Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2025 14:16 Haukur Helgi Pálsson Vísir/Hulda Margrét Haukur Helgi Pálsson er klár í slaginn með Álftanesi sem mætir Grindavík í stórleik umferðarinnar í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld. Hann spilaði óvænt strax í síðustu viku eftir aðgerð á barka í haust. Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10. Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Haukur Helgi spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu er Álftanes vann öruggan 89-70 sigur á Þór í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn fyrir viku síðan. Það kom mörgum á óvart að sjá hann á parketinu eftir að hann undirgekkst aðgerð á barka í ágúst. Haukur hafði fengið olnboga í hálsinn í æfingaleik Íslands við Portúgal í aðdraganda EM og missti af mótinu af þeim sökum. Búist var við honum á völlinn seinna í vetur en honum hefur gengið vel í endurhæfingu eftir að stálplata var sett í háls hans. „Þetta hefur gengið vel. Ég fékk þau skilaboð að ég mætti byrja að æfa og byrja að spila. Ég hafði bara æft aðeins dagana á undan þannig að ég ákvað að koma vikunni fyrr til að spila sig aðeins í gang. Það var fínt að geta hlaupið aðeins og verið klár fyrir leikinn í dag,“ segir Haukur Helgi í samtali við íþróttadeild. Haukur spilaði heilar 24 mínútur leiknum en þurfti ekki mikið að beita sér í leik þar sem Álftanes var með full tök frá upphafi til enda. Haukur skoraði tvö stig og skoraði aðeins úr einu skoti af fimm. Varstu ryðgaður í leiknum? „Já, það má alveg segja það. Mér leið ekkert eðlilega vel í byrjun leiks en eftir fyrsta leikhluta var maður þungur, þreyttur og súr í löppunum. En ég held það hafi mátt búast við því. Það var fínt að taka þetta út þar,“ segir Haukur. Alvöru leikur í kvöld Álftanes og Grindavík hafa verið hvað mest sannfærandi lið deildarinnar fyrstu tvær umferðirnar, ásamt Tindastóli. Þau eru ásamt KR þau lið sem eru með fullt hús stiga. Það má því búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur náttúrulega, við vitum það. Grindavík er með hörkugott lið og skemmtilegan mannskap. Við erum tilbúnir í þetta og þetta verður spennandi leikur. Við spiluðum við þá síðasta æfingaleikinn fyrir mót þar sem þeir unnu á heimavelli. Við höfum aðeins séð hvað þeir gera og þeir hvað við gerum. Það verður gaman að sjá hvar við stöndum saman eftir það,“ „Við höfum alltaf átt rosalegar rimmur við Grindavík undanfarin ár. Ég held þetta verði klisjukennt járn í járn. Þeir spila dálítið á tilfinningum, vilja espa þetta upp og keyra þetta í gang. Við þurfum að halda haus, halda áfram að spila og sjá hvert það leiðir okkur. Við keyrum þetta áfram inni á velli og vera fastir fyrir. Ekki láta þá pönka okkur, ef við getum orðað það þannig,“ segir Haukur Helgi. Leikur Álftaness og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn Sport Ísland 2. Þrír aðrir leikir eru á dagskrá; KR - Þór Þ., Valur - Ármann og ÍA - Njarðvík. Öllum fjórum verður fylgt eftir samtímis í beinni útsendingu Skiptiborðsins á Sýn Sport Ísland klukkan 19:10.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Grindavík Körfubolti Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti