Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2025 10:38 Lokað verður á leikskólum Reykjavíkurborgar vegna kvennfrídagsins á föstudag. Vísir/Vilhelm Leikskólar Reykjavíkurborgar verða sumir lokaðir allan daginn á föstudag vegna kvennafrídagsins. Foreldrum barna á leikskólunum var tilkynnt í síðustu viku að þeir yrðu lokaðir seinni hluta dags. Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér. Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Síðast lögðu konur niður störf allan daginn á kvennafrídeginum árið 2023. Í fyrra hófst hann klukkan 13:30. Ríkið hefur gefið út leiðbeiningar um að konur og kvár geti farið úr vinnu nú á föstudag þá án þess að tapa launum. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendi foreldrum tölvupóst föstudaginn 17. október þar sem kom fram að leikskóladagurinn yrði „skertur“ vegna þess að stór hluti starfsmanna leikskólanna væri konur og kvár. Leikskólastjórar upplýstu síðan foreldra um hvernig starfsemin yrði. Sumir leikskólanna sendu svo út tölvupóst í morgun um að þeir yrðu lokaðir allan daginn vegna kvennafrídagsins. Haustfrí er hjá grunnskólum borgarinnar á föstudag og þurftu foreldrar að skrá leikskólabörn sín sérstaklega í vistun þann dag. Ólafur Brynjar Bjarkason, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, áréttaði eftir að frétt Vísis um lokanirnar birtist í morgun að það væri misjafnt á milli leikskóla hvort þeir lokuðu allan daginn eða hluta úr degi, sérstaklega hvað varðandi fjölda karlmanna að störfum þennan dag. „Verið er að taka saman hversu margir leikskólar loka alveg og hve margir verða opnir alveg eða hluta úr degi,“ sagði hann í athugasemd við fréttina. Ekki kom fram á vefsíðu kvennafrídagsins fyrr en í gær að ætlunin væri að leggja niður störf allan daginn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að ákall hefði verið um heilsdagsverkfall í ár og því væri boðað til þess nú. Uppfært 12:20 Fréttin var uppfærð með athugasemd skrifstofustjóra leikskólamála hjá Reykjavíkurborg um að ekki yrðu allir leikskólar lokaðir á föstudaginn eins og skilja mátti af upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Hvernig snertir kvennaverkfallið þig? Hefurðu sögu að segja? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is eða ábendingu með fréttaskoti hér.
Kvennafrídagurinn Leikskólar Reykjavík Jafnréttismál Kjaramál Rekstur hins opinbera Kvennaverkfall Skóla- og menntamál Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira