Lífið

Helgi Ómars út­skrifaður sem heilsumarkþjálfi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Helgi Ómars hefur lengi verið einn þekktasti áhrifavaldur landsins.
Helgi Ómars hefur lengi verið einn þekktasti áhrifavaldur landsins.

Helgi Ómarsson, áhrifavaldur og ljósmyndari, útskrifaðist nýverið sem heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition í Ohio í Bandaríkjunum. Frá þessu greinir hann á samfélagsmiðlum.

„Heilsumarkþjálfi. Spennandi tímar framundan – stay tuned,“ skrifar Helgi og birtir mynd af sér með skírteinið.

Hamingjuóskum rignir yfir Helga í athugasemdum við færsluna — meðal annars frá unnusta hans, Pétri Björgvini Sveinssyni, Gumma kíró, Elísabetu Gunnars og Helgu Möggu.

Ár stórra breytinga

Árið hefur óneitanlega verið ár breytinga hjá Helga. Ekki nóg með að hann er nýútskrifaður sem heilsumarkþjálfi, þá flutti hann líka úr miðborg Reykjavíkur í Kópavog. Hann og unnusti hans, Pétur Björgvin Sveinsson, festu nýverið kaup á fallegri hæð í Suðurhlíðum Kópavogs, eftir nokkur ár í miðborginni.

Þá hélt Helgi lengi úti hlaðvarpinu Helgaspjallið, sem hóf göngu sína árið 2018. Í upphafi árs ákvað hann að leggja það niður og lýsti ákvörðuninni sem stóru, en réttu skrefi.

„Ég hafði ítrekað fundið fyrir kulnunareinkennum og mér fannst ég klessa á vegg aftur og aftur. Svo, eftir að ég slakaði örlítið á, setti ég aftur í fimmta gír og keyrði af stað í ný verkefni. Eins og sannur tvíburi var ég annaðhvort með of marga bolta á lofti eða í ákveðinni örmögnun,“ sagði Helgi í samtali við Vísi í janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.