Menning

Páll Bald­vin fer fram gegn til­lögu kjörnefndar

Árni Sæberg skrifar
Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur en kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu um lista með Magnús Ragnarsson í formannssætinu.
Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns Leikfélags Reykjavíkur en kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu um lista með Magnús Ragnarsson í formannssætinu. Vísir/Vilhelm/Ívar Fannar

Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina.

Páll Baldvin greindi frá framboðinu í færslu á Facebook um hádegisbil.

„Hópur félaga í Leikfélagi Reykjavíkur hefur orðið ásáttur um að bjóða fram til kjörs nýrrar stjórnar Leikfélags Reykjavíkur á komandi aðalfundi félagsins þann 28. október. Við erum:

  • Páll Baldvin Baldvinsson, formaður
  • Karen María Jónsdóttir, varaformaður
  • Helga I. Stefánsdóttir, ritari
  • Hilmir Snær Guðnason, meðstjórnandi
  • Ólafur Ásgeirsson, meðstjórnandi
  • Magnús Árni Skúlason, varamaður

Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagsmenn (ef þeir eru það ekki fyrir) geta skráð sig á heimasíðu Borgarleikhússins en þar er félagið kynnt og lög þess birt,“ skrifar hann í færslunni.

Leikfélag Reykjavíkur er sjálfseignarstofnun sem rekur Borgarleikhúsið í Reykjavík með tilstyrk Reykjavíkurborgar, stendur fyrir sviðsetningum hússins, hýsir sjálfstæða leikhópa og Íslenska dansflokkinn.

Magnús í formanninn og Ingibjörg Sólrún í meðstjórnanda

Í fundarboði fyrir aðalfundinn sem var sent út 10. október síðastliðinn kom fram að kjörnefnd félagsins, skipuð Kristínu Eysteinsdóttur, formaður, Ragnheiði Skúladóttur og Þórólfi Árnasyni, hefði lagt fram tillögu að stjórn Leikfélags Reykjavíkur fyrir næsta þriggja ára kjörtímabil. Hún er svohljóðandi:

  • Magnús Ragnarsson, formaður
  • Björgvin Skúli Sigurðsson, varaformaður
  • Karen María Jónsdóttir, ritari
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, meðstjórnandi
  • Jóhanna Vigdís Arnardóttir, meðstjórnandi
  • Einar Örn Benediktsson, varamaður

Því er ljóst að það stefnir í baráttu og formannsslag á aðalfundi Leikfélags Reykjavíkur 28. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.