Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar 24. október 2025 11:32 Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Bilun hjá Norðuráli Áliðnaður Stóriðja Sjálfstæðisflokkurinn Hvalfjarðarsveit Efnahagsmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur frá fyrsta degi ítrekað sagt að efnahagsmálin séu áherslumál vinstri stjórnarinnar númer eitt, tvö og þrjú hjá ríkisstjórninni. Í humátt hafa svo fylgt frasar á borð við það að ríkisstjórnin muni „gera meira hraðar“ ef árangurinn lætur á sér standa. Nú, þegar gríðarstórt áfall skellur á þjóðarbúið við alvarlega bilun í álverinu á Grundartanga, sjáum við hversu lítil innistæða er að baki stóryrtum yfirlýsingum forsætisráðherra. Enn á að bíða og sjá, látið duga að tala um „allsherjartiltekt“, stefnur sem líta eiga dagsins ljós í framtíð og starfshópa. Ekkert er hins vegar rætt um raunverulegar aðgerðir til að létta undir með fyrirtækjunum og fólkinu í landinu, þeim sem skapa verðmætin og standa undir velferðinni. Ekki er bjart yfir efnahagi landsins um þessar mundir. Verðbólga er enn mikil og vextirnir háir, þrátt fyrir loforð um að allt yrði þetta slegið niður með sleggju, á sama tíma og atvinnuleysi fer vaxandi. Það eina sem hefur verið slegið niður í tíð ríkisstjórnarinnar eru raunar fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra. Fyrirsjáanlegar uppsagnar hafa átt sér stað í sjávarútvegi vegna skattastefnu ríkisstjórnarinnar, flugfélagið Play varð nýlega gjaldþrota með tilheyrandi atvinnumissi hundruði manna, kísilverinu á Bakka hefur verið lokað og í fyrradag þurfti að stöðva framleiðslu í stórum hluta álversins á Grundartanga. Þar verða til um og yfir 100 milljarðar króna af verðmætum fyrir þjóðarbúið á ári hverju, beint og óbeint. Áföllin má ekki öll skrifa á aðgerðir ríkisstjórnarinnar en viðbragðsleysið er hennar. Þetta er ekki tíminn til að bíða og vona það besta. Tími er kominn til að láta hendur standa fram úr ermum og „gera meira hraðar“. Sparkað í liggjandi mann Þegar undirritaður innti forsætisráðherra eftir svörum á Alþingi í gær hvernig ríkisstjórnin ætlaði að bregðast við þeim áföllum sem íslenskt atvinnulíf hefur orðið fyrir á seinustu mánuðum, hvort fresta ætti þeim álögum sem ríkisstjórnin hefur boðað á atvinnulífið, var svarið einfalt; Ekkert verður gert, skattar verða hækkaðir hvað sem tautar og raular. Það á sem sagt að sparka í liggjandi mann. Það sem atvinnulífið og efnahagurinn þarf núna er einmitt akkúrat öfugt við það sem ríkisstjórnin hefur boðað. Núna þarf að styðja við fjárfestingu, nýsköpun og verðmætasköpun hér á landi. Og eitt er alveg á hreinu, það verður ekki gert nýjum sköttum og gjöldum. Þvert á móti draga slíkar aðgerðir úr framtakssemi einstaklingsins og fjárfestingu fyrirtækja. Það hefur dregið fyrir sólu og löngutímabært að forsætisráðherra taki niður sólgleraugun og horfist í augu við raunveruleikann. Tími er til komin að hætta að tala í frösum og koma fram með raunverulegar lausnir, draga úr íþyngjandi regluverki, huga að samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og tryggja þeim nauðsynlega innviði, á borð við næga orku, til verðmætasköpunar. Einungis þannig tryggjum við aukna hagsæld og velferð til lengri tíma. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun