Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 24. október 2025 17:00 Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Áliðnaður Stóriðja Bilun hjá Norðuráli Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Norðurál, eitt stærsta útflutningsfyrirtæki landsins, varð fyrir gríðarlegu áfalli fyrr í vikunni og eru 2/3 hlutar starfseminnar úti. Hjá Norðuráli starfa um 600 manns og talsvert stærri hópur í afleiddum störfum. Þannig má ætla að allt að 2000 manns byggi afkomu sína, með beinum eða óbeinum hætti, á starfsemi fyrirtækisins. Norðurál er burðurinn í atvinnulífi Akraneskaupstaðar og sveitanna í kring og má geta þess að meðallaun þeirra sem starfa hjá álverum á Íslandi eru 20% yfir meðalheildarlaunum í landinu. En áfallið á Grundartanga varðar ekki bara starfsfólk, verktaka og þjónustuveitendur Norðuráls. Hlutur fyrirtækisins af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar er um 6% og námu rúmum 109 milljörðum á árinu 2024. Greiðslur félagsins til innlendra aðila á síðasta ári voru um 50 milljarðar. Norðurál er nefnilega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar og þess vegna er þetta áfall fyrir okkur öll. Það eru útflutningsgreinar þjóðarinnar sem skapa verðmætin í landinu og eru grundvöllur hagvaxtar. Áfall af þessari stærðargráðu mun hafa alvarleg neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf, hversu mikið er ófyrirséð enda alveg óljóst á þessari stundu hvað mun líða langur tími þar til fyrirtækið kemst aftur í fullan rekstur. Það heyrast engar skælur frá forsvarsfólki Norðuráls. Þau eru upptekin við að kortleggja stöðuna og leita lausna til að lágmarka það tjón sem fyrirséð er og koma framleiðslunni í samt horf. Enn er á huldu hversu langt það ferli verður. Allar vangaveltur á þessari stundu eru spámennska. Stjórnmálafólk og forystufólk í atvinnulífinu gera sér glögga grein fyrir stærðargráðu þessa áfalls og rýna nú stöðuna út frá þjóðarhag og áhrifum þessa atburðar á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Því það er ekki bara Norðurál sem hefur orðið fyrir skaða, fjölmörg önnur fyrirtæki hafa það einnig, eins og til að mynda Eimskip sem nú hefur gefið út afkomuviðvörun. Það er ekkert óeðlilegt við það að því sé velt upp hvort og þá hvernig sé unnt að veita þeim fyrirtækjum stuðning sem nú hafa orðið fyrir skaða. Markmiðið væri fyrst og fremst að verja störf vinnandi fólks sem situr nú í óvissu um framtíð sína. Við skulum þó vona að sú sviðsmynd sem raungerist verði ekki það dökk að til þess komi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun