. Þær fengu svo að skoða sig um með sonum sínum. Eftir að þau voru komin fengu þær svo ítarlegri upplýsingar um meðferðarplanið, dagsplön og ýmislegt annað. Erfitt í byrjun en svo betra Sonur Ingibjargar hafði fyrir ferðalagið verið búinn að samþykkja að fara í meðferðina. „Hann sagði við mig þegar hann var á Stuðlum að meðferðirnar á Íslandi virkuðu ekkert,“ segir Ingibjörg og að hann hafi beðið um að fara til Suður- Afríku án þess þó kannski að gera sér grein fyrir því hvað hann nákvæmlega væri að fara út í. Jóhanna segir son sinn hafa samþykkt að fara eftir að hann vissi að sonur Ingibjargar væri að fara. María segir byrjunina hafa verið brösuglega þegar sonur hennar kom út í sumar. Hann hafi samþykkt að fara út en hafi brugðið við komu. Það hafi verið tekið á hegðunarvanda og hegðun sem hann hefur fengið að komast upp með stöðvuð af. „Það er mikill agi og það er líka mikil væntumþykja á móti,“ segir María og að þegar sonur hennar hafi ætlað að strjúka hafi verið útskýrt fyrir honum að það væri ekki í boði og það væri vegna þess að hann væri veikur og þau vildu ekki leyfa honum að fara því hann skiptir máli. Ingibjörg segist hafa þurft að berjast við sjálfa sig alla leiðina að meðferðarheimilinu. Hún hafi náð að halda andliti alveg að heimilinu en svo við komuna hafi hún séð son Maríu sem hafi hlaupið að henni og lyft henni upp og knúsað hana fast. „Þá opnuðust flóðgáttirnar. Þá hélt ég ekki andliti lengur. Svo sagði hann við mig að ég væri að gera rétt og þetta væri góður staður þannig barnið huggaði mig.“ Spurð hvernig sé að koma heim án drengjanna og þurfa ekki að vera í stanslausri viðbragðsstöðu svarar Ingibjörg að líkaminn sé enn að átta sig á því. Hún sé auðvitað enn með áhyggjur en fái að heyra í honum á eftir í fyrsta sinn síðan hann fór. Eftir það getið verið að áhyggjurnar minnki. „Ég er búin að vera í stöðugu sambandi við ráðgjafana,“ segir hún og að hann sé byrjaður í skólanum. Auk þess eru í boði fjölmargar íþróttir, viðtöl við ráðgjafa og stíf dagskrá fyrir hvern og einn þeirra. Ingibjörg segir auk þess lækna búna að fara yfir lyfjagjöf, það sé alltaf hjúkrunarfræðingur á vakt og hún spyrji sig af hverju slíkt sé ekki í boði í meðferðarúrræðum hér á landi. Prógramm allan daginn „Þeir vakna fimm þegar birtir til og fara að sofa níu. Það er prógramm allan daginn,“ segir Ingibjörg. Þær segja það stóru spurninguna af hverju ekki sé hægt að setja upp samskonar úrræði hér á landi. „Þetta er einhver íslenskur hroki,“ segir Ingibjörg og að fólk þurfi að brjóta odd af oflæti sínu og athuga hvernig svona meðferðarúrræðum er hagað erlendis. Þá segist hún líka spyrja sig að því af hverju tólf spora kerfið hafi ekki verið innleitt í kerfið fyrir börn og ungmenni. Þá vilja þær að meðferðarúrræðin séu flutt undir frá barnamálaráðuneyti í heilbrigðisráðuneytið og segja „galið“ að það starfi ekki heilbrigðisstarfsfólk í þessum meðferðarúrræðum. „Það þarf að vera þarna samþætting á milli kerfa. Það er ekki hægt að lækna bara einkenni. Ef fíknin er einkenni af undirliggjandi geðrænu þá er þetta eins og að setja plástur á einkenni í stað þess að fara í rótina,“ segir Ingibjörg og að nauðsynlegt sé að líta á vanda barna sem fjölþættan. Ráðherra hefur gefið út að börn verði ekki send út og Ingibjörg segir það galið og óásættanlegt að það verði ekki gert á meðan staðan í meðferðarúrræðum er eins og hún er. Það sé allt flæðandi í fíkniefnum. „Það þarf að breyta um hugmyndafræði og fá nýja sýn.“ Hún segir ekki Playstation í Suður-Afríku, börnin eru ekki með síma, bara spiluð kirkjutónlist. Eina sjónvarpið sem þau fá að horfa á eru regluleg kvikmyndakvöld. Þannig eigi að útrúma öllu áreiti sem minnir á neyslu. „Það er kallað bad talk, neyslutal og slagsmálatal og það er bara drepið med det samme,“ segir Ingibjörg og að það séu refsingar ef börnin brjóta reglurnar. Sem dæmi sé sonur hennar í uppvaski allan næsta mánuð fyrir að hafa tekið þátt í slagsmálum. „Það er ekki að fara að drepa barnið mitt að vera í uppvaski. Hann hefur gott af því,“ segir Ingibjörg og það sé gott að það séu afleiðingar. Ekki verið að loka neinn inni Hún gagnrýnir orð barnamálaráðherra einnig um að það sé verið að loka börn inni í meðferðarúrræðinu og úrræðið standist ekki íslensk lög. „Hafið þið séð þetta hús á Stuðlum? Að vera lokaður þar inni er ómanneskjulegt. Þarna er enginn lokaður inni í neinu húsi. Þú ert bara að tala um fleiri hektara af landsvæði. Þau eru ekkert læst nema inni á þessum hekturum.“ María fór út þegar sonur hennar hafði verið í meðferðinni í um tvo mánuði og segist hafa hitt annað barn. „Hann er rólegri inni í sér. Hann vill ekki koma heim strax. Meðferðin er níu mánuðir og hann er búinn að biðja um að vera í tólf mánuði.“ María Spurðar um fjármagn segir Ingibjörg að þær hafi náð að safna fyrir fyrstu mánuðina en svo verði þær að sjá til. Jóhanna segir hafa safnast fyrir meðferðinni og það gott þegar hún deildi reikningsnúmeri fyrir um mánuði síðan. „Mig langar bara að þakka þessu fólki sem ég hef ekki hugmynd um hverjir eru,“ segir hún og að þetta sé ómetanlegur stuðningur. Hún segist sannfærð um að drengnum muni líða vel þarna og að hann muni fá þá hjálp sem hann þarf. Hann hafi verið edrú allan tímann og það sé meira en hafi nokkurn tímann gerst á Íslandi. Ingibjörg segist vona að allra barna vegna að þessi umræða skili einhverju og að það verði einhverjar úrbætur gerðar. Þær segjast ekki hafa heyrt frá neinum í ráðuneytinu eða frá Barna- og fjölskyldustofu frá því að synir þeirra fóru út. Þær segjast hafa viljað fá fund til að ræða þessa stöðu og hvar brestirnir liggja í kerfinu. 35 börn í þyngsta vandanum Þær segjast ítrekað hafa óskað eftir fundi með barna- og menntamálaráðherra en fái ekki áheyrn hjá honum. Það sé verið að reyna að bjóða honum á málþing en fái ekki svör. Ingibjörg segist hafa heyrt að það séu 35 börn í þessum þyngsta vanda á Íslandi en svo sé talsvert stærri hópur sem þarf á fyrsta og annars stigs þjónustu að halda. „Þetta er ekki eitthvað sem við eigum ekki að geta náð utan um.“
Suður-Afríka Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Bítið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. 15. október 2025 08:58 Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
„Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Mummi Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar. 15. október 2025 08:58
Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. 10. nóvember 2025 20:15