Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar 10. nóvember 2025 08:46 Án vafa mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri læra af mistökunum sem hún segist hafa gert vegna umdeildra viðskipta við ráðgjafa. En hugsanlega hefði hún ekki þurft að gera þau mistök ef hún hefði verið búin að læra af öðrum umdeildum ákvörðunum þegar hún sat í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þær ákvarðanir eru dýrkeyptar fyrir okkur skattgreiðendur. Búkmyndavélar koma til sögunnar Sumarið 2019 fékk Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, loksins fjárheimildir til að kaupa búkmyndavélar fyrir lögreglumenn. Þar með hófst innleiðing búkmyndavéla hjá lögreglunni, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Þar sem embætti Sigríðar Bjarkar hafði keypt Reveal-búkmyndavélar frá fyrirtækinu Hiss ehf, þá keyptu önnur embætti sams konar vélar. Á endanum voru lögreglumenn um land allt komnir með Reveal-búkmyndavélar. Þessi ákvörðun lögreglustjórans kom okkur hjá umboðinu fyrir Axon-búkmyndavélar verulega á óvart. Ekki var leitað eftir kaupum á Axon-vélum og fréttum við fyrir tilviljun af myndavélavæðingunni. Lögreglan þekkti samt vel til Axon-myndavélanna og innan raða hennar vissi fólk að þær höfðu mikla yfirburði og voru langútbreiddastar sinnar tegundar meðal lögregluembætta víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum og Bretlandi. Reveal-vélar voru aftur á móti ekki víða í notkun og framleiðandi þeirra agnarsmár í samanburði við Axon. Lögreglumenn að selja lögreglunni Þegar grennslast var fyrir um þessa einhliða ákvörðun lögreglustjórans, þá blasti við gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort. Tveir starfsmenn Hiss, umboðsins fyrir Reveal, voru fyrrverandi lögreglumenn hjá embættinu á höfuðborgarsvæðinu. Annar þeirra var nýhættur hjá embættinu, en tók að sér hlutastörf þar. Hinn var í sambúð með starfsmanni hjá embættinu. Eigandi Hiss hafði látið af störfum sem lögreglumaður hjá embættinu tveimur árum áður, en meðan hann starfaði þar rak hann Hiss ehf. í hjáverkum. Níddi niður keppinautinn Þegar embætti Sigríðar Bjarkar var krafið svara um ástæður þess að ekki var leitað tilboða í Axon-búkmyndavélar, þá var vísað til þess að samanburður hefði verið gerður á Reveal og Axon vélunum árið 2015. Þar hefðu Reveal-vélarnar talist koma betur út, þó að þær væru dýrari. Meðal þeirra sem komu að samanburðinum á myndavélunum var eigandi Hiss. Í tölvupósti sem hann sendi til embættis lögreglustjórans 29. apríl 2015 taldi hann Axon-myndavélarnar allt til foráttu. Hann var þá í senn starfandi lögreglumaður og umboðsmaður Reveal-myndavélanna. Tíu dögum seinna var gefið út það álit að Reveal-myndavélarnar hentuðu betur. Fáar vélar voru þó keyptar fyrr en 2019. Í millitíðinni urðu stórstígar tækniframfarir í búkmyndavélum, ekki síst hjá Axon. Úreltur samanburður notaður sem skálkaskjól Með öðrum orðum, þegar myndavélavæðing lögreglunnar hófst fyrir alvöru árið 2019 var fjögurra ára gamall hlutdrægur samanburður talinn réttlæta kaup á tæknibúnaði sem hafði tekið stórstígum framförum ár frá ári. Árið 2019 var myndflaga Axon-vélanna til dæmis með sjöfalt meiri upplausn en árið 2015. Samt var gengið út frá úrelta og hlutdræga 2015 samanburðinum til að réttlæta kaupin af samherjunum í lögreglunni. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varð ekki haggað, tók ekki í mál að endurskoða ákvarðanir um myndavélakaup þrátt fyrir að á árinu 2019 hefðu Axon-vélarnar mikla tæknilega yfirburði yfir Reveal-vélarnar. Í framhaldinu hafa verið keyptar hundruð Reveal-búkmyndavéla fyrir nánast alla lögreglumenn landsins. Varlega áætlað nemur kostnaður við þau innkaup 160 milljónum króna. Sögunni lýkur þó ekki þar. Spillingin kostar annan umgang Þegar lögreglan hóf að taka Taser rafstuðtæki í notkun fyrir rúmlega einu og hálfu ári, þá lá ljóst fyrir að samhliða gætu Taser-væddir lögreglumenn aðeins notað Axon-búkmyndavélar. Framleiðandi þeirra er sá sami og Taser. Rafstuðtækin og myndavélarnar tengjast saman með afar snjöllum hætti, auk þess sem allar nálægar Axon-myndavélar hefja upptöku ef kveikt er á Taser. Þá er hægt að fylgjast með „live“ upptöku úr Axon-myndavélunum í stjórnstöð lögreglunnar. Reveal-myndavélarnar virka ekki með Taser. Staðan er því sú að í gangi eru tvö myndavélakerfi hjá lögreglunni. Reveal-myndavélarnar eru í notkun hjá lögreglumönnum sem ekki bera Taser. En eftir því sem fleiri lögreglumenn fá Taser, þá fjölgar Axon-myndavélunum og Reveal-vélarnar munu á endanum daga uppi. Enda lítið vit í að vera með tvö myndavélakerfi. Ekki skiptir minna máli að Axon-búkmyndavélarnar eru að öllu leyti betri en Reveal-vélarnar, að ekki sé talað um umsýslukerfi Axon fyrir upptökur. Spillingin á vakt þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu kostar því tvo umganga af búkmyndavélum fyrir lögregluna. Álit ríkislögreglustjóra á svona vinnubrögðum Á sínum tíma sendi höfundur þessarar greinar ítarlegar athugasemdir við þessi óvönduðu vinnubrögð til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar. Þeim var ekki svarað. Dómsmálaráðherra var töluvert síðar bent á vinnubrögðin, að gefnu öðru tilefni. Ábendingin var jafnframt send til ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra. Engu var svarað. Í bréfinu til Sigríðar Bjarkar í nóvember 2019 sagði meðal annars: „Hvaða opinber stofnun sem er, ekki síst lögregluembætti, þarf að vera hafin yfir allan vafa um spillingu sem getur þrifist í skjóli náinna tengsla birgja og starfsmanna. Vert er að minna á orð ríkislögreglustjóra [Haraldar Johannessen] í viðtali í Morgunblaðinu 14. september 2019 þar sem hann segir að ekki eigi að líða spillingu innan lögreglunnar. Þar nefnir hann sem dæmi að það fari ekki saman fyrir lögreglumenn að selja búnað til lögreglunnar.“ Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum og fyrrum umboðsmaður fyrir Axon International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Án vafa mun Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri læra af mistökunum sem hún segist hafa gert vegna umdeildra viðskipta við ráðgjafa. En hugsanlega hefði hún ekki þurft að gera þau mistök ef hún hefði verið búin að læra af öðrum umdeildum ákvörðunum þegar hún sat í embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þær ákvarðanir eru dýrkeyptar fyrir okkur skattgreiðendur. Búkmyndavélar koma til sögunnar Sumarið 2019 fékk Sigríður Björk Guðjónsdóttir, þá lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, loksins fjárheimildir til að kaupa búkmyndavélar fyrir lögreglumenn. Þar með hófst innleiðing búkmyndavéla hjá lögreglunni, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Þar sem embætti Sigríðar Bjarkar hafði keypt Reveal-búkmyndavélar frá fyrirtækinu Hiss ehf, þá keyptu önnur embætti sams konar vélar. Á endanum voru lögreglumenn um land allt komnir með Reveal-búkmyndavélar. Þessi ákvörðun lögreglustjórans kom okkur hjá umboðinu fyrir Axon-búkmyndavélar verulega á óvart. Ekki var leitað eftir kaupum á Axon-vélum og fréttum við fyrir tilviljun af myndavélavæðingunni. Lögreglan þekkti samt vel til Axon-myndavélanna og innan raða hennar vissi fólk að þær höfðu mikla yfirburði og voru langútbreiddastar sinnar tegundar meðal lögregluembætta víða um heim, þar á meðal í Bandaríkjunum og Bretlandi. Reveal-vélar voru aftur á móti ekki víða í notkun og framleiðandi þeirra agnarsmár í samanburði við Axon. Lögreglumenn að selja lögreglunni Þegar grennslast var fyrir um þessa einhliða ákvörðun lögreglustjórans, þá blasti við gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort. Tveir starfsmenn Hiss, umboðsins fyrir Reveal, voru fyrrverandi lögreglumenn hjá embættinu á höfuðborgarsvæðinu. Annar þeirra var nýhættur hjá embættinu, en tók að sér hlutastörf þar. Hinn var í sambúð með starfsmanni hjá embættinu. Eigandi Hiss hafði látið af störfum sem lögreglumaður hjá embættinu tveimur árum áður, en meðan hann starfaði þar rak hann Hiss ehf. í hjáverkum. Níddi niður keppinautinn Þegar embætti Sigríðar Bjarkar var krafið svara um ástæður þess að ekki var leitað tilboða í Axon-búkmyndavélar, þá var vísað til þess að samanburður hefði verið gerður á Reveal og Axon vélunum árið 2015. Þar hefðu Reveal-vélarnar talist koma betur út, þó að þær væru dýrari. Meðal þeirra sem komu að samanburðinum á myndavélunum var eigandi Hiss. Í tölvupósti sem hann sendi til embættis lögreglustjórans 29. apríl 2015 taldi hann Axon-myndavélarnar allt til foráttu. Hann var þá í senn starfandi lögreglumaður og umboðsmaður Reveal-myndavélanna. Tíu dögum seinna var gefið út það álit að Reveal-myndavélarnar hentuðu betur. Fáar vélar voru þó keyptar fyrr en 2019. Í millitíðinni urðu stórstígar tækniframfarir í búkmyndavélum, ekki síst hjá Axon. Úreltur samanburður notaður sem skálkaskjól Með öðrum orðum, þegar myndavélavæðing lögreglunnar hófst fyrir alvöru árið 2019 var fjögurra ára gamall hlutdrægur samanburður talinn réttlæta kaup á tæknibúnaði sem hafði tekið stórstígum framförum ár frá ári. Árið 2019 var myndflaga Axon-vélanna til dæmis með sjöfalt meiri upplausn en árið 2015. Samt var gengið út frá úrelta og hlutdræga 2015 samanburðinum til að réttlæta kaupin af samherjunum í lögreglunni. Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu varð ekki haggað, tók ekki í mál að endurskoða ákvarðanir um myndavélakaup þrátt fyrir að á árinu 2019 hefðu Axon-vélarnar mikla tæknilega yfirburði yfir Reveal-vélarnar. Í framhaldinu hafa verið keyptar hundruð Reveal-búkmyndavéla fyrir nánast alla lögreglumenn landsins. Varlega áætlað nemur kostnaður við þau innkaup 160 milljónum króna. Sögunni lýkur þó ekki þar. Spillingin kostar annan umgang Þegar lögreglan hóf að taka Taser rafstuðtæki í notkun fyrir rúmlega einu og hálfu ári, þá lá ljóst fyrir að samhliða gætu Taser-væddir lögreglumenn aðeins notað Axon-búkmyndavélar. Framleiðandi þeirra er sá sami og Taser. Rafstuðtækin og myndavélarnar tengjast saman með afar snjöllum hætti, auk þess sem allar nálægar Axon-myndavélar hefja upptöku ef kveikt er á Taser. Þá er hægt að fylgjast með „live“ upptöku úr Axon-myndavélunum í stjórnstöð lögreglunnar. Reveal-myndavélarnar virka ekki með Taser. Staðan er því sú að í gangi eru tvö myndavélakerfi hjá lögreglunni. Reveal-myndavélarnar eru í notkun hjá lögreglumönnum sem ekki bera Taser. En eftir því sem fleiri lögreglumenn fá Taser, þá fjölgar Axon-myndavélunum og Reveal-vélarnar munu á endanum daga uppi. Enda lítið vit í að vera með tvö myndavélakerfi. Ekki skiptir minna máli að Axon-búkmyndavélarnar eru að öllu leyti betri en Reveal-vélarnar, að ekki sé talað um umsýslukerfi Axon fyrir upptökur. Spillingin á vakt þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu kostar því tvo umganga af búkmyndavélum fyrir lögregluna. Álit ríkislögreglustjóra á svona vinnubrögðum Á sínum tíma sendi höfundur þessarar greinar ítarlegar athugasemdir við þessi óvönduðu vinnubrögð til lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar. Þeim var ekki svarað. Dómsmálaráðherra var töluvert síðar bent á vinnubrögðin, að gefnu öðru tilefni. Ábendingin var jafnframt send til ráðuneytisstjóra og aðstoðarmanna ráðherra. Engu var svarað. Í bréfinu til Sigríðar Bjarkar í nóvember 2019 sagði meðal annars: „Hvaða opinber stofnun sem er, ekki síst lögregluembætti, þarf að vera hafin yfir allan vafa um spillingu sem getur þrifist í skjóli náinna tengsla birgja og starfsmanna. Vert er að minna á orð ríkislögreglustjóra [Haraldar Johannessen] í viðtali í Morgunblaðinu 14. september 2019 þar sem hann segir að ekki eigi að líða spillingu innan lögreglunnar. Þar nefnir hann sem dæmi að það fari ekki saman fyrir lögreglumenn að selja búnað til lögreglunnar.“ Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum og fyrrum umboðsmaður fyrir Axon International.