„Það er svo mikil skömm í kringum þetta“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 09:33 Steingrímur Óli byrjaði að þróa með sér spilafíkn árið 2014. Við tók tíu ára barátta, sem endaði með hörmulegum hætti. Samsett Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla. Steingrímur, eða Steini eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp á Eskifirði. Hann æfði fótbolta og skíði þegar hann var ungur drengur en þegar hann var tíu ára gamall varð hann fyrir stóru áfalli. „Hann lenti í hrikalegu slysi, þegar hann var úti að smíða bát með vini sínum. Hann lenti sem sagt í því að trénál úr trékubbi stakkst í augað á honum og það endaði á því að hann þurfti að fá gerviauga. Þetta var fyrsta stóra áfallið sem hann gekk í gegnum en þetta háði honum samt óvenju lítið í gegnum árin. Hann fór í heimsókn í leikskólann hérna á sínum tíma og sýndi krökkunum augað og brýndi fyrir þeim að nota öryggisgleraugu,“ segir Hulda Fossberg Óladóttir, móðir Steina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Hulda, Andrés Steingrímsson, faðir Steina og Hjördís systir hans lýsa Steina sem hjálpsömum og greiðviknum pilti sem mátti ekkert aumt sjá. Þegar hann varð eldri lærði hann smíði og svo var hann líka sjómaður. Hann eignaðist tvær dætur með fyrrum sambýliskonu sinni og naut sín í föðurhlutverkinu. Mæðginin Steini og Hulda á góðri stundu.Aðsend „Ef einhver átti bágt þá var hann alltaf sá fyrsti sem bauð fram hjálpina. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öllum. Sá eini sem hann gat ekki hjálpað var hann sjálfur; hann var sjálfum sér verstur,“ segir Hulda. „Það vissu allir hver Steini var. Hann var rosalega stór karakter. Hann var bara rosalega fallegur bæði að innan og utan. Hann var besti pabbi í heimi og elskaði að brasa með stelpunum sínum tveimur. Þegar þær voru hjá honum var endalaus dagskrá, hann rúntaði með þær upp á fjall og út í sveit og út um allt. Öll börnin í stórfjölskyldunni dýrkuðu hann, hann var uppáhaldsfrændinn,“ bætir Hjördís við. Fór hratt niður á við Að sögn fjölskyldunnar var það í kringum árið 2014 að Steini byrjaði að stunda fjárhættuspil á netinu og fór að sækja í hinar og þessar síður sem bjóða upp á spilakassaleiki, veðmál og póker. Leiðin lá hratt niður á við. „Við fórum svo að taka eftir því að hann var farinn að selja mikið af dótinu sínu, húsgögn og dýra hluti sem hann átti, eins og riffilinn sinn og haglabyssuna sína. Hann seldi þetta allt saman,“ segir Hulda. Á þessum tíma sótti Steini sjóinn á frystitogara, ýmist sem háseti eða kokkur, auk þess sem hann var lærður smiður. Hann var að sögn fjölskyldunnar hörkuduglegur og atorkusamur og hafði rífandi tekjur – sem fóru allar í að fjármagna spilamennskuna. Nokkrar milljónir eftir loðnuvertíð voru horfnar á örfáum vikum. „Á sama tíma var hann stöðugt að betla pening og biðja um lán hér og þar. Honum vantaði alltaf pening fyrir hinu og þessu,“ segir Hulda. Steini var mikill fjölskyldumaður og var einstaklega náinn dætrum sínum tveimur.Aðsend „Svo var þetta bara komið á þann stað að hann gat ekkert falið þetta. Þetta fór algjörlega úr böndunum og hann réð ekkert við þetta lengur. Hann var bara búinn að breytast í einhvers konar þræl. Þessi fíkn er þannig að það breytir engu hvort þú vinnur eða tapar; ef þú tapar milljón þá ferðu aftur að spila til að vinna milljónina til baka, ef þú vinnur milljón, þá viltu meira. Þú ert algjörlega fastur í þessum vítahring,“ segir Andrés. Hann rifjar upp eitt skipti árið 2017 eða 2018, þegar fjölskyldan var stödd úti á Tenerife og Steini kom eitt kvöldið akandi á glæsilegum Benz-blæjubíl sem hann hafði tekið á leigu-eftir að hafa að eigin sögn grætt 900 hundruð þúsund krónur inni á einhverri af veðmálasíðunum. „Þetta gaf honum einhverja svona augnabliksgleði að leigja bílinn, og þarna tilkynnti hann að núna væri hann hættur þessu. En hann hætti auðvitað ekki og líklega var restin af þessari upphæð farin seinna um nóttina.“ Steini þróaði einnig með sér kókaínfíkn, sem fjölskyldan telur vera beina afleiðingu af spilafíkninni. „Spilafíknin kallaði á kókaín og kókaínið kallaði á spil,“ segir Hulda. Eftir því sem fíknin ágerðist og ástandið versnaði sökk Steini ofan í djúpt þunglyndi að sögn fjölskyldunnar. Steini var að sögn fjölskyldunnar atorkusamur, kraftmikill og duglegur - áður en spilafíknin tók völdin.Aðsend „Steini hafði áður verið þessi týpa sem var svo óendanlega hress og glaður og skemmtilegur, alltaf að gera eitthvað og var alltaf til í allt. Þar sem Steini var, þar var alltaf gaman. Það var bara hrikalegt að horfa upp á þennan mann hverfa og verða að engu. Hann breyttist í mann sem vildi bara liggja inni í herbergi allan daginn og ekki koma út,“ segir Hjördís. Sá enga leið út Seinustu þrjú árin voru þau allra verstu að sögn fjölskyldunnar. Steini fór í meðferð á Vog og inn á Vík. „Það eina sem það gerði fyrir hann var að hann hætti að drekka áfengi, en það hjálpaði honum ekkert með spilavandann. Það eina sem bauðst var helgarnámskeið við spilafíkn. Ég man að hann sagði mér frá manni sem var með honum á þessu námskeiði, sá maður hafði fengið arf upp á tólf milljónir, og sá peningur fór allur í að fjármagna spilafíknina. Steini var síðan ekki lengi að ná honum,“ segir Hulda. „Ef það hefði verið til einhvers konar langtímameðferð við spilafíkn þá hefði hann farið,“ segir Andrés. „Það er ömurlegt að þú sért að reyna að hjálpa einhverjum sem þú elskar og vilt gera allt fyrir hann en það eru engin úrræði,“ segir Hjördís. „Á einum tímapunkti var hann tilbúinn, hann vildi fá aðstoð og hann vildi fara inn á geðdeild til að fá hjálp. Þetta var á seinasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sagðist vilja fara og fá hjálp, strax. Hann vildi enda líf sitt þarna. Hann var búinn að spila öllu frá sér og hann sá enga leið út. En þegar við reyndum að koma honum inn á geðdeild, þá var ekki pláss. Okkur var sagt að hafa aftur samband eftir helgi. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Ef manneskja sem er við það að fá hjartaáfall leitar á bráðamóttöku, myndi þá vera sagt við hana: „Komdu aftur eftir helgi?“ spyr Hulda. Það var ekkert sem greip hann þegar hann þurfti sárlega á því að halda. Það var ekki hægt að gera neitt fyrir hann – ekki fyrr en það var orðið of seint. „Við vorum alltaf að vona að hann myndi ná sér, að eitthvað myndi gerast, en málið er bara að þessi fíkn er sterkari en allt,“ segir Hjördís. Fjölskyldan segir ljóst að Steini hafi fyrir löngu verið búinn að játa sig sigraðan á sjúkdómnum, löngu áður en hann dó. „Hann var búinn að plana eigin jarðarför. Hann var búinn að ákveða hvernig jarðarförin hans ætti að vera,“ segir Andrés. „Hann var í raun búinn að búa okkur rosalega vel undir þetta, af því honum var svo annt um okkur. Hann var búinn að margsegja okkur áður að hann gæti ekki lifað svona lengur, en það gæti enginn hjálpað honum,“ bætir Hulda við. „Honum leið náttúrulega svo svakalega illa yfir því að fara svona með okkur. Það lá svo þungt á honum að hafa komið svona fram við okkur. Eitt lagið sem hann vildi að yrði spilað í jarðarförinni hans var Leiðin okkar allra með Hjálmum. Ástæðan var sú að lagið fjallar um mann sem á margra greiða að gjalda.“ Eins og fjórða stigs krabbamein Þann 19. september á síðasta ári tilkynnti Steini að hann væri á leið í veiðitúr með skipsfélögum sínum. Það var ekkert nýtt, þar sem hann var oft búinn að fara á gæs og rjúpu og var þaulvanur veiðimaður. „Hann hafði verið á sjónum dagana á undan og kom í land kvöldið áður og hringdi í mömmu. Hann kom síðan og fékk byssu hjá pabba þennan dag því hann ætlaði að fara að veiða,“ segir Hjördís. „Hann hringdi í mig þennan dag til að segja mér að hann væri að fara að veiða. Pabbi hans var hjá mér þegar hann hringdi. Steini sagði við mig í símann: „ Ég ætla bara að segja þér mamma að ég elska þig.“ Mér fannst þetta eitthvað skrítið og ég hringdi aftur í hann og spurði hvort það væri ekki allt í lagi. „Jú, það er allt í góðu með mig. Við erum bara að fara að veiða.“ Svo kvaddi ég hann bara. Svo komum við hérna heim,“rifjar Hulda upp. Kirkjan á Eskifirði var full út úr dyrum þegar Steini var borinn til grafar.Aðsend Steini átti ekki eftir að snúa heim úr umræddum veiðitúr. Hann skildi eftir sig mjög langt og fallegt kveðjubréf. „Í bréfinu bað hann okkur að líta á þennan sjúkdóm sem hann var með eins og krabbamein, fjórða stigs krabbamein, og að það væri best ef hann fengi að fara. Þannig leit hann á það,“ segir Hjördís. Gífurleg skömm og leynd Fjölskyldan gagnrýnir fyrst og fremst að hér á landi sé ekki í boði sérhæfð meðferð fyrir langt leidda spilafíkla. „Það þarf að vera boðið upp á lokað úrræði og það þarf gífurlega mikla eftirfylgni, það er það eina sem dugir,“ segir Andrés. „Við myndum vilja sjá að þessir einstaklingar sem eru tilbúnir að þiggja hjálp séu gripnir þegar þeir þurfa þess. Það er mín heitasta ósk. Það er sárt að hugsa til þess að hugsanlega hefði verið hægt að bjarga Steina ef hann hefði fengið hjálpina í tæka tíð,“ bætir Hulda við. Að sögn Huldu hefur fólk leitað til þeirra í kjölfar andláts Steina, einstaklingar sem glíma við spilafíkn - og aðstandendur sem eru í öngum sínum. „Núna veit ég um minnst fjóra sem eru í þessum sömu sporum og það er bara enga hjálp að fá, maður veit ekkert hvert maður getur beint fólki,“ segir hún. „Það eina sem við getum í raun bent fólki á er að vera til staðar fyrir þann veika. Það er það eina sem er hægt að gera,“ segir Andrés. Hulda rifjar upp bréf sem hún fékk frá miðaldra verðbréfasala, manni á framabraut með háar tekjur, sem varð spilafíkn að bráð. „Spilafíknin spyr ekki um stétt eða stöðu, ég laug og stal, tók endalausa sénsa og gat ekki stoppað,“ ritaði maðurinn í bréfinu. „Þessi fíkn fer ekki í manngreinarálit. Ef þessi fíkn nær að læsa klónum sínum í þig þá er þetta bara búið,“ segir Andrés jafnframt en hann hefur sent póst á nokkra þingmenn og ýtt eftir viðbrögðum hvað varðar úrræði fyrir spilafíkla hér á landi en fengið heldur dræm viðbrögð. „Þeir vilja bara fá skattpening. Maður spyr sig hvernig þetta væri ef þetta ágæta fólk væri sjálft í þessum aðstæðum, eða ætti aðstandendur sem væru að glíma við þetta. Þá væri staðan sjálfsagt önnur. Hvað þarf að gerast til að þeir opni augun? Þessi sjúkdómur er svo hræðilegur því hann leggst á heilu fjölskyldurnar. Það er ekki nóg með það að það sé fíkillinn sem klárar allt, hann er að fá lánað og biðja og betla hjá öllum í kringum sig; þetta hefur áhrif á svo miklu fleiri en bara þennan eina einstakling.“ „Það er svo mikil skömm í kringum þetta, fólk er feimið við að tala um þetta og það er eins og þetta sé alltaf þaggað niður einhvern veginn,“ segir Hulda. „Við viljum vera opin með þetta. Það er ekkert að fela eða skammast sín fyrir,“ bætir Andrés við. Fíkn Geðheilbrigði Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Steingrímur, eða Steini eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp á Eskifirði. Hann æfði fótbolta og skíði þegar hann var ungur drengur en þegar hann var tíu ára gamall varð hann fyrir stóru áfalli. „Hann lenti í hrikalegu slysi, þegar hann var úti að smíða bát með vini sínum. Hann lenti sem sagt í því að trénál úr trékubbi stakkst í augað á honum og það endaði á því að hann þurfti að fá gerviauga. Þetta var fyrsta stóra áfallið sem hann gekk í gegnum en þetta háði honum samt óvenju lítið í gegnum árin. Hann fór í heimsókn í leikskólann hérna á sínum tíma og sýndi krökkunum augað og brýndi fyrir þeim að nota öryggisgleraugu,“ segir Hulda Fossberg Óladóttir, móðir Steina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Hulda, Andrés Steingrímsson, faðir Steina og Hjördís systir hans lýsa Steina sem hjálpsömum og greiðviknum pilti sem mátti ekkert aumt sjá. Þegar hann varð eldri lærði hann smíði og svo var hann líka sjómaður. Hann eignaðist tvær dætur með fyrrum sambýliskonu sinni og naut sín í föðurhlutverkinu. Mæðginin Steini og Hulda á góðri stundu.Aðsend „Ef einhver átti bágt þá var hann alltaf sá fyrsti sem bauð fram hjálpina. Hann var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa öllum. Sá eini sem hann gat ekki hjálpað var hann sjálfur; hann var sjálfum sér verstur,“ segir Hulda. „Það vissu allir hver Steini var. Hann var rosalega stór karakter. Hann var bara rosalega fallegur bæði að innan og utan. Hann var besti pabbi í heimi og elskaði að brasa með stelpunum sínum tveimur. Þegar þær voru hjá honum var endalaus dagskrá, hann rúntaði með þær upp á fjall og út í sveit og út um allt. Öll börnin í stórfjölskyldunni dýrkuðu hann, hann var uppáhaldsfrændinn,“ bætir Hjördís við. Fór hratt niður á við Að sögn fjölskyldunnar var það í kringum árið 2014 að Steini byrjaði að stunda fjárhættuspil á netinu og fór að sækja í hinar og þessar síður sem bjóða upp á spilakassaleiki, veðmál og póker. Leiðin lá hratt niður á við. „Við fórum svo að taka eftir því að hann var farinn að selja mikið af dótinu sínu, húsgögn og dýra hluti sem hann átti, eins og riffilinn sinn og haglabyssuna sína. Hann seldi þetta allt saman,“ segir Hulda. Á þessum tíma sótti Steini sjóinn á frystitogara, ýmist sem háseti eða kokkur, auk þess sem hann var lærður smiður. Hann var að sögn fjölskyldunnar hörkuduglegur og atorkusamur og hafði rífandi tekjur – sem fóru allar í að fjármagna spilamennskuna. Nokkrar milljónir eftir loðnuvertíð voru horfnar á örfáum vikum. „Á sama tíma var hann stöðugt að betla pening og biðja um lán hér og þar. Honum vantaði alltaf pening fyrir hinu og þessu,“ segir Hulda. Steini var mikill fjölskyldumaður og var einstaklega náinn dætrum sínum tveimur.Aðsend „Svo var þetta bara komið á þann stað að hann gat ekkert falið þetta. Þetta fór algjörlega úr böndunum og hann réð ekkert við þetta lengur. Hann var bara búinn að breytast í einhvers konar þræl. Þessi fíkn er þannig að það breytir engu hvort þú vinnur eða tapar; ef þú tapar milljón þá ferðu aftur að spila til að vinna milljónina til baka, ef þú vinnur milljón, þá viltu meira. Þú ert algjörlega fastur í þessum vítahring,“ segir Andrés. Hann rifjar upp eitt skipti árið 2017 eða 2018, þegar fjölskyldan var stödd úti á Tenerife og Steini kom eitt kvöldið akandi á glæsilegum Benz-blæjubíl sem hann hafði tekið á leigu-eftir að hafa að eigin sögn grætt 900 hundruð þúsund krónur inni á einhverri af veðmálasíðunum. „Þetta gaf honum einhverja svona augnabliksgleði að leigja bílinn, og þarna tilkynnti hann að núna væri hann hættur þessu. En hann hætti auðvitað ekki og líklega var restin af þessari upphæð farin seinna um nóttina.“ Steini þróaði einnig með sér kókaínfíkn, sem fjölskyldan telur vera beina afleiðingu af spilafíkninni. „Spilafíknin kallaði á kókaín og kókaínið kallaði á spil,“ segir Hulda. Eftir því sem fíknin ágerðist og ástandið versnaði sökk Steini ofan í djúpt þunglyndi að sögn fjölskyldunnar. Steini var að sögn fjölskyldunnar atorkusamur, kraftmikill og duglegur - áður en spilafíknin tók völdin.Aðsend „Steini hafði áður verið þessi týpa sem var svo óendanlega hress og glaður og skemmtilegur, alltaf að gera eitthvað og var alltaf til í allt. Þar sem Steini var, þar var alltaf gaman. Það var bara hrikalegt að horfa upp á þennan mann hverfa og verða að engu. Hann breyttist í mann sem vildi bara liggja inni í herbergi allan daginn og ekki koma út,“ segir Hjördís. Sá enga leið út Seinustu þrjú árin voru þau allra verstu að sögn fjölskyldunnar. Steini fór í meðferð á Vog og inn á Vík. „Það eina sem það gerði fyrir hann var að hann hætti að drekka áfengi, en það hjálpaði honum ekkert með spilavandann. Það eina sem bauðst var helgarnámskeið við spilafíkn. Ég man að hann sagði mér frá manni sem var með honum á þessu námskeiði, sá maður hafði fengið arf upp á tólf milljónir, og sá peningur fór allur í að fjármagna spilafíknina. Steini var síðan ekki lengi að ná honum,“ segir Hulda. „Ef það hefði verið til einhvers konar langtímameðferð við spilafíkn þá hefði hann farið,“ segir Andrés. „Það er ömurlegt að þú sért að reyna að hjálpa einhverjum sem þú elskar og vilt gera allt fyrir hann en það eru engin úrræði,“ segir Hjördís. „Á einum tímapunkti var hann tilbúinn, hann vildi fá aðstoð og hann vildi fara inn á geðdeild til að fá hjálp. Þetta var á seinasta ári. Þetta var í fyrsta skipti sem hann sagðist vilja fara og fá hjálp, strax. Hann vildi enda líf sitt þarna. Hann var búinn að spila öllu frá sér og hann sá enga leið út. En þegar við reyndum að koma honum inn á geðdeild, þá var ekki pláss. Okkur var sagt að hafa aftur samband eftir helgi. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. Ef manneskja sem er við það að fá hjartaáfall leitar á bráðamóttöku, myndi þá vera sagt við hana: „Komdu aftur eftir helgi?“ spyr Hulda. Það var ekkert sem greip hann þegar hann þurfti sárlega á því að halda. Það var ekki hægt að gera neitt fyrir hann – ekki fyrr en það var orðið of seint. „Við vorum alltaf að vona að hann myndi ná sér, að eitthvað myndi gerast, en málið er bara að þessi fíkn er sterkari en allt,“ segir Hjördís. Fjölskyldan segir ljóst að Steini hafi fyrir löngu verið búinn að játa sig sigraðan á sjúkdómnum, löngu áður en hann dó. „Hann var búinn að plana eigin jarðarför. Hann var búinn að ákveða hvernig jarðarförin hans ætti að vera,“ segir Andrés. „Hann var í raun búinn að búa okkur rosalega vel undir þetta, af því honum var svo annt um okkur. Hann var búinn að margsegja okkur áður að hann gæti ekki lifað svona lengur, en það gæti enginn hjálpað honum,“ bætir Hulda við. „Honum leið náttúrulega svo svakalega illa yfir því að fara svona með okkur. Það lá svo þungt á honum að hafa komið svona fram við okkur. Eitt lagið sem hann vildi að yrði spilað í jarðarförinni hans var Leiðin okkar allra með Hjálmum. Ástæðan var sú að lagið fjallar um mann sem á margra greiða að gjalda.“ Eins og fjórða stigs krabbamein Þann 19. september á síðasta ári tilkynnti Steini að hann væri á leið í veiðitúr með skipsfélögum sínum. Það var ekkert nýtt, þar sem hann var oft búinn að fara á gæs og rjúpu og var þaulvanur veiðimaður. „Hann hafði verið á sjónum dagana á undan og kom í land kvöldið áður og hringdi í mömmu. Hann kom síðan og fékk byssu hjá pabba þennan dag því hann ætlaði að fara að veiða,“ segir Hjördís. „Hann hringdi í mig þennan dag til að segja mér að hann væri að fara að veiða. Pabbi hans var hjá mér þegar hann hringdi. Steini sagði við mig í símann: „ Ég ætla bara að segja þér mamma að ég elska þig.“ Mér fannst þetta eitthvað skrítið og ég hringdi aftur í hann og spurði hvort það væri ekki allt í lagi. „Jú, það er allt í góðu með mig. Við erum bara að fara að veiða.“ Svo kvaddi ég hann bara. Svo komum við hérna heim,“rifjar Hulda upp. Kirkjan á Eskifirði var full út úr dyrum þegar Steini var borinn til grafar.Aðsend Steini átti ekki eftir að snúa heim úr umræddum veiðitúr. Hann skildi eftir sig mjög langt og fallegt kveðjubréf. „Í bréfinu bað hann okkur að líta á þennan sjúkdóm sem hann var með eins og krabbamein, fjórða stigs krabbamein, og að það væri best ef hann fengi að fara. Þannig leit hann á það,“ segir Hjördís. Gífurleg skömm og leynd Fjölskyldan gagnrýnir fyrst og fremst að hér á landi sé ekki í boði sérhæfð meðferð fyrir langt leidda spilafíkla. „Það þarf að vera boðið upp á lokað úrræði og það þarf gífurlega mikla eftirfylgni, það er það eina sem dugir,“ segir Andrés. „Við myndum vilja sjá að þessir einstaklingar sem eru tilbúnir að þiggja hjálp séu gripnir þegar þeir þurfa þess. Það er mín heitasta ósk. Það er sárt að hugsa til þess að hugsanlega hefði verið hægt að bjarga Steina ef hann hefði fengið hjálpina í tæka tíð,“ bætir Hulda við. Að sögn Huldu hefur fólk leitað til þeirra í kjölfar andláts Steina, einstaklingar sem glíma við spilafíkn - og aðstandendur sem eru í öngum sínum. „Núna veit ég um minnst fjóra sem eru í þessum sömu sporum og það er bara enga hjálp að fá, maður veit ekkert hvert maður getur beint fólki,“ segir hún. „Það eina sem við getum í raun bent fólki á er að vera til staðar fyrir þann veika. Það er það eina sem er hægt að gera,“ segir Andrés. Hulda rifjar upp bréf sem hún fékk frá miðaldra verðbréfasala, manni á framabraut með háar tekjur, sem varð spilafíkn að bráð. „Spilafíknin spyr ekki um stétt eða stöðu, ég laug og stal, tók endalausa sénsa og gat ekki stoppað,“ ritaði maðurinn í bréfinu. „Þessi fíkn fer ekki í manngreinarálit. Ef þessi fíkn nær að læsa klónum sínum í þig þá er þetta bara búið,“ segir Andrés jafnframt en hann hefur sent póst á nokkra þingmenn og ýtt eftir viðbrögðum hvað varðar úrræði fyrir spilafíkla hér á landi en fengið heldur dræm viðbrögð. „Þeir vilja bara fá skattpening. Maður spyr sig hvernig þetta væri ef þetta ágæta fólk væri sjálft í þessum aðstæðum, eða ætti aðstandendur sem væru að glíma við þetta. Þá væri staðan sjálfsagt önnur. Hvað þarf að gerast til að þeir opni augun? Þessi sjúkdómur er svo hræðilegur því hann leggst á heilu fjölskyldurnar. Það er ekki nóg með það að það sé fíkillinn sem klárar allt, hann er að fá lánað og biðja og betla hjá öllum í kringum sig; þetta hefur áhrif á svo miklu fleiri en bara þennan eina einstakling.“ „Það er svo mikil skömm í kringum þetta, fólk er feimið við að tala um þetta og það er eins og þetta sé alltaf þaggað niður einhvern veginn,“ segir Hulda. „Við viljum vera opin með þetta. Það er ekkert að fela eða skammast sín fyrir,“ bætir Andrés við.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Fíkn Geðheilbrigði Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira