Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 18:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq. Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira