Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 21. október 2025 06:01 Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Hinsegin Kvennafrídagurinn Álfhildur Leifsdóttir Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Kvennaverkfall Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu. Ofbeldi gagnvart börnum og ungmennum er líka alvarlegt samfélagsmein en 15% stúlkna og 6% drengja í 10. bekk hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi annars unglings. Stafrænt kynferðisofbeldi er nú orðið hluti af veruleika margra barna og unglinga, 58% stúlkna og 35% drengja hafa upplifað slíka misnotkun. Þau sem vinna með ungum brotaþolum lýsa sífellt sterkari tengslum milli klámneyslu og lýsinga þolenda á ofbeldinu. Klám hefur því miður orðið aðalfræðsla margra ungmenna um kynlíf en þar sést ekki nánd heldur valdatengsl, niðurlæging og skortur á samþykki. Við verðum að bregðast við með markvissri kynfræðslu, hinseginfræðslu og menntun um samskipti og virðingu í grunn- og framhaldsskólum sem skyldunámi. Stjórnvöld verða einnig að tryggja að brotaþolar fái raunverulega vernd og aðstoð. Það felur í sér aðgengi að túlkaþjónustu, sérþjálfun fyrir lögreglu, ákærendur og dómara, og að nálgunarbann hafi raunverulegar afleiðingar þegar brotið er gegn því. Brotaþolum þarf að treysta, ekki draga upplifun þeirra í efa og löggjöf um vernd uppljóstrara í kynferðisbrotamálum er brýn nauðsyn. Það er óásættanlegt að þaggað sé niður í konum og kvárum sem stíga fram með hótunum um meiðyrðamál eða fjárhagslegu tjóni. Hatursorðræða gegn konum, kvárum og hinsegin fólki er orðin útbreidd og skaðleg. Ísland verður að fylgja tilmælum CEDAW-nefndar Sameinuðu þjóðanna og gera slíka orðræðu refsiverða. Ofbeldi, vændi og misnotkun tengjast oft efnahagslegu óöryggi. Þess vegna er fjárhagslegt sjálfstæði, húsnæðisöryggi og félagslegur stuðningur forsenda þess að fólk geti losnað úr ofbeldis- og mansalssamböndum. Það þarf að tryggja fólki leið út úr sínum aðstæðum á félagslegum forsendum, ekki með refsingu heldur stuðningi. Kynbundið ofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagslegt mein sem krefst pólitískrar ábyrgðar og samstöðu okkar allra. Brýnasta aðgerðin er þó að tryggja að brotaþolum sé trúað og að verklag réttarkerfisins virki. Stjórnvöld, sveitarfélög, skólar og vinnustaðir, samfélagið allt verður að bregðist við, núna er komið gott af meðvirkni og þöggun! Höfundar eru leik- og grunnskólakennarar.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar