Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. september 2025 16:14 Sverrir Norland deildi áhugamáli föður síns, Jóns Norland, með Facebook-vinum sínum og birti jafnframt myndir af verkum höfunda. Rithöfundurinn Sverrir Norland vakti nýverið athygli á óvenjulegu athæfi föður síns sem krotar leiðréttingar í útgefnar bækur líkt og hann sé að lesa þær yfir. Gjörningurinn vakti mismikla lukku netverja og ekki síður ákvörðun Sverris um að birta myndir af útkrotuðum blaðsíðum. Rithöfundurinn Sverrir Norland greindi nýverið frá þessum vana Jóns Norland, forstjóra Smith & Norland, í Facebook-færslu. „Pabbi er eflaust einn besti yfirlesari á landinu - ég hef sannarlega notið góðs af því áður en bækurnar mínar koma út. Það er hins vegar betur geymt leyndarmál að hann lætur sér ekki nægja að leiðrétta texta í handriti; hann heldur uppteknum hætti eftir að bækur koma úr prentsmiðjunni og „leiðréttir“ til dæmis jólabókaflóðið á hverju ári,“ skrifaði Sverrir í færslunni. Opna úr Frjálsri verslun frá 2004 þar sem rætt var við Jón. Sverrir segir krotið ekkert verra áhugamál en golf eða salsa en það sé stundum hvimleitt fyrir þá sem vilja ganga í „hið ógnarstóra bókasafn“ Jóns en rekist „hvarvetna á útkrotaðar síður sem hefti lestrarnautn“. „Hvað um það, hér koma nokkrar opnur. Og ég efni til samkvæmisleiks: Hvaða bækur eru þetta? (Allt verk frá því í fyrra held ég.),“ skrifaði Sverrir og gerði þar með höfundana, föður sinn og sjálfan sig að óbeinum skotmörkum. „Býsna gróft að birta það hér“ Færslan vakti töluverð viðbrögð, fjöldi fólks skemmti sér sérviskulegu áhugamálinu en á sama tíma voru aðrir sem furðuðu sig á athæfinu. Ákvörðun Sverris um að birta útkrotaðar blaðsíður úr bókum íslenskra höfunda vakti einnig hörð viðbrögð. „Auðvitað getur fólk leikið sér að svona heima hjá sér en mér finnst satt að segja býsna gróft að birta það hér. Leiðréttingarnar taka auk þess ekki tillit til þess að málsnið og stíll er mismunandi og það er ekki hollt fyrir málið að reynt sé að steypa allt í sama mót,“ skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur. Eiríki fannst myndbirting Sverris heldur gróf.Stöð 2 Sverrir svaraði þeim ummælum en virðist hafa séð að sér og eytt eigin svari. Við ummælin sem Sverrir skrifaði en eyddi svo skrifaði Eiríkur: „Af því að leiðréttingarnar taka ekki tillit til þess að málsnið fólks og stíll er mismunandi.“ „Við skulum nú gera ráð fyrir því að heilabú föður míns rúmi þá staðreynd ❤️,“ sagði Sverrir þá. Eiríkur var fljótur að svara: „Já, en þessar leiðréttingar bera ekki vott um það.“ „Nánast ögrun við virka í athugasemdum“ Gréta Sigurðardóttir, stofnandi bókmenntahátíðarinnar Júlíönu, setti einnig spurningamerki við birtingu Sverris á útkrotuðum blaðsíðunum: „Er þetta ekki nokkuð gróft að setja inn á facebook svona upplýsingar.“ „Mjög gróft,“ svaraði Sverrir og uppskar hláturviðbrögð nokkurra vina sinna. Rithöfundurinn Yrsa Þöll Gylfadóttir tók hins vegar undir með Grétu og las aðeins yfir Sverri. Yrsa Þöll gaf út skáldsöguna Rambó er týndur „Mér finnst það vera smekklaust að birta svona, undir því yfirskini að yfirlestur pabbans sé svo vandaður og skondinn (bara grín og gaman), en átta sig ekki á því að með birtingunni sé líka verið að gera lítið úr ákveðnum (ungum) höfundum og þeirra verkum - þetta er augljóslega lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli um téða höfunda, verk og tungutak,“ skrifaði Yrsa í ummælum sem komu bersýnilega illa við Sverri. „Æ úff, kemur þetta þannig út? Þá er þetta kannski vanhugsað. Sannarlega ekki markmiðið. (Þú ættir að sjá útreiðina sem textarnir mínir hafa fengið.) En mér finnst þessi alúð vera til marks um ást, bæði á tungumálinu og verkunum sem eru lesin af svona mikilli athygli,“ sagði Sverrir í svari til Yrsu. Sverrir Norland hefur skrifað fjölda bóka og rekur AM forlag.Aðsend „Langaði bara að sýna að enn er til fólk sem ver miklum tíma og hugsun í bóklestur. Þetta eru allt höfundar sem mér finnast frábærir/efnilegir og mér dytti ekki í hug að gera lítið úr þeim (og ekki allir einhverjir debútantar, fjarri því). En auðvitað strækar það sem maður birtir fólk á ólíkan hátt og ætlunin var ekki að vera leiðinlegur, þvert á móti ❤️,“ svaraði Sverrir. „Ég elska góðan yfirlestur og þakka fyrir natni góðs fólks sem aðstoðar mann, en þú hlýtur að sjá að svona opinber birting, sama hvaða hlýju og skilning þú sjálfur berð í brjósti, er nánast ögrun við virka í athugasemdum. Þú ert að biðja fólk um að giska á verkin, þetta er beita. Eins og að vera sjálfur fordómalaus og hliðhollur líkamsvirðingu en birta mynd af feitri konu og segja að svona séu ungar konur í dag flottar. Hvað gerist? Þeir sem eru íhaldssamir og á móti slíku bíta á agnið og kommenta,“ sagði Yrsa þá. „Það var enginn að segja að þetta væru ekki góðir textar! Þetta eru oftast bara smekksatriði pabba. En já, skil auðvitað hvað þú meinar!“ „Ansi furðulegur samkvæmisleikur“ Eftir hörð fyrstu viðbrögð bætti Sverrir við textabút neðst í færsluna til að koma því örugglega til skila að meiningin væri ekki að gera lítið úr rithöfundum verkanna. „Tek fram að ég er alls ekki að hnýta í þessa ágætu höfunda/vini - texti er aldrei fullkláraður og oft bara um smekksatriði að læra. (Um daginn dreymdi mig að pabbi hefði dáið og gengið aftur til að halda áfram að leiðrétta texta eftir mig. Það gæti reyndar verið smásaga.) Pabbi nefndi sérstaklega við mig að hann hefði verið ánægður með nokkrar þessara bóka (bara alltof miklar kynlífslýsingar í einni svo að hann fussaði og sveiaði!),“ skrifaði Sverrir neðst í færsluna og í ummælum við hana. Sverrir átti þó enn eftir að fá fleiri kvartanir. „Þetta finnst mér ansi furðulegur samkvæmisleikur,“ skrifaði Júlía Margrét Einarsdóttir en ein bóka hennar, Dúkkuverksmiðjan, var meðal þeirra sem Sverrir birti mynd af. Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur og fjölmiðlakona „Já sammála, það var kjánó (greinilega ekki skynsamlegt að ráða mig sem veislustjóra),“ svaraði Sverrir í léttum dúr. Við myndina sem Sverrir birti af útkrotuðum síðum Dúkkuverksmiðjunnar skrifaði Júlía Margrét: „Ég ætla ekki að þeim forspurðum að nefna það hér hver var ritstjóri og hverjir prófarkalásu þessa bók en get vottað það að það er fólk með gríðarlega þekkingu og reynslu sem unnu verkið af alúð og natni.“ Silja Aðalsteinsdóttir tók undir með gagnrýnendum og sagði: „Ég er alls ekki sammála öllum þessum breytingum. Það er líka hægt að steindrepa texta með ofleiðréttingum.“ „Lítið um krot í þinni!“ Auðvitað var þó fjöldi fólks sem fagnaði leiðréttingum Jóns. „Nonni hefur sent mér ábendingar um það sem betur má fara og ég hef tekið þeim fagnandi. Sé að þarna vantar alveg mína bók. Hann hlýtur að hafa fundið eitthvað þar!“ skrifaði Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og yfirlesari, við færsluna. „Lítið um krot í þinni!“ svaraði Sverrir og birti mynd úr einni bóka Guðmundar. „Humm. Þarf að fá hann til að lesa yfir næst!“ svaraði Guðmundur Andri. Leiðréttingar á Syni himnasmiðs. „Þetta er fallegt. Ég á bækur sem eru útkrotaðar athugasemdum fyrri eigenda og þykir vænna um en ella. Það er reyndar ekki vegna málfars heldur innihalds,“ skrifaði Jón Óskar, myndlistarmaður, við færsluna. „Þannig eru mínar bækur. Spássíukrot: „Gott, stela þessu“,“ svaraði Sverrir. Við það bætti Guðmundur Andri litlum mola um föður sinn, Thor Vilhjálmsson, skáld og stílista par exelans. „Pabbi var vanur að skrifa aftast í bækur setningar sem honum þóttu góðar í viðkomandi bók. Hann las hins vegar Moggann eins og pabbi þinn: upphrópunarmerki á spássíu, leiðréttingar og vanþóknunartákn.“ Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson heitinn. Fríða Björk Ingvarsdóttir, fyrrverandi rektor Listaháskólans, hafði verulega gaman af lestri Norland: „Alveg er þetta dásamlegt! Mjög gaman að sjá, sérstaklega þegar hann styttir höfundum leið. Fín máltilfinning að verki þarna og þú heppinn að eiga hann að.“ Hvort sem Sverrir var að skemmta skrattanum eða vekja sakleysislega athygli á yfirlestraræði föður síns náði hann að hrista vel upp í umræðunni. Sömuleiðis sést að meirihluti leiðréttinga Jóns snýr að persónulegri máltilfinningu hans frekar en endilega að villum, þó er ljóst að það er alltaf hægt að lesa betur yfir. Íslensk tunga Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Rithöfundurinn Sverrir Norland greindi nýverið frá þessum vana Jóns Norland, forstjóra Smith & Norland, í Facebook-færslu. „Pabbi er eflaust einn besti yfirlesari á landinu - ég hef sannarlega notið góðs af því áður en bækurnar mínar koma út. Það er hins vegar betur geymt leyndarmál að hann lætur sér ekki nægja að leiðrétta texta í handriti; hann heldur uppteknum hætti eftir að bækur koma úr prentsmiðjunni og „leiðréttir“ til dæmis jólabókaflóðið á hverju ári,“ skrifaði Sverrir í færslunni. Opna úr Frjálsri verslun frá 2004 þar sem rætt var við Jón. Sverrir segir krotið ekkert verra áhugamál en golf eða salsa en það sé stundum hvimleitt fyrir þá sem vilja ganga í „hið ógnarstóra bókasafn“ Jóns en rekist „hvarvetna á útkrotaðar síður sem hefti lestrarnautn“. „Hvað um það, hér koma nokkrar opnur. Og ég efni til samkvæmisleiks: Hvaða bækur eru þetta? (Allt verk frá því í fyrra held ég.),“ skrifaði Sverrir og gerði þar með höfundana, föður sinn og sjálfan sig að óbeinum skotmörkum. „Býsna gróft að birta það hér“ Færslan vakti töluverð viðbrögð, fjöldi fólks skemmti sér sérviskulegu áhugamálinu en á sama tíma voru aðrir sem furðuðu sig á athæfinu. Ákvörðun Sverris um að birta útkrotaðar blaðsíður úr bókum íslenskra höfunda vakti einnig hörð viðbrögð. „Auðvitað getur fólk leikið sér að svona heima hjá sér en mér finnst satt að segja býsna gróft að birta það hér. Leiðréttingarnar taka auk þess ekki tillit til þess að málsnið og stíll er mismunandi og það er ekki hollt fyrir málið að reynt sé að steypa allt í sama mót,“ skrifaði Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur. Eiríki fannst myndbirting Sverris heldur gróf.Stöð 2 Sverrir svaraði þeim ummælum en virðist hafa séð að sér og eytt eigin svari. Við ummælin sem Sverrir skrifaði en eyddi svo skrifaði Eiríkur: „Af því að leiðréttingarnar taka ekki tillit til þess að málsnið fólks og stíll er mismunandi.“ „Við skulum nú gera ráð fyrir því að heilabú föður míns rúmi þá staðreynd ❤️,“ sagði Sverrir þá. Eiríkur var fljótur að svara: „Já, en þessar leiðréttingar bera ekki vott um það.“ „Nánast ögrun við virka í athugasemdum“ Gréta Sigurðardóttir, stofnandi bókmenntahátíðarinnar Júlíönu, setti einnig spurningamerki við birtingu Sverris á útkrotuðum blaðsíðunum: „Er þetta ekki nokkuð gróft að setja inn á facebook svona upplýsingar.“ „Mjög gróft,“ svaraði Sverrir og uppskar hláturviðbrögð nokkurra vina sinna. Rithöfundurinn Yrsa Þöll Gylfadóttir tók hins vegar undir með Grétu og las aðeins yfir Sverri. Yrsa Þöll gaf út skáldsöguna Rambó er týndur „Mér finnst það vera smekklaust að birta svona, undir því yfirskini að yfirlestur pabbans sé svo vandaður og skondinn (bara grín og gaman), en átta sig ekki á því að með birtingunni sé líka verið að gera lítið úr ákveðnum (ungum) höfundum og þeirra verkum - þetta er augljóslega lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli um téða höfunda, verk og tungutak,“ skrifaði Yrsa í ummælum sem komu bersýnilega illa við Sverri. „Æ úff, kemur þetta þannig út? Þá er þetta kannski vanhugsað. Sannarlega ekki markmiðið. (Þú ættir að sjá útreiðina sem textarnir mínir hafa fengið.) En mér finnst þessi alúð vera til marks um ást, bæði á tungumálinu og verkunum sem eru lesin af svona mikilli athygli,“ sagði Sverrir í svari til Yrsu. Sverrir Norland hefur skrifað fjölda bóka og rekur AM forlag.Aðsend „Langaði bara að sýna að enn er til fólk sem ver miklum tíma og hugsun í bóklestur. Þetta eru allt höfundar sem mér finnast frábærir/efnilegir og mér dytti ekki í hug að gera lítið úr þeim (og ekki allir einhverjir debútantar, fjarri því). En auðvitað strækar það sem maður birtir fólk á ólíkan hátt og ætlunin var ekki að vera leiðinlegur, þvert á móti ❤️,“ svaraði Sverrir. „Ég elska góðan yfirlestur og þakka fyrir natni góðs fólks sem aðstoðar mann, en þú hlýtur að sjá að svona opinber birting, sama hvaða hlýju og skilning þú sjálfur berð í brjósti, er nánast ögrun við virka í athugasemdum. Þú ert að biðja fólk um að giska á verkin, þetta er beita. Eins og að vera sjálfur fordómalaus og hliðhollur líkamsvirðingu en birta mynd af feitri konu og segja að svona séu ungar konur í dag flottar. Hvað gerist? Þeir sem eru íhaldssamir og á móti slíku bíta á agnið og kommenta,“ sagði Yrsa þá. „Það var enginn að segja að þetta væru ekki góðir textar! Þetta eru oftast bara smekksatriði pabba. En já, skil auðvitað hvað þú meinar!“ „Ansi furðulegur samkvæmisleikur“ Eftir hörð fyrstu viðbrögð bætti Sverrir við textabút neðst í færsluna til að koma því örugglega til skila að meiningin væri ekki að gera lítið úr rithöfundum verkanna. „Tek fram að ég er alls ekki að hnýta í þessa ágætu höfunda/vini - texti er aldrei fullkláraður og oft bara um smekksatriði að læra. (Um daginn dreymdi mig að pabbi hefði dáið og gengið aftur til að halda áfram að leiðrétta texta eftir mig. Það gæti reyndar verið smásaga.) Pabbi nefndi sérstaklega við mig að hann hefði verið ánægður með nokkrar þessara bóka (bara alltof miklar kynlífslýsingar í einni svo að hann fussaði og sveiaði!),“ skrifaði Sverrir neðst í færsluna og í ummælum við hana. Sverrir átti þó enn eftir að fá fleiri kvartanir. „Þetta finnst mér ansi furðulegur samkvæmisleikur,“ skrifaði Júlía Margrét Einarsdóttir en ein bóka hennar, Dúkkuverksmiðjan, var meðal þeirra sem Sverrir birti mynd af. Júlía Margrét Einarsdóttir rithöfundur og fjölmiðlakona „Já sammála, það var kjánó (greinilega ekki skynsamlegt að ráða mig sem veislustjóra),“ svaraði Sverrir í léttum dúr. Við myndina sem Sverrir birti af útkrotuðum síðum Dúkkuverksmiðjunnar skrifaði Júlía Margrét: „Ég ætla ekki að þeim forspurðum að nefna það hér hver var ritstjóri og hverjir prófarkalásu þessa bók en get vottað það að það er fólk með gríðarlega þekkingu og reynslu sem unnu verkið af alúð og natni.“ Silja Aðalsteinsdóttir tók undir með gagnrýnendum og sagði: „Ég er alls ekki sammála öllum þessum breytingum. Það er líka hægt að steindrepa texta með ofleiðréttingum.“ „Lítið um krot í þinni!“ Auðvitað var þó fjöldi fólks sem fagnaði leiðréttingum Jóns. „Nonni hefur sent mér ábendingar um það sem betur má fara og ég hef tekið þeim fagnandi. Sé að þarna vantar alveg mína bók. Hann hlýtur að hafa fundið eitthvað þar!“ skrifaði Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og yfirlesari, við færsluna. „Lítið um krot í þinni!“ svaraði Sverrir og birti mynd úr einni bóka Guðmundar. „Humm. Þarf að fá hann til að lesa yfir næst!“ svaraði Guðmundur Andri. Leiðréttingar á Syni himnasmiðs. „Þetta er fallegt. Ég á bækur sem eru útkrotaðar athugasemdum fyrri eigenda og þykir vænna um en ella. Það er reyndar ekki vegna málfars heldur innihalds,“ skrifaði Jón Óskar, myndlistarmaður, við færsluna. „Þannig eru mínar bækur. Spássíukrot: „Gott, stela þessu“,“ svaraði Sverrir. Við það bætti Guðmundur Andri litlum mola um föður sinn, Thor Vilhjálmsson, skáld og stílista par exelans. „Pabbi var vanur að skrifa aftast í bækur setningar sem honum þóttu góðar í viðkomandi bók. Hann las hins vegar Moggann eins og pabbi þinn: upphrópunarmerki á spássíu, leiðréttingar og vanþóknunartákn.“ Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson heitinn. Fríða Björk Ingvarsdóttir, fyrrverandi rektor Listaháskólans, hafði verulega gaman af lestri Norland: „Alveg er þetta dásamlegt! Mjög gaman að sjá, sérstaklega þegar hann styttir höfundum leið. Fín máltilfinning að verki þarna og þú heppinn að eiga hann að.“ Hvort sem Sverrir var að skemmta skrattanum eða vekja sakleysislega athygli á yfirlestraræði föður síns náði hann að hrista vel upp í umræðunni. Sömuleiðis sést að meirihluti leiðréttinga Jóns snýr að persónulegri máltilfinningu hans frekar en endilega að villum, þó er ljóst að það er alltaf hægt að lesa betur yfir.
Íslensk tunga Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning