Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar 15. október 2025 06:47 Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bókmenntir Framhaldsskólar Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana hefur starf mitt verið á dagskrá á kaffistofum og í heitum pottum þessa lands. Ég er nefnilega íslenskukennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð, einum af þeim fjórum skólum sem skylda nemendur sína til þess að lesa Sjálfstætt fólk eftir nóbelskáldið Halldór Laxness. Það er mér því ljúft og skylt að útskýra af hverju mér finnst að við eigum að kenna einmitt þessa bók eftir einmitt þennan mann. Galdurinn við Sjálfstætt fólk er sá að hún er mjög krefjandi fyrir lesandann að því leyti að aðalpersónan Bjartur er ekkert sérstaklega góð manneskja. Þetta á raunar líka við um Jón Hreggviðsson, aðalpersónu Íslandsklukkunnar, sem heitu pottunum finnst líka of flókin til að „henda í“ nemendur og mér finnst líka mjög gaman að kenna. Lesandi bókmennta á að samsama sig með aðalpersónum, finna til með þeim og spegla sig í þeim, en öll slík hegðun gagnvart þeim félögum er afskaplega óþægileg. Þrátt fyrir þetta er augljóst fyrir lesandann að báðir eiga þeir skilið réttlæti í sínum samfélögum. Það á nefnilega ekki að þurfa að sýna fram á manngæsku sína eða siðferði til þess að eiga skilið réttlæti og sanngirni. Þessi krefjandi afstaða gagnvart bókinni reynist ýmsum flókin, bæði nemendum og rígfullorðnu fólki. Þess vegna er Bjartur í Sumarhúsum stundum hylltur sem einhvers konar hetja þrátt fyrir alla hans vankanta, af því að í samfélagi, þar sem öll umræða er pólariseruð og svarthvít, ræður fólk illa við að líka ekki við aðalpersónu bókarinnar, en hafa samúð með aðstæðum hennar og finnast þær ranglátar. Þó er þetta einmitt sú ástæða sem mér finnst vega þyngst í þeirri ákvörðun að halda áfram að kenna þessa erfiðu bók. Ungmenni sem við lok íslenskunáms á þriðja þrepi eiga, samkvæmt aðalnámskrá að „átta sig á samfélagslegum skírskotunum og ná duldum boðskap og hugmyndum, sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í málflutningi sínum, umfjöllun og verkum“ verða að geta lesið bókmenntir sem reyna á þessa þætti, bókmenntir þar sem lesandinn er krafinn um að geta haft flóknar tilfinningar og tekið flókna afstöðu. Það er ekki auðvelt að læra Sjálfstætt fólk. Það er raunar ekki alltaf auðvelt að kenna Sjálfstætt fólk. En það á heldur ekki alltaf að vera auðvelt að vera í námi. Ég kæri mig alls ekki um að vera kennari sem „mætir nemendum þar sem þau eru“. Ég lít ekki á það sem mitt hlutverk eða starf. Mitt starf er að hjálpa nemendum að þroskast og vaxa, að fá þau einmitt til þess að hætta að vera þar sem þau eru þegar þau koma til mín og gera þau reiðubúin til að takast á við lífið á nýjan hátt. Nám verður að vera erfitt og krefjandi, annars erum við ekki að sinna okkar skyldum. Nemendur okkar í MH eru yfirleitt stoltir og ánægðir með sig eftir að hafa lesið þessa krefjandi bókmennt, enda mega þau alveg vera það. Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því fyrir unga manneskju að ráða við erfitt og flókið verkefni sem hún hefði ekkert endilega ráðist í nema tilneydd og uppgötva að þó það hafi verið erfitt, þá réði hún við það. Eftir Sjálfstætt fólk virka aðrar bækur auðveldari en áður og það að halda því fram að ungt fólk geti ekki eða eigi ekki að lesa þessa bók af því að hún sé of flókin er að gera lítið úr þessu frábæra fólki sem leggur sig virkilega fram við að lesa, þroskast og læra. Og ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum. Höfundur er íslensku- og bókmenntafræðingur
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar