Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Árni Sæberg skrifar 10. október 2025 13:29 Þau Sverrir Einar og Vesta Mikute stefndu að því að endurvekja gamla B5. Aðsend Ekkert fékkst upp í kröfur í bú félagsins B Reykjavík ehf., sem rak skemmtistaðinn Bankastræti club og síðar staðinn B5 á árunum 2021 til 2024. Lýstar kröfur námu rétt tæplega 101 milljón króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. febrúar síðastliðinn. Engar eignir hafi fundist í búinu og skiptum í því hafi verið lokið 27. ágúst 2025 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var félagið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar en það var upphaflega í jafnri eigu þeirra Birgittu Lífar Björnsdóttur og félaganna RK bygg ehf. og KS 24 ehf. RK bygg er í eigu Þórlaugar Ólafsdóttur og KS 24 er í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur. Karen Rut er eiginkona Sverris Þórs Gunnarssonar, sem hlaut nýverið milljarðs króna sekt fyrir stórfelld skattalagabrot. Félag í hans eigu var áður eigandi þriðjungshlutar í B Reykjavík. Vildi auka fjölbreytni Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bankastræti club varð B5, B og fljótlega Kabarett Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, tók við rekstri Bankastrætis club sumarið 2023 og boðaði breytingar. Fyrst breytti hann heiti staðarins í B5 en eftir að eigendur heitisins B5 hótuðu öllu illu breytti hann heitinu í B. Hann hóf þó að kalla staðinn B5 á ný skömmu síðar en skellti svo í lás í byrjun maí í fyrra. Vísir greindi svo frá því í byrjun ágúst að unnið væri að því að opna nýjan stað í Bankastræti 5. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, verður í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Bræðurnir Sverrir og Sigurjón Garðarssynir standa að baki nýja staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði Sverrir hugmyndina hafa sprottið hjá bróður sínum, sem á hlut í brugghúsinu Hella bjór, sem bruggar meðal annars mjöð. Sá staður hefur ekki enn verið opnaður, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Fréttin hefur verið leiðrétt. Upphaflega var ritað að félagið hefði verið í eigu upphaflegra eigenda þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta en þá var það komið í fulla eigu Sverris Einars. Ástæðan er sú að samkvæmt nýjasta, og raunar eina, ársreikningi félagsins er upphaflegu eigendurnir enn skráðir sem slíkir. Næturlíf Gjaldþrot Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu segir að félagið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. febrúar síðastliðinn. Engar eignir hafi fundist í búinu og skiptum í því hafi verið lokið 27. ágúst 2025 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var félagið í eigu athafnamannsins Sverris Einars Eiríkssonar en það var upphaflega í jafnri eigu þeirra Birgittu Lífar Björnsdóttur og félaganna RK bygg ehf. og KS 24 ehf. RK bygg er í eigu Þórlaugar Ólafsdóttur og KS 24 er í eigu Karenar Rutar Sigurðardóttur. Karen Rut er eiginkona Sverris Þórs Gunnarssonar, sem hlaut nýverið milljarðs króna sekt fyrir stórfelld skattalagabrot. Félag í hans eigu var áður eigandi þriðjungshlutar í B Reykjavík. Vildi auka fjölbreytni Bankastræti club var stofnaður í júlí árið 2021 af Birgittu Líf, áhrifavaldi og World Class-erfingja. Staðurinn var reistur á rústum gamalgróna skemmtistaðarins B5, sem lengi var rekinn í sama húsi, að Bankastræti 5 í Reykjavík. Á sínum tíma sagði Birgitta að uppleggið hafi verið að opna skemmtistað sem væri nokkuð frábrugðinn þeim sem fyrir voru í miðbænum. „Mig langaði að auka fjölbreytnina hérna í miðbænum. Ég hef farið á nokkra staði úti í Miami og LA og mig langaði að fanga þá stemningu,“ sagði Birgitta Líf Björnsdóttir, eigandi Bankastræti Club, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Bankastræti club varð B5, B og fljótlega Kabarett Sverrir Einar Eiríksson, sem um þessar mundir er helst kenndur við Nýju vínbúðina, tók við rekstri Bankastrætis club sumarið 2023 og boðaði breytingar. Fyrst breytti hann heiti staðarins í B5 en eftir að eigendur heitisins B5 hótuðu öllu illu breytti hann heitinu í B. Hann hóf þó að kalla staðinn B5 á ný skömmu síðar en skellti svo í lás í byrjun maí í fyrra. Vísir greindi svo frá því í byrjun ágúst að unnið væri að því að opna nýjan stað í Bankastræti 5. Staðurinn, sem ber nafnið Kabarett, verður í senn fjöllistahús og vettvangur fyrir hinar ýmsu listir. Bræðurnir Sverrir og Sigurjón Garðarssynir standa að baki nýja staðnum. Í samtali við fréttastofu sagði Sverrir hugmyndina hafa sprottið hjá bróður sínum, sem á hlut í brugghúsinu Hella bjór, sem bruggar meðal annars mjöð. Sá staður hefur ekki enn verið opnaður, eftir því sem blaðamaður kemst næst. Fréttin hefur verið leiðrétt. Upphaflega var ritað að félagið hefði verið í eigu upphaflegra eigenda þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta en þá var það komið í fulla eigu Sverris Einars. Ástæðan er sú að samkvæmt nýjasta, og raunar eina, ársreikningi félagsins er upphaflegu eigendurnir enn skráðir sem slíkir.
Næturlíf Gjaldþrot Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira