Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar 6. nóvember 2025 10:32 Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Ólafsson Mest lesið Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Vestfirðir eru gullkista. Þrátt fyrir að vera með minna en 10% flatarmáls landsins, eru 30% strandlengju Íslands á Vestfjörðum, og nær helmingur allra fjarða landsins eru í fjórðungnum. Það er því ekki skrýtið að saga Vestfjarða og hagsaga Vestfjarða er saga sjávarins—eða réttara sagt samspils hafs og manns. Stóra myndin er þessi: eftir mikinn uppgang og síðar offjárfestingu tengdum sjávarútvegi var samdráttur óumflýjanlegur. En síðan hefur atvinnulífið náð viðspyrnu sem er í öllum meginatriðum tengd sjónum. Saga Vestfjarða er saga manns og sjávar Sjávarútvegur í fjölbreyttum myndum er enn ein burðarstoð atvinnulífsins. Laxeldi hefur vaxið hratt og hefur alla burði til að verða leiðandi í enn aukinni verðmætasköpun landsins. Sjálfbær kalkþörungavinnsla af hafsbotni í Arnarfirði fær á næstu misserum stóra systur í Súðavík þar sem kalkþörungar úr nær óþrjótandi námum á botni Ísafjarðardjúps verða þurrkaðir og unnir áfram. Kerecis notar afganga úr þorskvinnslu til að framleiða verðmæti á heimsmælikvarða. Og svo er það ferðaþjónustan. Með gríðarlegum vegbótum í Dýrafjarðargöngum, á Dynjandisheiði og á sunnanverðum Vestfjörðum, má búast við að Vestfirðir verði besta leiðin til að dreifa og sinna betur og með sjálfbærum hætti þeim ferðamönnum sem koma til Íslands. En saga Vestfjarða er saga manns og sjávar, og því er það í stíl við annað að mikill meirihluti ferðamanna sem koma til Vestfjarða koma sjóleiðina með skemmtiferðaskipum, og njóta sjávartengdrar ferðaþjónustu í bátsferðum, hvalaskoðun og fleiru. Þar hafa markviss markaðssetning, hafnabætur, ægifögur náttúra og fagmennska ferðaþjónustufyrirtækjanna í móttöku ferðamanna verið lykilþáttur. Vestfirðir geta því áfram verið drífandi í sköpun útflutningstekna og hagsæld fyrir landið allt. Stjórnvöld þurfa því að tryggja að samkeppnishæfni Vestfjarða batni enn frekar svo fjórðungurinn geti áfram verið gullkista Íslands. Höfundur er formaður stjórnar Vestfjarðastofu og varaþingmaður Viðreisnar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar