Stólarnir fastir í München Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 13:30 Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls-liðsins sem festist í München. Það er margt verra en það, að hans sögn. Vísir/Arnar Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum. Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum.
Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira