Innlent

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi.
Lögregla við eftirlit á Ingólfstorgi. Vísir/KTD

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Þetta er meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt sem tíunduð eru í dagbók.

Lögregla sinnti ýmsum verkefnum tengdum sölu eða dreifingu fíkniefna, og akstri undir áhrifum.

Tilkynnt var um þjófnað á bakpoka í miðbænum og er málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um særðan fugl í anddyri, og gerði lögregla viðeigandi ráðstafanir.

Einn var handtekinn vegna gruns um líkamsárás og var hann vistaður í fangaklefa vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×