Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir og Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifa 27. september 2025 07:03 Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega. Hefðbundnar meðferðir hafa lengi metið árangur út frá einum mælikvarða: hvort fólk hættir að nota vímuefni eða ekki. En þegar það er eini mælikvarðinn verða fjölmargir útundan. Sumir treysta sér ekki til að hætta, aðrir vilja ekki hætta. Enn aðrir hætta en byrja aftur – og mæta einstaklingar oft skömm, höfnun og útilokun frá úrræðum sem ættu að styðja þau. Við vitum nú að vímuefnavandi er ekki spurning um viljastyrk eða siðferði. Hann er flókið samspil líffræði, umhverfis og oft óunninna áfalla. Með nýrri sýn á vandann verður líka að fylgja ný nálgun í meðferð og þjónustu. Skaðaminnkun Skaðaminnkun er ein slík leið og er viðurkennd aðferðafræði innan fíknifræða. Hún snýst ekki um að gefast upp á bata, heldur um að skapa öryggi og traust, og bjóða fólki hjálp þar sem það er statt, ekki aðeins þar sem við viljum að það sé statt, viðhorf sem ríkir oft í kerfinu. Skaðaminnkun leggur áherslu á að draga úr áhættu og skaða, minnka skömm og bjóða fram stuðning án skilyrða. Þannig opnar skaðaminnkun dyr sem annars væru lokaðar. Hún gerir fólki kleift að taka skref í átt að öruggara og heilbrigðara lífi á eigin hraða. Í öðrum löndum hefur þessi nálgun sýnt fram á árangur. Hún hefur dregið úr dauðsföllum af völdum ofnotkunar og sjálfsvíga, minnkað útbreiðslu smitsjúkdóma og sýkinga, og hjálpað fólki að byggja upp líf með meiri reisn og tilgangi. Á Íslandi hefur skaðaminnkun oft verið misskilin og jafnvel lítilsvirt. Enn er áherslan oftar en ekki á að meðferð verði að byggjast á algerri edrúmennsku, þótt vitað sé að sú leið hentar ekki öllum. Fólk sem ekki nær að falla inn í þau viðmið falla milli skips og bryggju, og stundum með hörmulegum afleiðingum. Það er kominn tími til að við horfum til annarra leiða: aðferða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og samkennd. Samþætt skaðaminnkandi meðferð Ein þeirra er samþætt skaðaminnkandi meðferð (Integrative Harm Reduction Psychotherapy), þróuð af bandaríska sálfræðingnum Dr. Andrew Tatarsky. Hún sameinar meginreglur skaðaminnkunar og sálfræðimeðferðar og snýst ekki aðeins um vímuefnanotkun eða áhættuhegðun heldur líka um undirliggjandi áföll, tengsl og tilfinningavanda sem oft liggja að baki vandans. Dr. Tatarsky er brautryðjandi á þessu sviði og hefur unnið að því í yfir þrjá áratugi, bæði sem meðferðaraðili og kennari. Hann hefur kennt starfsfólki víða um heim hvernig hægt er að innleiða skaðaminnkun í meðferð og ráðlagt stjórnvöldum við að þróa nýja þjónustu og meðferðir. Fræðsludagur 6. október Í byrjun október kemur Dr. Tatarsky til Íslands í annað sinn, í boði Matthildarsamtakanna og Heilshugar. Dr. Tatarsky mun halda þriggja daga námskeið fyrir fagfólk þann 6. – 8. október og er fyrsti dagur námskeiðis 6. október sérstakur fræðsludagur sem opinn er öllum almenningi. Þar er boðið velkomið allt frá starfsfólki og stjórnendum úrræða til aðstandenda, notenda, nemenda og allra sem hafa áhuga á málefninu. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn og er hægt að finna upplýsingar á facebook viðburðinum „Hugsum fíknivanda upp á nýtt – fræðsludagur með Dr. Andrew Tatarsky“, eða hægt er að senda póst á heilshugar@heilshugar.is. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa nálgun og meðferð hafa nú tækifæri til að taka þátt í nýrri og mannúðlegri umræðu um hvernig við getum sem samfélag brugðist við ört stækkandi vímuefnavanda með meiri skilningi, árangri og samkennd. Það er okkur hjartans mál að ná sem flestum að borðinu. Svala Jóhannesdóttir er formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Lilja Sif Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir áratugalanga viðleitni velferðarkerfis og dómskerfis stöndum við enn frammi fyrir því að stór hluti samfélagsins okkar glímir við vímuefnavanda og áhættuhegðun. Það er varla ofmælt að segja að hver einasta fjölskylda á landinu hafi einhvern tíma fundið fyrir áhrifum vandans – beint eða óbeint. Við höfum flest séð fólk sem okkur þykir vænt um dragast inn í mikla áfengis- og vímuefnanotkun, og alltof oft höfum við horft á kerfin sem eiga að styðja þau, bregðast algjörlega. Hefðbundnar meðferðir hafa lengi metið árangur út frá einum mælikvarða: hvort fólk hættir að nota vímuefni eða ekki. En þegar það er eini mælikvarðinn verða fjölmargir útundan. Sumir treysta sér ekki til að hætta, aðrir vilja ekki hætta. Enn aðrir hætta en byrja aftur – og mæta einstaklingar oft skömm, höfnun og útilokun frá úrræðum sem ættu að styðja þau. Við vitum nú að vímuefnavandi er ekki spurning um viljastyrk eða siðferði. Hann er flókið samspil líffræði, umhverfis og oft óunninna áfalla. Með nýrri sýn á vandann verður líka að fylgja ný nálgun í meðferð og þjónustu. Skaðaminnkun Skaðaminnkun er ein slík leið og er viðurkennd aðferðafræði innan fíknifræða. Hún snýst ekki um að gefast upp á bata, heldur um að skapa öryggi og traust, og bjóða fólki hjálp þar sem það er statt, ekki aðeins þar sem við viljum að það sé statt, viðhorf sem ríkir oft í kerfinu. Skaðaminnkun leggur áherslu á að draga úr áhættu og skaða, minnka skömm og bjóða fram stuðning án skilyrða. Þannig opnar skaðaminnkun dyr sem annars væru lokaðar. Hún gerir fólki kleift að taka skref í átt að öruggara og heilbrigðara lífi á eigin hraða. Í öðrum löndum hefur þessi nálgun sýnt fram á árangur. Hún hefur dregið úr dauðsföllum af völdum ofnotkunar og sjálfsvíga, minnkað útbreiðslu smitsjúkdóma og sýkinga, og hjálpað fólki að byggja upp líf með meiri reisn og tilgangi. Á Íslandi hefur skaðaminnkun oft verið misskilin og jafnvel lítilsvirt. Enn er áherslan oftar en ekki á að meðferð verði að byggjast á algerri edrúmennsku, þótt vitað sé að sú leið hentar ekki öllum. Fólk sem ekki nær að falla inn í þau viðmið falla milli skips og bryggju, og stundum með hörmulegum afleiðingum. Það er kominn tími til að við horfum til annarra leiða: aðferða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og samkennd. Samþætt skaðaminnkandi meðferð Ein þeirra er samþætt skaðaminnkandi meðferð (Integrative Harm Reduction Psychotherapy), þróuð af bandaríska sálfræðingnum Dr. Andrew Tatarsky. Hún sameinar meginreglur skaðaminnkunar og sálfræðimeðferðar og snýst ekki aðeins um vímuefnanotkun eða áhættuhegðun heldur líka um undirliggjandi áföll, tengsl og tilfinningavanda sem oft liggja að baki vandans. Dr. Tatarsky er brautryðjandi á þessu sviði og hefur unnið að því í yfir þrjá áratugi, bæði sem meðferðaraðili og kennari. Hann hefur kennt starfsfólki víða um heim hvernig hægt er að innleiða skaðaminnkun í meðferð og ráðlagt stjórnvöldum við að þróa nýja þjónustu og meðferðir. Fræðsludagur 6. október Í byrjun október kemur Dr. Tatarsky til Íslands í annað sinn, í boði Matthildarsamtakanna og Heilshugar. Dr. Tatarsky mun halda þriggja daga námskeið fyrir fagfólk þann 6. – 8. október og er fyrsti dagur námskeiðis 6. október sérstakur fræðsludagur sem opinn er öllum almenningi. Þar er boðið velkomið allt frá starfsfólki og stjórnendum úrræða til aðstandenda, notenda, nemenda og allra sem hafa áhuga á málefninu. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn og er hægt að finna upplýsingar á facebook viðburðinum „Hugsum fíknivanda upp á nýtt – fræðsludagur með Dr. Andrew Tatarsky“, eða hægt er að senda póst á heilshugar@heilshugar.is. Þau sem vilja fræðast nánar um þessa nálgun og meðferð hafa nú tækifæri til að taka þátt í nýrri og mannúðlegri umræðu um hvernig við getum sem samfélag brugðist við ört stækkandi vímuefnavanda með meiri skilningi, árangri og samkennd. Það er okkur hjartans mál að ná sem flestum að borðinu. Svala Jóhannesdóttir er formaður Matthildar, samtaka um skaðaminnkun. Lilja Sif Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Heilshugar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun