Lífið

Eignuðust „risa­stóran“ dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Viðar Örn og Sylvia eignuðust dreng síðastliðinn laugardag.
Viðar Örn og Sylvia eignuðust dreng síðastliðinn laugardag.

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og kærastan hans, Sylvía Rós fyrrverandi flugfreyja Play, eignuðust dreng þann 11. október síðastliðinn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en Viðar á einn dreng úr fyrra sambandi.

Í færslunni segir að drengurinn hafi verið risastór. Við fæðingu mældist hann 59 sentímetrar og rúmlega fimm kíló, eða um 21 merkur. Meðalþyngd íslenskra nýbura er um 3600 g, tæpar 15 merkur, og meðallengd um 50 sentímetrar.

„Laugardaginn 11 október klukkan 10:19 mætti þessi risastóri drengur í heiminn. 5,150 kg og 59 sentimetrar. Móður og barni heilsast vel, föður heilsast líka mjög vel. Ótrúlega stoltur af minni fyrir þetta afrek,“ skrifa þau við færsluna.

Nokkur aldursmunur er á parinu eða um þrettán ár. Viðar er fæddur árið 1990 og Sylvía árið 2003.

Viðar Örn spilar með bikarmeisturum KA í Bestu deildinni en hann á langan og farsælan feril að baki í boltanum. Viðar hefur meðal annars spilað í Noregi, Svíþjóð, Kína, Ísrael og Rússlandi. Hann hefur einnig spilað 32 landsleiki fyrir Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.