Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Agnar Már Másson skrifar 29. september 2025 18:16 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Lögreglan hefur að minnsta kosti tvisvar á síðustu tveimur vikum brugðist við tilkynningu um dróna á sveimi við Keflavíkurflugvöll, annars vegar innan haftasvæðisins og hins vegar utan þess. Í báðum tilfellum fann lögreglan ekki meinta dróna. Lögreglustjóri segist samt ekki merkja nokkra fjölgun á slíkum atvikum. Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq. Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 18. september — fjórum dögum áður en drónar sáust sveima yfir Kastrúpflugvelli í Kaupmannahöfn — fékk lögregla tilkynningu um mögulega drónaumferð yfir haftasvæði Keflavíkurflugvallar, að sögn lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia var tilkynnt um drónann milli klukkan 21 og 22 þetta kvöld. Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn á flugstöðvardeild, segir í skriflegu svari til Vísis að lögreglan hafi brugðist við útkallinu og leitað bæði innan og utan athafnarsvæðis flugvallarins með aðstoð dróna. En lögreglan fann ekki flygildið. „Lögreglan var ekki vör við grunsamlega aðila nálægt Keflavíkurflugvelli né kom auga á drónann sem tilkynnt var um,“ segir Ómar. Tilkynnt um annan dróna viku síðar Rúmlega viku síðar var aftur tilkynnt um mögulega drónaumferð á svæðinu, þegar á laugardag síðastliðinn var tilkynnt um mögulegan dróna á sveimi fyrir utan haftasvæðið síðastliðinn. Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi en Rúv greindi frá atvikinu um helgina. Lögregla hafi rannsakað málið en orðið einskis vör. Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir einmitt viku síðan.Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Margrét Kristín Pálsdóttir, settur lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir við Vísi að lögreglan þurfi af og til að bregðast við tilkynningum um dróna en að engin marktæk aukning virðist hafa átt sér stað að undanförnu, þrátt fyrir aukið drónabrölt í nágrannaríkjum. „Við erum ekki að merkja neina aukningu,“ tekur Margrét fram. Skandínavar á tánum Drónabrölt hefur vakið ugg meðal íbúa á Norðurlöndum undanfarna daga en þar hafa spjótin beinst að Rússum. Danir hafa neyðst til að loka fjölda flugvalla um tíma eftir að drónum var flogið yfir þá. Drónar hafa einnig sést yfir borpöllum og öðrum stöðum í Danmörku. Forsætisráðherra Dana hefur kallað ástandið fjölþátta stríð. Í gærkvöldi flaug Danaher orrustuþotum yfir Borgundarhólm í Eystrasaltinu. Lögreglan kallaði aðgerðina fælingarviðbragð. Tvisvar í gær þurfti að snúa flugvélum í Noregi við vegna drónaumferðar, annars vegar við Brunneyjarsund og hins vegar við Bardufoss. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Í dag greindu danskir miðlar frá því að fjöldi hermanna hefði verið herkvaddur í skyndi í gær vegna drónabröltsins (TV2). Enn fremur hefur danska lögreglan aukið viðbúnað sinn gegn drónum, einnig á Grænlandi, að sögn Sermitisiaq.
Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Þú getur einnig sent okkur fréttaskot hér. Fullum trúnaði er heitið.
Keflavíkurflugvöllur Öryggis- og varnarmál Noregur Danmörk Drónaumferð á dönskum flugvöllum Rússland Fréttir af flugi Öryggi á ferðamannastöðum Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda