Viðskipti innlent

Skil­málarnir um­deildu ógiltir

Árni Sæberg skrifar
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Anton Brink

Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar.

Hæstiréttur kvað upp dóm þess efnis klukkan 13:30 en málið var endurflutt fyrir réttinum fyrir sléttum fjórum vikum. 

Málið varðaði skilmála í skuldabréfi sem fól í sér heimild til að hækka vexti á óverðtryggðu láni. Það var upphaflega flutt fyrir réttinum í vor en var tekið fyrir á ný og flutt aftur í því skyni að fá afstöðu aðila til nánar tilgreindra atriða. Málið var dæmt af sjö dómurum.

Hæstiréttur tók málið fyrir án viðkomu í Landsrétti en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði sýknað Íslandsbanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×