Lífið

Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaup­mála

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ómar og Eva Margrét á árshátíð lögfræðinga á dögunum.
Ómar og Eva Margrét á árshátíð lögfræðinga á dögunum.

Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og Eva Margrét Ásmundsdóttir fasteignasali, gengu í hjónaband þann 21. maí síðastliðinn og hafa gengið frá kaupmála þeirra af því tilefni.

Fréttir af kaupmálanum birtust í Lögbirtingablaðinu í vikunni. DV greinir fyrst frá.

Ástin virðist blómstra hjá parinu. Fyrstu fréttir af sambandi þeirra birtust síðastliðið haust, og lífið virðist leika við þau. Nokkur aldursmunur er á þeim, eða um þrettán ár.

Í september birti Eva myndir úr ævintýralegu ferðalagi þeirra hjóna á Instagram, þar sem þau voru á rómantískri ferð um Suður- og Mið-Ítalíu. Á myndunum má sjá þau ganga um þröngar götur, njóta ítalskrar menningar með góðum mat og drykk, heimsækja paradísareyjuna Capri og smábæina Alberobello og Matera, auk þess sem þau fóru í vínsmökkun á vínekrunni Cantina Masseria Torricella.

Parið hefur ferðast víða saman síðustu mánuði. Um áramótin fóru þau til Asíu og heimsóttu Dubai, Taíland, Singapúr og Kambódíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.