Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar