Sjóðheitt fyrir snjóstorm Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 28. október 2025 15:02 Fjölbreyttar og ansi heitar hugmyndir fyrir vetrartískuna. SAMSETT Léttu jakkarnir og opnu skórnir kveðja okkur í bili og þyngri yfirhafnir, úlpur, kuldaskór og fleira skemmtilegt tekur okkur opnum örmum. Vetur konungur er mættur og við höfum ekkert um það að segja. Eins og með aðrar árstíðir eru ákveðin skemmtileg trend sem fylgja vetrinum og gera hann jafnvel betri þar sem þau einkennast af góðum skófatnaði og hlýjum flíkum. Hér verður farið yfir nokkrar sjóðheitar hugmyndir sem halda á okkur hita í snjóstormum og veðurviðvörunum. Tunglstígvél Já tunglstígvél, betur þekkt sem Moonboots, áttu rosalega endurkomu árið 2023 og eru enn að trenda enda eru þau ekkert smá þægileg í snjókomu og slyddu. Þar að auki koma þau gjarnan í skemmtilegum litum og lífga upp á skammdegið. Moonboots fást meðal annars hjá NTC og í Andrá Reykjavík og kosta frá 22 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Andrá Reykjavík (@andrareykjavik) Snjógallar Snjógallar geta sannarlega verið gelló eins og tískusnillingarnir hjá Goldberg vita manna best. Þeir sérhæfa sig í aðsniðnum, pæjulegum og oft litríkum snjógöllum. Verslunin Hjá Hrafnhildi er meðal söluaðila og gallarnir kosta frá 142 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Goldbergh (@goldbergh) Pæjuúlpur Það vantar ekki úrval af úlpum á Íslandi og úrval litríkra og skemmtilegra úlpna er gríðarlega mikið. Má þar meðal annars nefna glænýja línu 66 norður sem breski rapparinn Nemzzz rokkaði í tónlistarmyndbandi. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) IceWear er sömuleiðis óhrædd við litadýrðina. View this post on Instagram A post shared by Icewear Magasín (@icewearmagasin) Peysur Hlýjar peysur, smart föðurland, treflar og huggulegheit eru nauðsynleg í kuldanum. Samstarfslína 66 norður og Charlie Constantinou er extra pæjuleg með innbyggðri lambúshettu. Kasmír ullarpeysurnar hjá Lindex eru hlýjar, mjúkar og sætar. Tískudrottningin Hildur Yeoman hannar ekki bara pæjukjóla og pæjusett heldur líka pæju hettupeysur og kósígalla! View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Húfur Loðhúfur eru bæði klæðilegar og halda góðum hita. Feldur á Snorrabraut 56 þekkir þetta og býður upp á fjölbreytt úrval loðhöfuðfata. View this post on Instagram A post shared by Feldur Verkstæði (@feldurverk) Sömuleiðis má finna úrval af loðhúfum í Rammagerðinni, hjá Eggerti Feldskera og víðar. Lambúshettur Lambúshettur eru æðislegar sem undirlag og einar og sér frekar smart, hylja eyrun til dæmis vel sem er einstaklega heppilegt fyrir viðkvæma. Íslenska hönnunarfyrirtækið As We Grow sérhæfir sig í fallegum ullarvörum og eru þar á meðal með sína sívinsælu ullarhettu sem er eins og extra smart útgáfa af lambúshettunni. Hún kostar 21.990 krónur og fæst í alls kyns litum. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow) Tíska og hönnun Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira
Eins og með aðrar árstíðir eru ákveðin skemmtileg trend sem fylgja vetrinum og gera hann jafnvel betri þar sem þau einkennast af góðum skófatnaði og hlýjum flíkum. Hér verður farið yfir nokkrar sjóðheitar hugmyndir sem halda á okkur hita í snjóstormum og veðurviðvörunum. Tunglstígvél Já tunglstígvél, betur þekkt sem Moonboots, áttu rosalega endurkomu árið 2023 og eru enn að trenda enda eru þau ekkert smá þægileg í snjókomu og slyddu. Þar að auki koma þau gjarnan í skemmtilegum litum og lífga upp á skammdegið. Moonboots fást meðal annars hjá NTC og í Andrá Reykjavík og kosta frá 22 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Andrá Reykjavík (@andrareykjavik) Snjógallar Snjógallar geta sannarlega verið gelló eins og tískusnillingarnir hjá Goldberg vita manna best. Þeir sérhæfa sig í aðsniðnum, pæjulegum og oft litríkum snjógöllum. Verslunin Hjá Hrafnhildi er meðal söluaðila og gallarnir kosta frá 142 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Goldbergh (@goldbergh) Pæjuúlpur Það vantar ekki úrval af úlpum á Íslandi og úrval litríkra og skemmtilegra úlpna er gríðarlega mikið. Má þar meðal annars nefna glænýja línu 66 norður sem breski rapparinn Nemzzz rokkaði í tónlistarmyndbandi. View this post on Instagram A post shared by 66°North (@66north) IceWear er sömuleiðis óhrædd við litadýrðina. View this post on Instagram A post shared by Icewear Magasín (@icewearmagasin) Peysur Hlýjar peysur, smart föðurland, treflar og huggulegheit eru nauðsynleg í kuldanum. Samstarfslína 66 norður og Charlie Constantinou er extra pæjuleg með innbyggðri lambúshettu. Kasmír ullarpeysurnar hjá Lindex eru hlýjar, mjúkar og sætar. Tískudrottningin Hildur Yeoman hannar ekki bara pæjukjóla og pæjusett heldur líka pæju hettupeysur og kósígalla! View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Húfur Loðhúfur eru bæði klæðilegar og halda góðum hita. Feldur á Snorrabraut 56 þekkir þetta og býður upp á fjölbreytt úrval loðhöfuðfata. View this post on Instagram A post shared by Feldur Verkstæði (@feldurverk) Sömuleiðis má finna úrval af loðhúfum í Rammagerðinni, hjá Eggerti Feldskera og víðar. Lambúshettur Lambúshettur eru æðislegar sem undirlag og einar og sér frekar smart, hylja eyrun til dæmis vel sem er einstaklega heppilegt fyrir viðkvæma. Íslenska hönnunarfyrirtækið As We Grow sérhæfir sig í fallegum ullarvörum og eru þar á meðal með sína sívinsælu ullarhettu sem er eins og extra smart útgáfa af lambúshettunni. Hún kostar 21.990 krónur og fæst í alls kyns litum. View this post on Instagram A post shared by AS WE GROW (@aswegrow)
Tíska og hönnun Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Sjá meira