Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. október 2025 15:35 Tillögurnar fara nú í samráðsferli en reiknað er með því að þær taki gildi um áramótin. Vísir/Anton Brink Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík sem nýta ekki þjónustu á milli jóla og nýárs, í vetrarleyfum grunnskóla og í aðdraganda páska fá heilan mánuð ókeypis. Þá verður einnig veittur afsláttur fyrir þá sem sækja börnin sín fyrir klukkan tvö á föstudögum. Miðað er við að breytingarnar taki gildi um áramótin. Þetta er á meðal tillagna sem stýrihópur um reglur í leikskólastarfi leggur til og lagðar voru fyrir borgarráð í dag. Hópurinn fékk það hlutverk að „skoða leiðir til að bæta mönnun og starfsaðstæður starfsfólks með það fyrir augum að draga verulega úr þörf fyrir fáliðunaraðgerðum í leikskólum borgarinnar og auka þar með fyrirsjáanleika í lífi barnafjölskyldna.“ Stytti mannaflaþörf á föstudögum Í grunninn er um tvær megintillögur að ræða. Sú fyrri snýr að fyrirsjáanleika í skráningu dvalartíma barna og í skipulagi á leikskólum. Þeir verða samkvæmt tillögunni áfram opnir frá 7:30 til 16:30 og gert ráð fyrir lágmarksdvalartíma upp á 30 klukkustundir en 42,5 klukkustunda hámarki. Þessi leikskólabörn í Garðabæ þurfa ekki að hafa sterkar skoðanir á breytingunum hjá nágrönnum sínum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Leikskólinn skal leitast við að skipuleggja helstu þætti skólanámskrár með fyrirsjáanlegum hætti innan tilgreindra fimm til sex klukkustunda á dag. Kynna þarf hana vel í leikskólasamfélaginu í upphafi starfsárs. Tillögunum er ætlað að tryggja hámarksmönnum á leikskólunum á milli klukkan 8 og 16 alla virka daga nema föstudaga sem verði með hámarksmönnum frá 8 til 14. Á öðrum tímum sé reiknað með minni mannaflaþörf. Verðlauna þá sem sleppa skráningardögum Áfram verður boðið upp á skráningardaga í leikskólunum alla daga milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku og alla fimm daga í vetrarleyfum grunnskólanna, þrjá að hausti og tvo að vori. Sú breyting verður gerð að skráning fyrir alla skráningardaga mun fara fram í september ár hvert en ekki með mánaðarfyrirvara eins og nú er. Sérstakt gjald verður innheimt vegna hvers skráningardags sem nýttur er en sé enginn skráningardagur nýttur fellur niður námsgjald fyrir maímánuð. Þannig verði gert ráð fyrir minni mannaflaþörf á skráningardögum. Foreldrar og leikskólabörn í heimsókn í Ráðhúsi Reykjavíkur í verkfalli í fyrra.vísir/Anton Brink Breytingunum er ætlað að ná auknum fyrirsjáanleika í skipulagi og mannaflaþörf leikskólans. Skráningardögum og tímanum eftir klukkan 14 á föstudögum er ætlað að mæta breyttum vinnutíma starfsfólks. Með breytingunum eru væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna. Afsláttur fyrir styttri föstudaga Hin megintillagan snýr að breyttri gjaldskrá miðað við breytt skipulag leikskóladagsins. Útgangspunktur nýrrar gjaldskrár verður 38 stundir á viku. Tekið verður tillit til tekna foreldra undir ákveðnum tekjumörkum og sérstakt afsláttarkerfi innleitt fyrir þá. Þá verður veittur 25 prósenta afsláttur af námsgjöldum ef barn er ekki skráð eftir klukkan 14 á föstudögum. Fyrir hvern skráningardag verða rukkaðar fjögur þúsund krónur. Þá bætist við nýr afsláttarflokkur ef enginn daganna er nýttur og námsgjöld falla niður í maí eins og áður var nefnt. Námsgjald fyrir 38 stundir á viku eru 16 þúsund krónur og eru innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir foreldra til að nýta bara þær dvalarstundir sem börn þeirra þurfa. Námsgjald fyrir hvern hálftíma umfram 38 stundir á viku er fjögur þúsund krónur. Fæðisgjald helst óbreytt fyrir morgun-, síðdegishressingu og hádegismat. Ef dvalarstundir á viku eru undir 35 stundum fellur gjald fyrir síðdegishressingu út. Auknir afslættir í formi tekjuviðmiða eru teknir upp í nýrri gjaldskrá sem ætlað er að verja efnaminni foreldra og barnafjölskyldur og þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Tekjuviðmið einstaklinga og sambúðarfólks munu miðast við heildartekjur á ári og miðað við skattframtal frá Ríkisskattstjóra. Hámarksafsláttur 80 prósent Lægra tekjuviðmið miðar við árstekjur undir 6,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 6,5–9,5 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 80% afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 40% afslátt af námsgjaldi. Lægra tekjuviðmið miðar við árstekjur undir 9,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 9,5–12 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 60% afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 30% afslátt af námsgjaldi. Þá fær starfsfólk leikskólanna 40 prósent afslátt af námsgjaldi. Með breytingunum eru væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna.Vísir/Anton Brink Hæsti afsláttur af námsgjaldi, sem er 80%, gildir fyrir ofangreint og afslættir leggjast ekki saman. Þá helst systkinaafsláttur óbreyttur eða 100% afsláttur af námsgjaldi fyrir eldra barn fyrir sama fjölda dvalarstunda og yngra barn. Veittur er 100% afsláttur af fæðisgjaldi fyrir fleiri en tvö börn. Afslátturinn gildir þvert á þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Gera á foreldrum auðvelt að reikna dæmið til enda með reiknivél á heimasíðu borgarinnar. Tillögunum er meðal annars ætlað að vinna gegn ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum sem reynist foreldrum afar íþyngjandi og skapi þess í stað fyrirsjáanleika, samhliða því að standa vörð um faglegt starf leikskóla. Tillögurnar fara nú í samráðsferli og reiknað er með að breytingarnar taki gildi um áramót. Stýrihópinn skipa: Líf Magneudóttir, formaður Helga Þórðardóttir Skúli Þór Helgason Sabine Leskopf Árelía Eydís Guðmundsdóttir Marta Guðjónsdóttir Mikil óánægja í Kópavogi Sumar tillögur hópsins minna nokkuð á þær sem finna má í Kópavogsmódelinu svokallaða sem leggur upp með gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir en foreldrar greiða hærra gjald en þekkist í öðrum sveitarfélögum fyrir fleiri klukkustundir. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í dag sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með módelið. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Þau telja hvatann að módelinu frekar fjárhagslega drifinn en með það að markmiði að auka velferð barna og starfsfólks. Mikil óánægja var með skráningardagana þar sem börnum er safnað saman á tvo leikskóla í sveitarfélaginu. Margir foreldrar lýstu því að börnin upplifðu streitu og óöryggi að fara í ókunnugt umhverfi. Skólastjóri í Kópavogi sagði fyrr á þessu ári í viðtali við Vísi að börnunum þætti þetta spennandi og einhverjir viðmælenda rannsóknarinnar taka undir það en flestir segja þetta ýta undir samviskubit og að fyrirkomulagið virki alls ekki. Þá var einnig niðurstaða rannsóknarinnar að þessar kerfisbreytingar í Kópavogi ýttu undir félagslega mismunun á ákveðna hópa. Kerfið henti þannig sérstaklega illa foreldrum í verri félagslegri og efnahagslegri stöðu og auki almennt álag og fjárhagslega og auki enn frekar almennt og fjárhagslegt álag. Módelið gangi aðeins séu foreldrar með gott félagslegt bakland, með sveigjanlegan vinnutíma eða í hlutastarfi. Það sé ekki raunveruleiki allra foreldra. Foreldrar sem eru með sveigjanleika lýsa því einnig að hann geti leitt til óljósra marka á milli atvinnu og einkalífs og að álag í vinnu færist jafnvel yfir á kvöld og helgar. Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Þetta er á meðal tillagna sem stýrihópur um reglur í leikskólastarfi leggur til og lagðar voru fyrir borgarráð í dag. Hópurinn fékk það hlutverk að „skoða leiðir til að bæta mönnun og starfsaðstæður starfsfólks með það fyrir augum að draga verulega úr þörf fyrir fáliðunaraðgerðum í leikskólum borgarinnar og auka þar með fyrirsjáanleika í lífi barnafjölskyldna.“ Stytti mannaflaþörf á föstudögum Í grunninn er um tvær megintillögur að ræða. Sú fyrri snýr að fyrirsjáanleika í skráningu dvalartíma barna og í skipulagi á leikskólum. Þeir verða samkvæmt tillögunni áfram opnir frá 7:30 til 16:30 og gert ráð fyrir lágmarksdvalartíma upp á 30 klukkustundir en 42,5 klukkustunda hámarki. Þessi leikskólabörn í Garðabæ þurfa ekki að hafa sterkar skoðanir á breytingunum hjá nágrönnum sínum í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Leikskólinn skal leitast við að skipuleggja helstu þætti skólanámskrár með fyrirsjáanlegum hætti innan tilgreindra fimm til sex klukkustunda á dag. Kynna þarf hana vel í leikskólasamfélaginu í upphafi starfsárs. Tillögunum er ætlað að tryggja hámarksmönnum á leikskólunum á milli klukkan 8 og 16 alla virka daga nema föstudaga sem verði með hámarksmönnum frá 8 til 14. Á öðrum tímum sé reiknað með minni mannaflaþörf. Verðlauna þá sem sleppa skráningardögum Áfram verður boðið upp á skráningardaga í leikskólunum alla daga milli jóla og nýárs, þrjá daga í dymbilviku og alla fimm daga í vetrarleyfum grunnskólanna, þrjá að hausti og tvo að vori. Sú breyting verður gerð að skráning fyrir alla skráningardaga mun fara fram í september ár hvert en ekki með mánaðarfyrirvara eins og nú er. Sérstakt gjald verður innheimt vegna hvers skráningardags sem nýttur er en sé enginn skráningardagur nýttur fellur niður námsgjald fyrir maímánuð. Þannig verði gert ráð fyrir minni mannaflaþörf á skráningardögum. Foreldrar og leikskólabörn í heimsókn í Ráðhúsi Reykjavíkur í verkfalli í fyrra.vísir/Anton Brink Breytingunum er ætlað að ná auknum fyrirsjáanleika í skipulagi og mannaflaþörf leikskólans. Skráningardögum og tímanum eftir klukkan 14 á föstudögum er ætlað að mæta breyttum vinnutíma starfsfólks. Með breytingunum eru væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna. Afsláttur fyrir styttri föstudaga Hin megintillagan snýr að breyttri gjaldskrá miðað við breytt skipulag leikskóladagsins. Útgangspunktur nýrrar gjaldskrár verður 38 stundir á viku. Tekið verður tillit til tekna foreldra undir ákveðnum tekjumörkum og sérstakt afsláttarkerfi innleitt fyrir þá. Þá verður veittur 25 prósenta afsláttur af námsgjöldum ef barn er ekki skráð eftir klukkan 14 á föstudögum. Fyrir hvern skráningardag verða rukkaðar fjögur þúsund krónur. Þá bætist við nýr afsláttarflokkur ef enginn daganna er nýttur og námsgjöld falla niður í maí eins og áður var nefnt. Námsgjald fyrir 38 stundir á viku eru 16 þúsund krónur og eru innleiddir fjárhagslegir hvatar fyrir foreldra til að nýta bara þær dvalarstundir sem börn þeirra þurfa. Námsgjald fyrir hvern hálftíma umfram 38 stundir á viku er fjögur þúsund krónur. Fæðisgjald helst óbreytt fyrir morgun-, síðdegishressingu og hádegismat. Ef dvalarstundir á viku eru undir 35 stundum fellur gjald fyrir síðdegishressingu út. Auknir afslættir í formi tekjuviðmiða eru teknir upp í nýrri gjaldskrá sem ætlað er að verja efnaminni foreldra og barnafjölskyldur og þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Tekjuviðmið einstaklinga og sambúðarfólks munu miðast við heildartekjur á ári og miðað við skattframtal frá Ríkisskattstjóra. Hámarksafsláttur 80 prósent Lægra tekjuviðmið miðar við árstekjur undir 6,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 6,5–9,5 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 80% afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 40% afslátt af námsgjaldi. Lægra tekjuviðmið miðar við árstekjur undir 9,5 milljónum króna á ári og hærra tekjuviðmið miðar við árstekjur frá 9,5–12 milljónum króna. Lægra tekjuviðmið veitir 60% afslátt af námsgjaldi leikskóla og hærra tekjuviðmið 30% afslátt af námsgjaldi. Þá fær starfsfólk leikskólanna 40 prósent afslátt af námsgjaldi. Með breytingunum eru væntingar um að ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum, vegna öryggissjónarmiða, fækki til muna.Vísir/Anton Brink Hæsti afsláttur af námsgjaldi, sem er 80%, gildir fyrir ofangreint og afslættir leggjast ekki saman. Þá helst systkinaafsláttur óbreyttur eða 100% afsláttur af námsgjaldi fyrir eldra barn fyrir sama fjölda dvalarstunda og yngra barn. Veittur er 100% afsláttur af fæðisgjaldi fyrir fleiri en tvö börn. Afslátturinn gildir þvert á þjónustu leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Gera á foreldrum auðvelt að reikna dæmið til enda með reiknivél á heimasíðu borgarinnar. Tillögunum er meðal annars ætlað að vinna gegn ófyrirséðum fáliðunaraðgerðum sem reynist foreldrum afar íþyngjandi og skapi þess í stað fyrirsjáanleika, samhliða því að standa vörð um faglegt starf leikskóla. Tillögurnar fara nú í samráðsferli og reiknað er með að breytingarnar taki gildi um áramót. Stýrihópinn skipa: Líf Magneudóttir, formaður Helga Þórðardóttir Skúli Þór Helgason Sabine Leskopf Árelía Eydís Guðmundsdóttir Marta Guðjónsdóttir Mikil óánægja í Kópavogi Sumar tillögur hópsins minna nokkuð á þær sem finna má í Kópavogsmódelinu svokallaða sem leggur upp með gjaldfrjálsan leikskóla í sex klukkustundir en foreldrar greiða hærra gjald en þekkist í öðrum sveitarfélögum fyrir fleiri klukkustundir. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem birt var í dag sýna mikla óánægju meðal foreldra í Kópavogi með módelið. Foreldrar lýsa auknu álagi, stressi og að kerfið henti ekki nema fólk sé með sveigjanleika í starfi. Niðurstöður benda auk þess til þess að álag hafi frekar aukist hjá mæðrum en feðrum. Þau telja hvatann að módelinu frekar fjárhagslega drifinn en með það að markmiði að auka velferð barna og starfsfólks. Mikil óánægja var með skráningardagana þar sem börnum er safnað saman á tvo leikskóla í sveitarfélaginu. Margir foreldrar lýstu því að börnin upplifðu streitu og óöryggi að fara í ókunnugt umhverfi. Skólastjóri í Kópavogi sagði fyrr á þessu ári í viðtali við Vísi að börnunum þætti þetta spennandi og einhverjir viðmælenda rannsóknarinnar taka undir það en flestir segja þetta ýta undir samviskubit og að fyrirkomulagið virki alls ekki. Þá var einnig niðurstaða rannsóknarinnar að þessar kerfisbreytingar í Kópavogi ýttu undir félagslega mismunun á ákveðna hópa. Kerfið henti þannig sérstaklega illa foreldrum í verri félagslegri og efnahagslegri stöðu og auki almennt álag og fjárhagslega og auki enn frekar almennt og fjárhagslegt álag. Módelið gangi aðeins séu foreldrar með gott félagslegt bakland, með sveigjanlegan vinnutíma eða í hlutastarfi. Það sé ekki raunveruleiki allra foreldra. Foreldrar sem eru með sveigjanleika lýsa því einnig að hann geti leitt til óljósra marka á milli atvinnu og einkalífs og að álag í vinnu færist jafnvel yfir á kvöld og helgar.
Leikskólar Reykjavík Borgarstjórn Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira