Lífið

Silja Rós og Magnús eiga von á dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Silja Rós og Magnús hafa verið saman í rúman áratug.
Silja Rós og Magnús hafa verið saman í rúman áratug. Instagram

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir og unnusti hennar, Magnús Orri Dagsson tónskáld, eiga von á dreng í lok desember. Frá þessu greina þau í sameiginlegri færslu á Instagram.

Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. Við færsluna skrifaði parið dagsetninguna „22.12.25“ með bláu hjartatákni, sem gefur til kynna að um dreng sé að ræða, og deildi fallegri myndasyrpu þar sem meðal annars má sjá sónarmynd og litla samfellu.

Trúlofun við sólsetrið á 100 mánaða afmælinu

Silja Rós og Magnús hafa verið saman í rúman áratug og trúlofuðu sig í nóvember 2023, á 100 mánaða sambandsafmæli þeirra. Silja sagði frá trúlofuninni í einlægu viðtali á Vísi í byrjun árs 2024.

„Hann fór með mig á staðinn sem hann bauð mér á fyrsta deitinu okkar. Þetta er sólsetursstaður við sjóinn og við höfum farið þangað á hverju ári síðan,“ sagði Silja Rós.

Silja Rós lærði leiklist í Los Angeles og þróaði frá útskrift þættina Skvíz, sem voru sýndir á Sjónvarpi Símans. Þegar Magnús las handritið fannst honum skemmtileg staðreynd að karakter Silju í þáttunum, Sóley, kunni mikið að meta sambandsafmæli. 

Þetta leiddi til þess að hann ákvað að biðja Silju Rós að giftast sér á 100 mánaða afmæli þeirra, líkt og í þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.