Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 10:54 Barn ber á sig sólarvörn, sem er meðal annars lykilforvörn gegn húðkrabbameini. Getty Átján tegundir af sólarvörn hafa nú verið teknar úr sölu í Ástralíu í kjölfar hneykslismáls, sem hefur vakið mikla reiði í landinu. Málið kom upp á yfirborðið þegar prófanir neytendasamtakanna Choice leiddu í ljós að nokkrar tegundir veittu ekki uppgefna vörn. Ein þeirra, Ultra Violette's Lean Screen Skinscreen, var sögð innihalda sólvarnarstuðul 50+ (SPF 50) en veitti í raun ekki vörn nema upp á SPF 4. Varan var innkölluð í ágúst. Rannsóknir eftirlitsaðila sem ráðist var í kjölfarið hafa leitt í ljós að sama á við um 20 aðrar sólarvarnir en margar eiga það sameiginlegt að byggja á sama efnagrunni, frá Wild Child Laboratories. Prófanir leiddu í ljós að grunnurinn veitti líklega ekki vörn upp á nema SPF 21. Framleiðslu hans hefur verið hætt. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Ástralíu, þar sem íbúar reiða sig á sólarvörn til að vernda sig gegn sólarskemmdum og krabbameini. Sérfræðingar segja það hins vegar einnig áhyggjuefni fyrir allar aðrar þjóðir, þar sem vísbendingar séu uppi um að prófun SFP-stuðulsins á rannsóknarstofum sé ábótavant. Bandaríska rannsóknarstofan Princeton Consumer Research Corp, sem vottaði PDF-stuðul grunnsins frá Wild Child Laboratories, segir í yfirlýsingu að hún geti aðeins staðfest þá prufu sem hún fékk til rannsóknar. Utanaðkomandi þættir skýri mögulega aðrar niðurstöður nú, til að mynda breytileiki á hráefnum, pökkun, geymslu og annað. Upphafleg vottun sé aðeins fyrsta skrefið í ferli sem eigi einnig að fela í sér gæðaeftirlit við framleiðslu og vörueftirlit af hálfu eftirlitsaðila. Þess má geta að aðrir framleiðendur sem stóðust ekki prófanir neytendasamtakanna voru Neutrogena, Banana Boat og Bondi Sands. Vörur frá þessum framleiðendum eru seldar á Íslandi. Þeir hafa hins vegar hafnað niðurstöðunum og segja sjálfstæðar prófanir sýna fram á virkni varanna. Hér og hér má finna umfjöllun BBC um málið. Neytendur Heilbrigðismál Ástralía Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ein þeirra, Ultra Violette's Lean Screen Skinscreen, var sögð innihalda sólvarnarstuðul 50+ (SPF 50) en veitti í raun ekki vörn nema upp á SPF 4. Varan var innkölluð í ágúst. Rannsóknir eftirlitsaðila sem ráðist var í kjölfarið hafa leitt í ljós að sama á við um 20 aðrar sólarvarnir en margar eiga það sameiginlegt að byggja á sama efnagrunni, frá Wild Child Laboratories. Prófanir leiddu í ljós að grunnurinn veitti líklega ekki vörn upp á nema SPF 21. Framleiðslu hans hefur verið hætt. Málið hefur vakið mikla athygli og reiði í Ástralíu, þar sem íbúar reiða sig á sólarvörn til að vernda sig gegn sólarskemmdum og krabbameini. Sérfræðingar segja það hins vegar einnig áhyggjuefni fyrir allar aðrar þjóðir, þar sem vísbendingar séu uppi um að prófun SFP-stuðulsins á rannsóknarstofum sé ábótavant. Bandaríska rannsóknarstofan Princeton Consumer Research Corp, sem vottaði PDF-stuðul grunnsins frá Wild Child Laboratories, segir í yfirlýsingu að hún geti aðeins staðfest þá prufu sem hún fékk til rannsóknar. Utanaðkomandi þættir skýri mögulega aðrar niðurstöður nú, til að mynda breytileiki á hráefnum, pökkun, geymslu og annað. Upphafleg vottun sé aðeins fyrsta skrefið í ferli sem eigi einnig að fela í sér gæðaeftirlit við framleiðslu og vörueftirlit af hálfu eftirlitsaðila. Þess má geta að aðrir framleiðendur sem stóðust ekki prófanir neytendasamtakanna voru Neutrogena, Banana Boat og Bondi Sands. Vörur frá þessum framleiðendum eru seldar á Íslandi. Þeir hafa hins vegar hafnað niðurstöðunum og segja sjálfstæðar prófanir sýna fram á virkni varanna. Hér og hér má finna umfjöllun BBC um málið.
Neytendur Heilbrigðismál Ástralía Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira