Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar 4. nóvember 2025 13:01 Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Fjölskyldumál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján og María slíta samvistum. Þau eiga saman tvö börn og eru sammála um að samvistarslitin eigi að bitna eins lítið á börnunum og mögulegt er. Þau undirrita samning um sameiginlega forsjá og skipta búsetu. Samið er um að engin meðlög verði greidd enda muni börnin búa jafnt hjá báðum og þau eiga ekki von vandkvæðum við að koma sér saman um kostnaðarskiptingu þegar þarf að kaupa nýjar úlpur eða borga fótboltaferðalag. Lögheimili verður hjá Maríu. Af því að hún vill það. Kristján er hæstánægður með skipta búsetu og engar meðlagsgreiðslur svo hann segir bara já. Lögheimilið er í raun bara formsatriði þegar foreldrar eru sammála um það hvar börnin skuli ganga í skóla og sækja heilbrigðisþjónustu, hefur hann heyrt. Kristján hefur haft hærri tekjur en María í nokkur ár og hann ætlar nú ekki að fara að hætta samningi um skipta búsetu og góðu samkomulagi um allt sem snýr að börnunum með því að heimta lögheimili annars þeirra eða beggja. Allt gengur nokkuð vel um tíma. Börnin dvelja til jafns á báðum heimilum og samkomulag Kristjáns og Maríu snarbatnar við samvistarslitin. Kristján hefur sveigjanlegan vinnutíma og sér um að koma börnunum í tómstundastarf í mömmuvikum. María er með börnin þegar hann þarf að fara í vinnuferðir til útlanda. Kristján borgar tómstundastarf, skólamáltíðir, skó og yfirhafnir. Börnin eiga að njóta alls hins besta og Kristján er með ágætar tekjur og setur það ekki fyrir sig þótt þessi kostnaður lendi á honum. En þegar liðnir eru 9 mánuðir frá sambúðarslitum ákveður María að slíta samningi um skipta búsetu. Ástæðan sem María gefur fyrir þessari ákvörðun er sú að Kristján hafi umgengnina algjörlega eftir sínu höfði. Kristján mótmælir þessu enda er sannleikurinn sá að þau hafa náð samkomulagi um að börnin séu hjá Maríu 2-3 daga aukalega í mánuði vegna vinnuferða hans til útlanda. María hefur hafnað því að börnin verði þá lengur hjá honum næstu viku á eftir og hann hefur ekki gengið eftir því. Þó svo að Kristján geti sannað að fullt samkomulag hafi verið um þetta fyrirkomulag og að hann hafi séð um akstur í tómstundastarf í mömmuvikum, þá skiptir það engu máli. Samningur um skipta búsetu er ekki úrskurður og María getur rift honum einhliða. Þegar samningi um skipta búsetu er slitið eru börnin skráð með fasta búsetu hjá móður sinni, þar sem hún fer með lögheimilið. Það breytir sem betur fer engu fyrir börnin því þau búa áfram á heimili hans aðra hverja viku. Það breytir þó heilmiklu fyrir Kristján sem í kjölfarið er úrskurðaður til að greiða aukið meðlag með báðum börnunum auk þess sem réttur hans til barnabóta fellur niður. Rökin eru þau að þar sem börnin hafi fasta búsetu hjá móður sinni sé það hún sem sjái fyrir þeim. Kristján þurfi því ekki á barnabótum að halda og eðlilegt að hann greiði sinn hluta af framfærslu barnanna. Jú, auðvitað þarf Kristján eftir sem áður að bjóða þeim upp á viðunandi húsnæði og sjá þeim fyrir fæði og húsnæði þegar þau eru hjá honum. Þegar hann spyr fulltrúa sýslumanns hversvegna sá kostnaður dragist ekki frá meðlögum, fær hann það svar að húsnæðiskostnaður föður og matarinnkaup í pabbavikum, teljist ekki framfærsla barns í skilningi laga. Höfundur er lögmaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun