Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2025 22:01 Lamine Yamal með pabba sínum Mounir Nasraoui, mömmu sinni Sheila Ebana og yngri bróður sínum Keyne. Getty/Mustafa Yalcin Virtur franskur blaðamaður heldur því fram að Barcelona eigi á hættu að missa unga stórstjörnu liðsins, hinn frábæra Lamine Yamal. Strákurinn er enn bara átján ára gamall en stjarna hans hefur risið hátt síðustu ár. Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025 Spænski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Romain Molina er þekktur franskur blaðamaður sem er kunnur fyrir að afhjúpa hneykslismál í fótboltaheiminum. Hann heldur því fram að faðir Lamine Yamal sé að þrýsta á að strákurinn yfirgefi Barcelona. Molina segir frá þeirri þróun að faðir Yamal sé að ná sífellt meiri áhrifum innan Barcelona. Hann er að nýta sér það að Lamine er orðinn einn besti fótboltamaður heims og ræður því miklu um framtíð Börsunga. VIDEO / Les intérêts derrière Lamine Yamal (agent, sponsors, PSG, City...) https://t.co/PoOoq1AbIwBeaucoup à dire sur les business/enjeux derrière un joueur et son entourage à qui tout le monde dit oui depuis des années avec des offres toujours plus grandes..Keep the faith! pic.twitter.com/7y7gToS0gN— Romain Molina (@Romain_Molina) October 12, 2025 Allt þetta mál hefur haft neikvæð áhrif á liðsandann í Barcelona. Faðir Lamine er sagður hafa krafist þess að félagið setti son sinn framar Raphinha í baráttunni um hinn virta Gullknött en auk þess hefur hann komið með aðrar undarlegar beiðnir, svo sem að fá einkaþotur og önnur fríðindi, sem félagið hefur orðið við. Nú virðist sem faðir Lamine Yamal sé að íhuga að færa sig yfir til Paris Saint-Germain. Svo virðist sem stjórn PSG hafi mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu Yamal fyrr en síðar. Eins og staðan er núna getur Barcelona varla keppt við tilboð PSG, í öllum þeim fjárhagsvandræðum sem spænska félagið er í. Það er hætt við því að þessar sögusagnir muni elta strákinn og Börsunga næstu misserin. Það er ekki bara faðir Lamine sem hagar sér undarlega. Móðir hans hefur verið að skipuleggja myndatökur þar sem fólk greiðir háar fjárhæðir fyrir að taka myndir með „móður besta leikmanns heims“. Foreldrar Lamine Yamal eru því með alvöru stjörnustæla á meðan strákurinn þeirra heillar alla inni á vellinum. 🚨 𝗡𝗘𝗪: There have been some privileges requested by Lamine Yamal's family to Barça, including:• Private jets• Special photo opportunities, • Special favorsMost of the time, Barça complies — it’s easier to say yes than risk offending the family.— @Romain_Molina pic.twitter.com/IfhlTyL7cs— The Touchline | 𝐓 (@TouchlineX) October 13, 2025
Spænski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Chelsea mætir Real Betis Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira