„Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 2. október 2025 21:59 Hilmar Pétursson átti frábæran leik fyrir Keflavík í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Keflavík tók á móti ÍR í Blue höllinni í Keflavík í kvöld þegar fyrsta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Eftir heldur jafnan leik framan af sigldu Keflvíkingar fram úr í fjórða leikhluta og unnu níu stig sigur 92-83. Hilmar Pétursson átti stóran þátt í því. „Við erum rosa spenntir fyrir komandi tímabili og það var gott að við náðum að setja smá 'statement' í þennan leik“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir leik. „Við byrjuðum ekki vel varnarlega í fyrri hálfleik en svo í seinni þá komum við betur saman sem lið í vörninni og sigldum þessum heim“ Það var jafnræði með liðunum alveg út þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta fundu Keflvíkignar annan gír og sóttu að lokum góðan sigur. „Við héldum áfram að ráðast inn í teig og þeir voru fljótir að fara í villu vandræði. Við fengum þá fullt af vítum og ef þeir ætluðu að hjálpa þá var einhver opin“ „Það var svolítið það sem við lögðum upp fyrir leikinn að ráðast inn í teig og annaðhvort að klára sterkt eða finna opna leikmenn og svo var það varnarleikurinn, hann kom sterkur inn líka“ Hilmar Pétursson var frábær í fjórða leikhluta og sótti meðal annars tvo góða ruðninga sem kveikti vel undir stuðningsmönnum sem voru ánægð með sinn mann. „Þetta gaf mér enga orku, mér var bara illt í líkamanum en maður heyrði alveg að þetta væri mjög gott fyrir liðið og þakið fór af húsinu þegar þetta gerðist“ Keflavík átti vonbrigðartímabil á síðasta ári en eru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í ár. „Það eru mjög spennandi tímar en öðruvísi markmið sem að við erum búnir að setja okkur og allt annar hópur en við ætlum bara að reyna að gera betur en við gerðum í fyrra. Viðmiðið er svolítið lágt en við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Hvert er markmið Keflavíkur? „Það er allavega að vera í topp fjórum og vinna allt sem hægt er að vinna fyrir utan meistari meistaranna“ sagði Hilmar Pétursson að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira
„Við erum rosa spenntir fyrir komandi tímabili og það var gott að við náðum að setja smá 'statement' í þennan leik“ sagði Hilmar Pétursson leikmaður Keflavíkur eftir leik. „Við byrjuðum ekki vel varnarlega í fyrri hálfleik en svo í seinni þá komum við betur saman sem lið í vörninni og sigldum þessum heim“ Það var jafnræði með liðunum alveg út þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta fundu Keflvíkignar annan gír og sóttu að lokum góðan sigur. „Við héldum áfram að ráðast inn í teig og þeir voru fljótir að fara í villu vandræði. Við fengum þá fullt af vítum og ef þeir ætluðu að hjálpa þá var einhver opin“ „Það var svolítið það sem við lögðum upp fyrir leikinn að ráðast inn í teig og annaðhvort að klára sterkt eða finna opna leikmenn og svo var það varnarleikurinn, hann kom sterkur inn líka“ Hilmar Pétursson var frábær í fjórða leikhluta og sótti meðal annars tvo góða ruðninga sem kveikti vel undir stuðningsmönnum sem voru ánægð með sinn mann. „Þetta gaf mér enga orku, mér var bara illt í líkamanum en maður heyrði alveg að þetta væri mjög gott fyrir liðið og þakið fór af húsinu þegar þetta gerðist“ Keflavík átti vonbrigðartímabil á síðasta ári en eru staðráðnir í að bæta upp fyrir það í ár. „Það eru mjög spennandi tímar en öðruvísi markmið sem að við erum búnir að setja okkur og allt annar hópur en við ætlum bara að reyna að gera betur en við gerðum í fyrra. Viðmiðið er svolítið lágt en við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Hvert er markmið Keflavíkur? „Það er allavega að vera í topp fjórum og vinna allt sem hægt er að vinna fyrir utan meistari meistaranna“ sagði Hilmar Pétursson að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfubolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Sjá meira