Erlent

Segja Hamas skipu­leggja á­rás gegn al­menningi á Gasa

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ítarleg leit hefur farið fram á Gasa að líkum gíslanna sem enn á eftir að skila til Ísrael. Hamas hefur sagt erfitt að finna þau vegna mikillar eyðileggingar á Gasa eftir sprengjuárásir Ísraela.
Ítarleg leit hefur farið fram á Gasa að líkum gíslanna sem enn á eftir að skila til Ísrael. Hamas hefur sagt erfitt að finna þau vegna mikillar eyðileggingar á Gasa eftir sprengjuárásir Ísraela. Vísir/EPA

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segist hafa heimildir fyrir því að Hamas sé að skipuleggja árásir gegn almenningi á Gasa og myndi þar sem brjóta vopnahléssamkomulagið sem tók gildi þann 10. október.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að þessi árás, sem ráðuneytið hafi einhverja vitneskju um, myndi vera alvarlegt brot á vopnahléssamkomulaginu og grafa undan þeim árangri sem þegar hafi náðst. Þess er krafist í tilkynningunni að Hamas standi við kröfur samkomulagsins.

Þá segir að ef verði af árásinni verði gripið til aðgerða til að vernda bæði fólkið á Gasa og samkomulagið sjálft.

Fjallað var um það á vef BBC fyrr í dag að Hamas hefði afhent lík tveggja gísla. Rauði krossinn hafi séð um milligöngu flutninga og að enn eigi eftir að bera kennsl á líkin. Í frétt BBC segir að Hamas hafi greint frá því að líkin hafi fundist fyrr í dag. Fyrir það hafði líkum tíu af 28 látnum gíslum verið skilað til Ísrael. Enn er mikil reiði í Ísrael vegna þess að samkvæmt vopnahléssamkomulaginu átti Hamas að afhenda alla gísla, lifandi og látna.

Benjamín Netanahjú hefur fyrirskipað að Rafah landamærin við Gasa verði lokuð þar til búið er að skila síðustu gíslunum og þar með standa við skilmála samkomulagsins.


Tengdar fréttir

Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag

Stjórnvöld í Bandaríkjunum gefa lítið fyrir tal um að Hamas-samtökin hafi rofið samkomulag um vopnahlé með því að hafa ekki enn látið haf hendi lík allra þeirra ísraelsku gísla sem enn hefur ekki verið skilað til baka líkt og samkomulagið kveður á um. Líkum tveggja gísla til viðbótar var skilað í gær en aðeins hefur jarðneskum leifum níu af þeim 28 látnu gíslum sem Hamas bar að láta af hendi verið skilað til fjölskyldna hinna látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×