Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. nóvember 2025 10:36 Ólöf Skaftadóttir og Magnús Ragnarsson eru sögð nýjasta parið í bænum. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar Ólöf Skaftadóttir, annar stjórnanda Komið gott, mætti með Magnús Ragnarsson, leikara og fyrrverandi sjónvarpsstjóra Símans, upp á arminn í brúðkaup í lok síðasta mánaðar. Um var að ræða brúðkaup Elsu Sólar Gunnarsdóttur og Hauks Karlssonar sem giftu sig í dómkirkjunni 25. október síðastliðinn og héldu veislu á Primavera í Marshall-húsinu. Fjöldi góðra gesta mætti í brúðkaupið. Þeirra á meðal var nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson og eiginkona hans, Nadine Guðrún Yaghi, leikkonan Kristín Pétursdóttir var einnnig meðal gesta og spilaði tónlistarmaðurinn Aron Kristinn svo í kirkjunni. Sérstaka athygli vakti að Ólöf Skaftadóttir mætti með Magnús Ragnarsson sem sinn „plús einn“ og virtust þau einkar lukkuleg saman. Sögusagnir hafa gengið um samband þeirra undanfarna mánuði og sambandið greinilega á því stigi að þau mæta óhrædd saman í brúðkaup. Þó nokkur aldursmunur er á parinu, eða kvartöld. Ólöf er 37 ára, fædd 1988 og Magnús er 62 ára, fæddur 1963. En ástin spyr auðvitað ekki um aldur. Fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Ólöf Skaftadóttir hefur verið mikið í umræðunni síðasta rúma árið frá því hún byrjaði með hlaðvarpið Komið gott með vinkonu sinni, Kristínu Gunnarsdóttur. Hlaðvarpið hefur notið mikilla vinsælda og þær verið fengnar á hina ýmsu viðburði síðustu misseri. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir í Komið gott söfnuðu rúmum tveimur milljónum fyrir Hollvini Grensásdeildar.Sebastian Storgaard Ólöf starfar hjá ráðgjafafyrirtækinu Athygli og hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, var eitt sinn ritstjóri Fréttablaðsins og samskiptastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Magnús hefur ekki minni reynslu af fjölmiðlum. Hann sat í framkvæmdastjórn Símans frá 2014 til 2024 og sinnti þar stöðu sjónvarpsstjóra og framkvæmdastjóra miðla. Áður var hann sjónvarpsstjóri Skjásins, dótturfélagi Símans, frá 2004 til 2007. Hjörtur Þór Guðjónsson, fráfarandi formaður TSÍ, og Magnús Ragnarsson, nýr formaður sambandsins.Tennishöllin Magnús sat einnig í stjórn Listaháskóla Íslands frá 2016 til 2024, hefur verið formaður Tennissambands Íslands frá 2023 og bauð sig fram til forseta ÍSÍ en laut í lægra haldi fyrir Willum Þór Þórssyni. Þá er Magnús einnig leikari og sést reglulega í íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann lék til að mynda Séra Jón í Ikíngut (2000), hefur leikið illmennið í myndunum um Algjöran Sveppa, var í stóru hlutverki í fyrstu seríu Ófærðar, Dimmu og Vigdísi. Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira
Um var að ræða brúðkaup Elsu Sólar Gunnarsdóttur og Hauks Karlssonar sem giftu sig í dómkirkjunni 25. október síðastliðinn og héldu veislu á Primavera í Marshall-húsinu. Fjöldi góðra gesta mætti í brúðkaupið. Þeirra á meðal var nýkjörinn varaformaður Miðflokksins, Snorri Másson og eiginkona hans, Nadine Guðrún Yaghi, leikkonan Kristín Pétursdóttir var einnnig meðal gesta og spilaði tónlistarmaðurinn Aron Kristinn svo í kirkjunni. Sérstaka athygli vakti að Ólöf Skaftadóttir mætti með Magnús Ragnarsson sem sinn „plús einn“ og virtust þau einkar lukkuleg saman. Sögusagnir hafa gengið um samband þeirra undanfarna mánuði og sambandið greinilega á því stigi að þau mæta óhrædd saman í brúðkaup. Þó nokkur aldursmunur er á parinu, eða kvartöld. Ólöf er 37 ára, fædd 1988 og Magnús er 62 ára, fæddur 1963. En ástin spyr auðvitað ekki um aldur. Fyrrverandi ritstjóri og fyrrverandi sjónvarpsstjóri Ólöf Skaftadóttir hefur verið mikið í umræðunni síðasta rúma árið frá því hún byrjaði með hlaðvarpið Komið gott með vinkonu sinni, Kristínu Gunnarsdóttur. Hlaðvarpið hefur notið mikilla vinsælda og þær verið fengnar á hina ýmsu viðburði síðustu misseri. Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir í Komið gott söfnuðu rúmum tveimur milljónum fyrir Hollvini Grensásdeildar.Sebastian Storgaard Ólöf starfar hjá ráðgjafafyrirtækinu Athygli og hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, var eitt sinn ritstjóri Fréttablaðsins og samskiptastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Magnús hefur ekki minni reynslu af fjölmiðlum. Hann sat í framkvæmdastjórn Símans frá 2014 til 2024 og sinnti þar stöðu sjónvarpsstjóra og framkvæmdastjóra miðla. Áður var hann sjónvarpsstjóri Skjásins, dótturfélagi Símans, frá 2004 til 2007. Hjörtur Þór Guðjónsson, fráfarandi formaður TSÍ, og Magnús Ragnarsson, nýr formaður sambandsins.Tennishöllin Magnús sat einnig í stjórn Listaháskóla Íslands frá 2016 til 2024, hefur verið formaður Tennissambands Íslands frá 2023 og bauð sig fram til forseta ÍSÍ en laut í lægra haldi fyrir Willum Þór Þórssyni. Þá er Magnús einnig leikari og sést reglulega í íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hann lék til að mynda Séra Jón í Ikíngut (2000), hefur leikið illmennið í myndunum um Algjöran Sveppa, var í stóru hlutverki í fyrstu seríu Ófærðar, Dimmu og Vigdísi.
Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Lífið Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Lífið Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Lífið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Lífið Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Udo Kier er látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Sjá meira