Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar 10. október 2025 08:45 Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Skipulag leikskóla hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hvaða leið sé best að fara. Sveitarfélög leita að réttu formúlunni til að samræma hagsmuni barna, starfsmanna og foreldra. Misjafnlega vel gengur að manna leikskólana og keppast sveitarfélögin um að ná í það fagfólk sem er á vinnumarkaði. Afleiðingin er sú að í sumum sveitarfélögum reynist erfitt að innrita börn á tilsettum tíma. Leikskólapláss vantar víða og stytting vinnuvikunnar ásamt auknum undirbúningstíma hefur jafnframt skapað áskoranir í rekstri leikskólanna. Vandi sveitarfélaganna er því margþættur og kemur að lokum niður á foreldrum ungra barna. Sum sveitarfélög hafa reynt að bregðast við með því að biðja foreldra um að stytta vistunartíma barna sinna og loka leikskólum fyrr. Ekki hafa allir það bakland sem þarf til að stytta vistunartímann en ýmsar ástæður kunna að liggja að baki því að foreldrar þurfa á 8 tíma vistun að halda. Hagsmunir barnafjölskyldna hafðir í forgrunni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði hafa verið gerðar viðamiklar breytingar á skipulagi leikskólanna þar sem hagsmunir bæði hafnfirskra fjölskyldna og starfsmanna voru hafðir að leiðarljósi. Starfsemi leikskólanna er í dag tvíþætt. Markvisst faglegt starf fer fram milli kl. 9–15 en frjáls leikur er milli kl. 7:30–9 og eftir kl. 15. Leikskóladagatalið er 180 dagar líkt og í grunnskólum, en aðrir dagar eru sérstakir skráningardagar. Með breyttum dvalartíma skapast svigrúm fyrir fjölskyldur til að sníða leikskóladvöl barna að eigin þörfum og meiri fyrirsjáanleiki fæst við mönnun leikskólanna. Með breytilegum vistunartíma greiða fjölskyldur einungis fyrir þann tíma sem nýttur er og geta því lækkað útgjöld sín verulega. Leikskólagjöld lækkuðu í takt við sveigjanlegri vistun og 6 tíma dvöl er nú mun ódýrari en 7–8 tímar. Vistun fyrir 8 tíma hækkaði þó ekki frá því sem var fyrir breytinguna. Þetta var gert til að tryggja að gjaldskrárbreytingin yrði ekki íþyngjandi fyrir efnaminni fjölskyldur sem vegna vinnu sinnar hafa ekki tök á að stytta vistun barna sinna. Markmiðið er meðal annars að gefa ungum foreldrum í námi eða í fæðingarorlofi, sem og þeim sem starfa í skertu starfshlutfalli, færi á að lækka útgjöld sín verulega og stytta vinnudag leikskólabarnsins. Áskoranir í leikskólastarfi Leikskólinn er fyrsta skólastigið í menntakerfinu sem leggur grunn að menntun barna okkar. Þar læra börn í gegnum leik, sem er þeirra námsleið og lykiltæki leikskólakennara til að efla þekkingu, færni og sköpunargleði. Með leiknum öðlast börn reynslu sem styrkir félagsfærni, málþroska og sjálfstæði. Leikskólinn gegnir einnig lykilhlutverki sem félagslegt jöfnunartæki þar sem öll börn, óháð bakgrunni, fá jöfn tækifæri til náms og þátttöku. Hann veitir börnum öruggt umhverfi þar sem þau geta þroskast á eigin forsendum og fengið stuðning við að byggja upp jákvæða sjálfsmynd. Að sama skapi er leikskólinn mikilvægur bakhjarl fjölskyldna og samfélagsins alls, hann styður foreldra í daglegu lífi og atvinnuþátttöku og styrkir þannig jafnvægi milli fjölskyldu- og atvinnulífs. Hlutfalli leikskólakennara hefur farið lækkandi og er það ein af stærri áskorunum sem sveitarfélög standa frammi fyrir. Lenging náms hefur að mati margra, haft áhrif á fjölda þeirra sem sækja nám í leikskólafræðum og dregið úr framboði leikskólakennara með tilheyrandi álagi á það starfsfólk sem fyrir er. Þá hefur einnig orðið flótti leikskólakennara yfir á önnur skólastig eftir að eitt leyfisbréf var samþykkt. Hafnarfjarðarbær var fyrst allra sveitarfélaga til að samræma starfsaðstæður leik- og grunnskólakennara en með því var staðið með kennurum á öllum skólastigum. Aldrei áður hefur gengið jafn vel að manna leikskóla Hafnarfjarðar og nú. Þökk sé þessum breytingum hefur nú að hausti nánast öllum börnum sem fædd eru í júlí 2024 verið boðin leikskólavist og hefur staðan því aldrei verið betri. Vinnudagur ungra barna langur Vistunartími íslenskra barna er sá mesti í Evrópu og spyrja má hvort nýting hans sé í samræmi við raunverulega þörf foreldra. Heildarvinnutími á Íslandi er að meðaltali 36,5 klukkustundir á viku og fer hækkandi en hann var 35,3 árið áður. Væntingar um að stytting vinnuvikunnar myndi leiða til styttri vistunar barna hafa því ekki ræst. Ung börn dvelja að meðaltali 40 klukkustundir á viku í leikskólum, sem er langur tími með tilheyrandi álagi á börn og starfsfólk. Umræða um vinnudag ungra barna er af hinu góða en töluvert þarf að breytast til að Ísland standist samanburð við þau lönd sem við kjósum að bera okkur saman við . Finna þarf leið sem tryggir heilbrigt jafnvægi milli vinnuviku barna og vinnuviku foreldra þeirra, án þess að sú leið sé þvinguð. Hafnarfjarðarleiðin tryggir bæði að foreldrar geti lækkað útgjöld sín og að fjölskyldur sem þurfa á fullri þjónustu að halda njóti hennar áfram án aukins kostnaðar. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði og formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar