Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar 13. október 2025 16:32 Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af fjölskylduperlum Laugardalsins ásamt Laugardalslaug, Grasagarði og íþróttamannvirkjum þar sem öflug félög eins og Þróttur, Ármann, TBR og Skautafélag Reykjavíkur halda uppi fjölbreyttri starfsemi við börn og fjölskyldur. Fjölskyldugarður með Dýraþjónustu Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki gróðafyrirtæki á markaði heldur mikilvægur hlekkur í almannaþjónustu borgarinnar. Staður sem fræðir börn og ungmenni um dýr, skemmti- og upplifunargarður og Húsdýragarður sem tryggir að börnin í borginni komast í návígi við húsdýr og villt dýr sem skotið hefur verið skjólshúsi yfir. Fjárheimildir borgarinnar tryggja reksturinn en garðurinn aflar líka tekna á móti fjárheimildum í formi aðgangseyris. Reksturinn hefur verið í takt við fjárheimildir undanfarin ár, sveiflast í kringum núllið eftir árferði á hverjum tíma en garðurinn tók nýlega yfir Dýraþjónustu, sem er lögbundin starfsemi um hvernig eigi að hlúa að og styðja við villt dýr í neyð. Laun og tekjur hafa verið í takt við áætlanir en annar rekstrarkostnaður hefur verið nokkuð þyngri allra síðustu misseri einkum út af viðhaldi þeirra leiktækja sem eru í hvað mestu uppáhaldi hjá börnum sem sækja garðinn. Stórbætt aðstaða fyrir skólahópa í Hlöðunni Borgarráð samþykkti nýlega að ráðast í framkvæmdir við að stórbæta aðstöðu til fræðslu og efla um leið fræðsluhlutverk garðsins enn frekar með uppbyggingu á Hlöðunni. Þannig verður hægt að taka enn betur á móti skólahópum en þúsundir nemenda sækja garðinn heim á hverju ári. Með endurbættri Hlöðu verður hægt að auka framboð vinsælla sumarnámskeiða og sinna betur þeim sem vilja fræðast um íslensk húsdýr og dýrahald almennt. Stefnt er að því að taka endurbætta Hlöðu í notkun á næsta ári, væntanlega næsta haust. Ný framtíðarstefna í burðarliðnum Á þrjátíu árum hefur Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn unnið sér mikilvægan sess í hjörtum borgarbúa og gesta sem hann sækja. Af því tilefni stendur til að ráðast í andlitslyftingu á garðinum til að bæta enn frekar þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Við samþykktum einróma í menningar- og íþróttaráði 12. september að setja af stað vinnu við að móta tillögur um framtíðarstefnu garðsins en niðurstaða vinnunnar er væntanleg í næsta mánuði. Sóknarfærin eru mikil og tækifæri til að gera góðan garð enn þá betri sem snýr að daglegri starfsemi, aðstöðu og þjónustu við borgarbúa og aðra gesti, þ.m.t. ferðafólk. Það er orðið tímabært að gefa garðinum þá andlitslyftingu sem hann á skilið svo hann geti sinnt enn betur hlutverki sínu gagnvart barnafjölskyldunum í borginni. Samhliða er verið að endurskoða gjaldskrár sviðsins með það í huga að gera betur við fastagesti starfsstöðva á borð við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Við viljum gjarnan heyra sjónarmið borgarbúa um leiðir til að bæta þjónustu og aðstöðu í garðinum fyrir barnafjölskyldur og munum taka öllum tillögum og hugmyndum fagnandi. Bros Við leggjum mikinn metnað í að vera borg fyrir börn og barnafjölskyldur og Fjölskyldu – og húsdýragarðurinn er mikilvægur hluti af þeirri stefnu að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Við munum áfram standa þá vakt með bros á vör! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar – og íþróttaráðs Reykjavíkur.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar