Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 18:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq. Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira