Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2025 10:45 Donald Trump á ísraelska þinginu. AP/Chip Somodevilla Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ávarpar ísraelska þingið í dag. Eftir að Ísraelar og Hamas hafa skipst á föngum og samið um vopnahlé. Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Áður en Trump tók til máls kepptust ráðamann í Ísrael við að lofa hann í hástert. Meðal annars kallaði Benjamín Netajanhú, forsætisráðherra Ísrael, hann allra best vin ríkisins í sögu þess. Sjá einnig: Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Forseti ísraelska þingsins sagði að fara þyrfti 2.500 ár aftur í tímann til að finna einhvern sem stæði Trump jafnfætis og var hann þar að vísa til Kýros mikla, fyrsta konung Persaveldis, sem er sagður hafa frelsað gyðinga á sínum tíma. Netanjahú vísaði til ýmissa tilfella þar sem Trump hafi komið Ísraelum til aðstoðar. Meðal annars nefndi hann Abraham-sáttmálans og árása sem Trump lét gera á kjarnorkurannsóknarstöðvar í Íran. Í ávarpi sínu sagði Netanjahú að Trump hefði nú hjálpað Ísraelum að ná fram öllum markmiðum sínum gegnum samninga. Friður væri innan seilingar og hann stæði með Trump í því að tryggja friðinn. „Friður með styrk,“ sagði Netanjahú. Fylgjast má með ávarpi Trumps hér að neðan. Hvíta húsið hefur birt hluta úr ávarpi Trumps, áður en hann flytur það. Hann er sagður ætla að tala um að nú sé kominn tími fyrir Ísraela til að nýta sigra sína á vígvellinum til að koma á friði. Andstæðingum Ísrael ætti að vera ljóst að fátt annað væri í stöðunni. „Frá Gasa til Íran, hefur þetta bitra hatur ekki skilað neinu nema eymd, þjáningu og hrakförum,“ mun Trump segja. Hann mun einnig segja að Ísraelar hefðu nú þegar unnið þá sigra sem þeir gætu með hernaði. Nú væri kominn tími til að umbreyta þessum sigrum á vígvellinum í frið og velsæld um öll Mið-Austurlönd. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump að ræða árásir Hamas og annarra á Ísrael þann 7. október árið 2023 og þá grimmd sem sýnd var þar. Hann mun þó ekki nefna þá rúmlega 67 þúsund Palestínumenn sem sagðir eru hafa fallið í árásum Ísraela síðan þá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira