Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 08:02 Jimmy Kimmel var gestur í þætti Stephen Colbert í gærkvöldi. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney. Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjá meira
Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney.
Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Simmi Vill í meðferð Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Kristján Guðmundsson látinn Lífið Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Fleiri fréttir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjá meira