„Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. október 2025 10:06 Janus Bragi leikstýrir Paradís amatörsins en Tinna Ottesen, eiginkona hans, er framleiðandi myndarinnar. Janus Bragi Jakobsson uppgötvaði í netgrúski fyrir mörgum árum fjóra menn sem höfðu deilt lífi sínu í miklum mæli á Youtube og úr varð heimildarmyndin Paradís Amatörsins. Sjálfur er Janus nýfluttur með fjölskyldu sína á Þingeyri og undirbýr sig undir langan vetur. Paradís Amatörsins var frumsýnd í Bíó Paradís síðustu helgi en myndin hlaut Dómnefndarverðlaunin á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í sumar. Myndin fjallar um fjóra menn: aríusyngjandi leigubílstjóra, einstæðing í leit að tengslum, áhrifavald og forstjóra á eftirlaunum. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa skrásett líf sitt rækilega á Youtube-rásum sínum. Blaðamaður ræddi við leikstjórann Janus Braga Jakobsson um aðdragandann að gerð myndarinnar, heimamyndbönd á Youtube og flutning fjölskyldunnar á Þingeyri. „Þegar maður eyðileggur gott móment til að ná mynd“ „Alveg frá því ég var lítill hafði afi minn alltaf myndað fjölskylduna við matarborðið þegar það voru jól eða gamlársdagur. Loksins þegar maturinn var kominn á borð fór hann og náði í þrífót, setti myndavélina á timer og hljóp svo fram og til baka. Síðan fór pabbi minn að gera þetta og ég sjálfur. Þegar maður eyðileggur gott móment til að ná mynd finnst mér mjög áhugavert,“ segir Janus um kveikjuna að myndinni. Janus Bragi með öðrum syni sínum á góðri stundu í lautarferð. „Youtube er síðan orðin geymsla fyrir allar þessar minningar okkar. Í staðinn fyrir að vera með myndaalbúm uppi við hefur fólk farið að vera með þessa hluti á Youtube eða samfélagsmiðlum. Svo er þetta þar og enginn veit af þessu nema fjölskyldurnar eða eigendurnir sjálfir.“ En hvernig rambaði Janus á þessa fjóra menn? Hann rekur það tíu ár aftur í tímann þegar hann bjó í Belgíu þar sem eiginkona hans var í námi. Janus hafði lítið fyrir stafni og fór þá að leita að íslenskum heimamyndböndum. „Þetta eru giftingar og jarðarfarir, afmæli og þorrablót, hversdagur og hátíðarstundir til skiptis. Mér fannst svo áhugavert að maður sæi inn í þjóðarsálina og það sem við ættum sameiginlegt en líka inn í líf ákveðinna manneskja, þar á meðal þessara fjögurra í myndinni,“ segir Janus. Heimamyndbönd, óperusöngur og leit að tengslum „Mér fannst við verða svo mikils vísari og sjá heilu ævirnar inni á Youtube fyrir allra augum fyrir þá sem gætu lagt sig í að horfa á þetta,“ segir hann um myndefnið. KR-ingurinn Guðfinnur með eiginkonu sinni. Mennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að hafa fundið sér stað til að koma sér og sínu á framfæri. Þeir voru sömuleiðis mjög opnir fyrir því að Janus notaði myndefnið fyrir heimildarmyndina. „Sá elsti, Guðfinnur, er áttræður og hefur myndað alveg frá því fyrir 1980 og það myndefni var bara hugsað fyrir hann,“ segir Janus um Guðfinn R. Kjartansson, sem er fjölskyldumaður á níræðisaldri, KR-ingur í húð og hár og rak Nesti í fjölda ára. Óperusöngvari þenur raddböndin. „Kári óperusöngvari er að mynda sjálfan sig heima hjá sér í holinu í Hafnarfirði og er að fá útrás fyrir eitthvað svona kreatívítet. Sævar Örn, sem er á mínum aldri, er að leita að ástinni og tengslum við annað fólk og fer þá að sýna frá lífi sínu,“ segir Janus. „Sá yngsti, Karl Emil, náði tökum á að búa til þætti um sjálfan sig. Þetta voru þættir sem einhverjir vissu af og ég er ekki viss um að þetta efni hefði getað átt heima einhvers staðar annars staðar en á Youtube.“ Áhrifavaldur stillir sér upp. „Hvað er það sem skiptir þig öllu máli?“ Janus setti sig í samband við mennina fjóra fyrir öllum þessum árum og spurði þá hvort hann mætti nota myndefnið. „Þeim fannst það sjálfsagt og síðan hef ég verið að fara í heimsóknir til þeirra, mynda þá heima fyrir í leik og starfi og ræða við þá,“ segir Janus. Á bólakafi. „Þú ert greinilega að mynda hluti sem skipta þig máli en hvað er það sem skiptir þig öllu máli?“ hafi verið lykilspurning sem hann lagði fyrir fjórmenningana. „Þetta eru vangaveltur um hvað það þýðir að vera til,“ segir Janus. Sér maður sjálfan sig eða kvikmyndagerð í nýju ljósi við tökur á svona mynd? „Ég vinn við kvikmyndagerð og þegar ég fann þetta efni frá þessu fólki þá hugsaði ég með mér: „Þau eru ennþá að mynda bara af því þau hafa gaman af því.“ Þau eru að gera þetta af einhverri frumhvöt til að skrásetja ævi sína meðan ég var hættur að nenna að mynda út af gleðinni, þetta var bara orðin vinnan manns,“ segir Janus. Drengirnir una sér vel á Þingeyri. Hann hafi síðan eignast syni sína tvo og uppgötvað gleðina á ný við kvikmyndagerðina. „Maður er alltaf að mynda þá og finnst svo stórkostlegt sem þeir gera. Þá sé ég mig bara á sömu slóðum og þeir, börnin spretta bara upp og allt í einu eru stundirnar liðnar,“ segir Janus. Þó Paradís amatörsins fjalli um mennina fjóra þá segir Janus að hún fjalli í raun alveg jafn mikið um hann sjálfan. Þrengsli í Vesturbæ leiddu til flutninga vestur á firði Það urðu einmitt stór viðbrigði í lífi Janusar fyrir skömmu. Síðasta sumar ákváðu hann og Tinna, eiginkona hans, að flytja úr Vesturbæ Reykjavíkur alla leið á Þingeyri. „Við eigum tvo unga drengi og það var orðið aðeins þröngt um okkur í Vesturbænum. Við vorum búin að vera að leita að nýju ævintýri og einhverri tilbreytingu. Í gegnum tíðina höfum við haft tengingar vestur á firði gegnum vini og kunningja og svo þegar við sáum þetta hús á Þingeyri þá fannst okkur þetta eiginlega alveg upplagt,“ segir hann um aðdragandann. Kíkt út um gluggann. Strákarnir geti nú gengið yfir götuna í skólann sinn og þau hjónin eru sjálfstætt starfandi þannig það er ekkert vandamál. Er ekki niðamyrkur vetur framundan? „Við vorum einn vetur á Súðavík þannig maður hefur fengið nasaþefinn af þessu. Svo hefur fólk á Þingeyri sagt við okkur: „Jæja, búið ykkur bara undir veturinn.“ Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af,“ segir Janus að lokum. Tinna og strákarnir að sumri til. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Paradís Amatörsins var frumsýnd í Bíó Paradís síðustu helgi en myndin hlaut Dómnefndarverðlaunin á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg í sumar. Myndin fjallar um fjóra menn: aríusyngjandi leigubílstjóra, einstæðing í leit að tengslum, áhrifavald og forstjóra á eftirlaunum. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa skrásett líf sitt rækilega á Youtube-rásum sínum. Blaðamaður ræddi við leikstjórann Janus Braga Jakobsson um aðdragandann að gerð myndarinnar, heimamyndbönd á Youtube og flutning fjölskyldunnar á Þingeyri. „Þegar maður eyðileggur gott móment til að ná mynd“ „Alveg frá því ég var lítill hafði afi minn alltaf myndað fjölskylduna við matarborðið þegar það voru jól eða gamlársdagur. Loksins þegar maturinn var kominn á borð fór hann og náði í þrífót, setti myndavélina á timer og hljóp svo fram og til baka. Síðan fór pabbi minn að gera þetta og ég sjálfur. Þegar maður eyðileggur gott móment til að ná mynd finnst mér mjög áhugavert,“ segir Janus um kveikjuna að myndinni. Janus Bragi með öðrum syni sínum á góðri stundu í lautarferð. „Youtube er síðan orðin geymsla fyrir allar þessar minningar okkar. Í staðinn fyrir að vera með myndaalbúm uppi við hefur fólk farið að vera með þessa hluti á Youtube eða samfélagsmiðlum. Svo er þetta þar og enginn veit af þessu nema fjölskyldurnar eða eigendurnir sjálfir.“ En hvernig rambaði Janus á þessa fjóra menn? Hann rekur það tíu ár aftur í tímann þegar hann bjó í Belgíu þar sem eiginkona hans var í námi. Janus hafði lítið fyrir stafni og fór þá að leita að íslenskum heimamyndböndum. „Þetta eru giftingar og jarðarfarir, afmæli og þorrablót, hversdagur og hátíðarstundir til skiptis. Mér fannst svo áhugavert að maður sæi inn í þjóðarsálina og það sem við ættum sameiginlegt en líka inn í líf ákveðinna manneskja, þar á meðal þessara fjögurra í myndinni,“ segir Janus. Heimamyndbönd, óperusöngur og leit að tengslum „Mér fannst við verða svo mikils vísari og sjá heilu ævirnar inni á Youtube fyrir allra augum fyrir þá sem gætu lagt sig í að horfa á þetta,“ segir hann um myndefnið. KR-ingurinn Guðfinnur með eiginkonu sinni. Mennirnir eru af ólíkum kynslóðum en eiga það sameiginlegt að hafa fundið sér stað til að koma sér og sínu á framfæri. Þeir voru sömuleiðis mjög opnir fyrir því að Janus notaði myndefnið fyrir heimildarmyndina. „Sá elsti, Guðfinnur, er áttræður og hefur myndað alveg frá því fyrir 1980 og það myndefni var bara hugsað fyrir hann,“ segir Janus um Guðfinn R. Kjartansson, sem er fjölskyldumaður á níræðisaldri, KR-ingur í húð og hár og rak Nesti í fjölda ára. Óperusöngvari þenur raddböndin. „Kári óperusöngvari er að mynda sjálfan sig heima hjá sér í holinu í Hafnarfirði og er að fá útrás fyrir eitthvað svona kreatívítet. Sævar Örn, sem er á mínum aldri, er að leita að ástinni og tengslum við annað fólk og fer þá að sýna frá lífi sínu,“ segir Janus. „Sá yngsti, Karl Emil, náði tökum á að búa til þætti um sjálfan sig. Þetta voru þættir sem einhverjir vissu af og ég er ekki viss um að þetta efni hefði getað átt heima einhvers staðar annars staðar en á Youtube.“ Áhrifavaldur stillir sér upp. „Hvað er það sem skiptir þig öllu máli?“ Janus setti sig í samband við mennina fjóra fyrir öllum þessum árum og spurði þá hvort hann mætti nota myndefnið. „Þeim fannst það sjálfsagt og síðan hef ég verið að fara í heimsóknir til þeirra, mynda þá heima fyrir í leik og starfi og ræða við þá,“ segir Janus. Á bólakafi. „Þú ert greinilega að mynda hluti sem skipta þig máli en hvað er það sem skiptir þig öllu máli?“ hafi verið lykilspurning sem hann lagði fyrir fjórmenningana. „Þetta eru vangaveltur um hvað það þýðir að vera til,“ segir Janus. Sér maður sjálfan sig eða kvikmyndagerð í nýju ljósi við tökur á svona mynd? „Ég vinn við kvikmyndagerð og þegar ég fann þetta efni frá þessu fólki þá hugsaði ég með mér: „Þau eru ennþá að mynda bara af því þau hafa gaman af því.“ Þau eru að gera þetta af einhverri frumhvöt til að skrásetja ævi sína meðan ég var hættur að nenna að mynda út af gleðinni, þetta var bara orðin vinnan manns,“ segir Janus. Drengirnir una sér vel á Þingeyri. Hann hafi síðan eignast syni sína tvo og uppgötvað gleðina á ný við kvikmyndagerðina. „Maður er alltaf að mynda þá og finnst svo stórkostlegt sem þeir gera. Þá sé ég mig bara á sömu slóðum og þeir, börnin spretta bara upp og allt í einu eru stundirnar liðnar,“ segir Janus. Þó Paradís amatörsins fjalli um mennina fjóra þá segir Janus að hún fjalli í raun alveg jafn mikið um hann sjálfan. Þrengsli í Vesturbæ leiddu til flutninga vestur á firði Það urðu einmitt stór viðbrigði í lífi Janusar fyrir skömmu. Síðasta sumar ákváðu hann og Tinna, eiginkona hans, að flytja úr Vesturbæ Reykjavíkur alla leið á Þingeyri. „Við eigum tvo unga drengi og það var orðið aðeins þröngt um okkur í Vesturbænum. Við vorum búin að vera að leita að nýju ævintýri og einhverri tilbreytingu. Í gegnum tíðina höfum við haft tengingar vestur á firði gegnum vini og kunningja og svo þegar við sáum þetta hús á Þingeyri þá fannst okkur þetta eiginlega alveg upplagt,“ segir hann um aðdragandann. Kíkt út um gluggann. Strákarnir geti nú gengið yfir götuna í skólann sinn og þau hjónin eru sjálfstætt starfandi þannig það er ekkert vandamál. Er ekki niðamyrkur vetur framundan? „Við vorum einn vetur á Súðavík þannig maður hefur fengið nasaþefinn af þessu. Svo hefur fólk á Þingeyri sagt við okkur: „Jæja, búið ykkur bara undir veturinn.“ Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af,“ segir Janus að lokum. Tinna og strákarnir að sumri til.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Fleiri fréttir „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira