Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 11:28 Leifur, til vinstri, og Andri Már eru nýjustu meðlimir framkvæmdastjórnar Icelandair. Vísir Staða framkvæmdastjóra rekstrar hjá Icelandair hefur verið lögð niður og tvö svið sem heyrðu undir hann heyra nú beint undir forstjóra. Samhliða því taka Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon sæti í framkvæmdastjórn. Arnar Már var einn af stofnendum Play og gengdi bæði stöðu forstjóra og framkvæmdastjóra rekstrar þar á bæ. Í tilkynningu frá Icelandair segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi Icelandair þar sem tvö lykilábyrgðarsvið sem áður heyrðu undir framkvæmdastjóra rekstrar heyri nú beint undir forstjóra og staða framkvæmdastjóra rekstrar hafi verið lögð niður. Sylvía Kristín Ólafsdóttir lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair og tók við stöðu forstjóra Nova. Reynsluboltar í faginu Þá segir að við breytinguna taki stjórnendur viðkomandi sviða sæti í framkvæmdastjórn Icelandair. Þeir séu Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon. Leifur búi yfir hátt í þrjátíu ára reynslu af flugrekstri, bæði hér á landi og erlendis. Hann hafi starfað sem tæknistjóri Icelandair (Vice President, Technical and Maintenance) frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt tækni- og viðhaldsmálum hjá Loftleiðum, leiguflugsarmi Icelandair, og hjá Air Iceland Connect áður en starfsemi innanlandsflugs var sameinuð alþjóðaflugstarfseminni. Á árunum 2014 til 2017 hafi Leifur starfað sem flotastjóri hjá Avion Express í Litáen og á árunum 2009 til 2014 sem forstöðumaður á rekstrarsviði hjá SmartLynx Airlines í Lettlandi. Hann hafi hafið feril sinn í flugrekstri árið 1998 sem flugvirki hjá Flugfélagi Íslands, þar sem hann hafi starfað í rúmlega tíu ár í ýmsum störfum á tæknisviði. Aðstoðarforstjóri í innan við þrjá mánuði Í tilkynningunni segir að Arnar Már hafi áralanga reynslu af rekstri flugfélaga. Hann hafi verið einn af stofnendum Play árið 2019 þar sem hann gegndi stöðu forstjóra á fyrstu árum félagsins en hafi síðan verið framkvæmdastjóri rekstrar á árunum 2021 til 2024 og hafi einnig starfað um tíma sem aðstoðarforstjóri, ásamt því að vera þjálfunarflugstjóri hjá félaginu frá árinu 2019. Tíminn sem Arnar Már gengdi stöðu aðstoðarforstjóra var ansi skammur en hann var ráðinn í þá stöðu þann 2. maí í fyrra og lét alfarið af störfum hjá Play 30. júlí sama ár. Þá segir að Arnar Már hafi áður starfað hjá Wow air eða á árunum 2013 til 2019 þar sem hann hafi meðal annars gangt stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrar, flugrekstrarstjóra, yfirflugstjóra og þjálfunarflugstjóra. Fyrir þann tíma hafi hann starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Ryanair. Arnar Már hefji störf nú þegar. Margir hæfir áhugasamir en enginn ráðinn Í tilkynningunni er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það hafi verið ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar höfðu áhuga á starfi framkvæmdastjóra rekstrar, bæði innlendir og erlendir. Það sýni hversu eftirsóttur vinnustaður Icelandair er. „Rekstrarsvið Icelandair er mjög umfangsmikið og eru starfsmenn þess um þrjú þúsund og spanna fjölbreytt störf – um borð í flugvélum, í viðhaldi flugvéla, á flugvöllum og á skrifstofu. Til þess að styðja við markmið okkar um að auka skilvirkni og styrkja samkeppnishæfni félagsins í öllum kostnaðarliðum, höfum við ákveðið að færa lykilhlutverk í flugrekstrinum nær framkvæmdastjórn félagsins. Leifur hefur náð góðum árangri með sínu teymi í skipulagi viðhalds á undanförnum misserum sem hefur verið lykilþáttur í bættri skilvirkni í flugrekstrinum. Þá erum við mjög ánægð með að fá Arnar Má til liðs við Icelandair sem kemur með ferska sýn inn í félagið. Hann hefur mikla reynslu á sviði flugrekstrar, ekki síst þar sem áherslan hefur verið á strangt kostnaðaraðhald sem rímar vel við okkar áherslur í rekstrinum. Ég hlakka til að vinna með Arnari Má og Leifi að því að byggja ofan á þann góða árangur sem við höfum náð að undanförnu – bættri stundvísi og aukinni skilvirkni sem skilar sér ekki eingöngu í lækkun einingakostnaðar heldur einnig í betri upplifun farþega.“ Icelandair Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að breytingar hafi verið gerðar á skipulagi Icelandair þar sem tvö lykilábyrgðarsvið sem áður heyrðu undir framkvæmdastjóra rekstrar heyri nú beint undir forstjóra og staða framkvæmdastjóra rekstrar hafi verið lögð niður. Sylvía Kristín Ólafsdóttir lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair og tók við stöðu forstjóra Nova. Reynsluboltar í faginu Þá segir að við breytinguna taki stjórnendur viðkomandi sviða sæti í framkvæmdastjórn Icelandair. Þeir séu Leifur Guðmundsson og Arnar Már Magnússon. Leifur búi yfir hátt í þrjátíu ára reynslu af flugrekstri, bæði hér á landi og erlendis. Hann hafi starfað sem tæknistjóri Icelandair (Vice President, Technical and Maintenance) frá árinu 2021 eftir að hafa stýrt tækni- og viðhaldsmálum hjá Loftleiðum, leiguflugsarmi Icelandair, og hjá Air Iceland Connect áður en starfsemi innanlandsflugs var sameinuð alþjóðaflugstarfseminni. Á árunum 2014 til 2017 hafi Leifur starfað sem flotastjóri hjá Avion Express í Litáen og á árunum 2009 til 2014 sem forstöðumaður á rekstrarsviði hjá SmartLynx Airlines í Lettlandi. Hann hafi hafið feril sinn í flugrekstri árið 1998 sem flugvirki hjá Flugfélagi Íslands, þar sem hann hafi starfað í rúmlega tíu ár í ýmsum störfum á tæknisviði. Aðstoðarforstjóri í innan við þrjá mánuði Í tilkynningunni segir að Arnar Már hafi áralanga reynslu af rekstri flugfélaga. Hann hafi verið einn af stofnendum Play árið 2019 þar sem hann gegndi stöðu forstjóra á fyrstu árum félagsins en hafi síðan verið framkvæmdastjóri rekstrar á árunum 2021 til 2024 og hafi einnig starfað um tíma sem aðstoðarforstjóri, ásamt því að vera þjálfunarflugstjóri hjá félaginu frá árinu 2019. Tíminn sem Arnar Már gengdi stöðu aðstoðarforstjóra var ansi skammur en hann var ráðinn í þá stöðu þann 2. maí í fyrra og lét alfarið af störfum hjá Play 30. júlí sama ár. Þá segir að Arnar Már hafi áður starfað hjá Wow air eða á árunum 2013 til 2019 þar sem hann hafi meðal annars gangt stöðu framkvæmdastjóra flugrekstrar, flugrekstrarstjóra, yfirflugstjóra og þjálfunarflugstjóra. Fyrir þann tíma hafi hann starfað sem flugmaður og flugstjóri hjá Ryanair. Arnar Már hefji störf nú þegar. Margir hæfir áhugasamir en enginn ráðinn Í tilkynningunni er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að það hafi verið ánægjulegt að sjá hversu margir hæfir einstaklingar höfðu áhuga á starfi framkvæmdastjóra rekstrar, bæði innlendir og erlendir. Það sýni hversu eftirsóttur vinnustaður Icelandair er. „Rekstrarsvið Icelandair er mjög umfangsmikið og eru starfsmenn þess um þrjú þúsund og spanna fjölbreytt störf – um borð í flugvélum, í viðhaldi flugvéla, á flugvöllum og á skrifstofu. Til þess að styðja við markmið okkar um að auka skilvirkni og styrkja samkeppnishæfni félagsins í öllum kostnaðarliðum, höfum við ákveðið að færa lykilhlutverk í flugrekstrinum nær framkvæmdastjórn félagsins. Leifur hefur náð góðum árangri með sínu teymi í skipulagi viðhalds á undanförnum misserum sem hefur verið lykilþáttur í bættri skilvirkni í flugrekstrinum. Þá erum við mjög ánægð með að fá Arnar Má til liðs við Icelandair sem kemur með ferska sýn inn í félagið. Hann hefur mikla reynslu á sviði flugrekstrar, ekki síst þar sem áherslan hefur verið á strangt kostnaðaraðhald sem rímar vel við okkar áherslur í rekstrinum. Ég hlakka til að vinna með Arnari Má og Leifi að því að byggja ofan á þann góða árangur sem við höfum náð að undanförnu – bættri stundvísi og aukinni skilvirkni sem skilar sér ekki eingöngu í lækkun einingakostnaðar heldur einnig í betri upplifun farþega.“
Icelandair Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira