Bíó og sjónvarp

Náðu höndum yfir fæðingar­vott­orðið og ljóstruðu upp um fæðinguna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Alba Baptista og Chris Evans á Óskarsverðlaununum í vor. Þau eru nú orðin foreldrar.
Alba Baptista og Chris Evans á Óskarsverðlaununum í vor. Þau eru nú orðin foreldrar. Getty

Bandaríski leikarinn Chris Evans, þekktastur fyrir að leika ofurhetjuna Kaftein Ameríku, og eiginkona hans, portúgalska leikkonan Alba Baptista, eru orðnir foreldrar. Þau hafa reynt að halda sambandi sínu utan sviðsljóssins en fjölmiðlum áskotnaðist fæðingarvottorð nýfæddrar stúlkunnar.

Dægurmiðillinn TMZ greindi fyrst frá fregnunum eftir að hafa haft upp á fæðingarvottorði stúlkunnar Alma Grace Baptista Evans sem fæddist föstudaginn 24. október í Massachussets.

Alba og Chris vilja ekki básúna persónulegu lífi sínu.Getty

Lítið hefur farið fyrir sambandi Evans, sem er 44 ára, og hinni 28 ára Baptista en þau kynntust fyrst í Evrópu árið 2021. Fyrstu fregnir af sambandinu bárust svo í byrjun árs 2022.

Eftir um tveggja ára samband giftu þau sig við hátíðlega athöfn í Cape Cod í Massachusetts 9. september 2023.

Sögusagnir um óléttuna hafa gengið frá því í sumar þegar aðdáendasíða fyrir parið birti Instagram-færslu á feðradaginn og taggaði feður þeirra Ölbu og Chris í færslunni. 

Luiz Baptista, faðir Ölbu, gerði sér ekki grein fyrir því að um óopinbera aðdáendasíðu væri að ræða og skrifaði: „Kærar þakkir elsku Chris. Þinn tími er að koma! 🥰“

Hvorki Evans né Baptista hafa tjáð sig opinberlega um fregnirnar.


Tengdar fréttir

Þetta er kyn­þokka­fyllsti maður í heimi

Leikarinn Chris Evans er kynþokkafyllsti núlifandi karlmaður heims, samkvæmt bandaríska tímaritinu People. Tímaritið veitir þennan áhugaverða titil á hverju ári og tekur Evans við keflinu af leikaranum Paul Rudd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.