Menning

„Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja ein­földu leiðina“

„Um áramótin var mér greint frá því að tillaga mín hefði orðið fyrir valinu og þá byrjaði ballið,“ segir sýningarstjórinn Margrét Áskelsdóttir sem stýrir tilkomumikilli sýningu í sameiginlegu húsnæði norrænu sendiráðanna í Berlín. Haldin var sérstök leiðsögn og foropnun fyrir forseta og konungsfólk á Norðurlöndum. Blaðamaður ræddi við hana um þetta ævintýri.

Menning

Usli og glæsi­leiki á Kjarvals­stöðum

Það var líf og fjör á Kjarvalsstöðum á dögunum á opnun glæsilegrar einkasýningar Hallgríms Helgasonar sem sækir innblástur í ýmis konar usla. Fullt var út úr dyrum og meðal gesta voru Gísli Marteinn, Þorgerður Katrín, Ármann Reynisson og Jón Sæmundur svo eitthvað sé nefnt. 

Menning

Val­geir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir

Sá ástsæli tónlistarmaður Valgeir Guðjónsson er allt annað en sáttur hvernig staðið er að heiðurstónleikum Spilverks þjóðanna sem Jón Ólafsson tónlistarmaður hefur veg og vanda að.

Menning

Stappfullt á eina stærstu menningar­há­tíð ársins

Listahátíðin State of the Art fór fram í fyrsta sinn með pompi og prakt í síðustu viku. Á hátíðinni kenndi ýmissa grasa en þar komu fram Bríet, ADHD, Miguel Atwood-Ferguson, kammersveitin Elja og fleiri. Fjölbreyttir og óhefðbundnir viðburðir heilluðu mikinn fjölda fólks sem sótti hátíðina.

Menning

Sjóð­heitt menningarrými á Baldurs­götu

Menningarlífið iðar á Baldursgötu 36 þar sem nýtt listrænt rými var að opna. Þar má finna ýmis konar handverk, bókabúð með sérvöldum bókum hvaðan af úr heiminum og myndlistar-og hönnunarstofu. Opnuninni var fagnað með stæl síðastliðinn fimmtudag.

Menning

Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024

Asifa Majid, sálfræðingur, málfræðingur og prófessor í hugrænum vísindum við Oxford-háskóla, er handhafi Vigdísarverðlaunanna 2024. Rektor Háskóla Íslands og fulltrúi menningar- og viðskiptaráðherra munu afhenda Majid verðlaunin við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 22. október næstkomandi og mun Majid flytja erindi af því tilefni.

Menning

„Þetta er móðgun gegn Ís­landi“

Þjóðleikhússtjóri Slóvakíu hefur hætt við sýningu á leikverkinu Mánasteinn sem byggt er á samnefndri bók rithöfundarins Sjón. Til stóð að sýna verkið þann 21. október næstkomandi í tilefni af alþjóðlegu hinsegin menningarhátíðinni Drama Queer festival. Stjórnandinn segir ákvörðunin alþjóðlegan skandal og fela í sér mikla móðgun gagnvart Íslandi. 

Menning

Henti lista­verkinu í ruslið

Uppi varð fótur og fit í nútímalistasafni í Hollandi þegar listaverki var hent í ruslið fyrir slysni. Um var að ræða tvær dósir sem litu út fyrir að vera hefðbundnar bjórdósir en eru í raun handmálaðar dósir eftir franska listamanninn Alexandre Lavet.

Menning

„Hrátt há­þróað krass, langt leitt krot“

Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams og Dýrfinna Benita Basalan standa fyrir sýningunni „Afbygging/Deconstruction“ sem opnar í dag í Gallery Port. Þau eru bæði þekktari fyrir umsvif sín í íslensku tónlistarlífi en leiða hér saman hesta sína í blýantsteiknaðri afbyggingu á borgarlandslaginu.

Menning

Bjóða lands­mönnum nauð­beygð til messu

Efnilegustu leikarar Íslands boða nauðbeygðir til messu í Bæjarbíói á sunnudag þegar leikverkið Nauðbeygð Messa verður frumsýnt. Höfundur leikritsins var í miðjum prófalestri þegar hugmyndin að verkinu kviknaði en hann segir um alvöru upplifun að ræða fyrir gesti.

Menning

Allt í banönum á Brút

Bananar og hetjur hafa tekið yfir veggi vinsæla veitingastaðarins Brút en þar opnaði einstök listasýning um síðustu helgi í samstarfi við Gallery Port og David Molesky. Margt var um manninn og fólk gæddi sér meðal annars á banönum meðan það skoðaði bananalistina gaumgæfilega.

Menning

Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara

Fyrsta umboðsstofan sem rekin er af leikurum hefur verið opnuð á Íslandi. Hún heitir Northern Talent og segir einn stofnenda hennar að hún sé ekki rekin sem hefðbundin umboðsstofa, þar sé enginn eiginlegur umboðsmaður heldur taki leikarar á sig mismunandi hlutverk í þágu heildarinnar.

Menning

Bar­áttan innra með manni eins og ljós og skuggar

„Ég trúi því bara að heilsan og sjálfsástin eigi að vera í fyrsta sæti. Ég var búinn að vinna og vinna og vinna í svo ótrúlega mörg ár og einhvern veginn alltaf að keppast við að ná einhverju markmiði og ná langt í lífinu og gera gott. Svo einn daginn fyrir tveimur árum síðan þá sat ég og endurhugsaði líf mitt,“ segir Kári Sverrisson, tískuljósmyndari og fagurkeri.

Menning

Bong Joon Ho verður staf­rænn heiðurs­gestur á RIFF

Suður-Kóreski handritshöfundurinn og leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðraður á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár. Hann er hvað þekktastur fyrir kvikmyndina Parasite, sem hlaut Óskarsverðlaun sem besta myndin árið 2020.

Menning