Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar 27. október 2025 13:01 Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Byggðamál Áfengi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Sjá meira
Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun