Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. september 2025 18:47 Arna Sif sneri aftur á völlinn eftir langa fjarveru. Vísir/Vilhelm „Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals. Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“ Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Arna Sif hefur verið frá vegna alvarlegra meiðsla og svo barneigna síðan í febrúar 2024 þegar hún sleit krossbönd í hné. Fyrir meiðslin hafði hún verið valin besti leikmaður Bestu deildarinnar tvö ár í röð af Bestu mörkunum á Sýn Sport. Hvernig var að koma aftur út á völl á blautt gras í Kaplakrika? „Ég fattaði það reyndar bara inn í klefa að ég er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023 þannig að ég fékk svona smá fiðring í magann. Svo er þetta bara fótbolti, ekkert sérstaklega flókið. Ég er náttúrulega búin að æfa eins og hundur með þessum stelpum í langan tíma þannig að það var mjög auðvelt að koma inn.“ Lék Arna Sif 77 mínútur í leiknum sem er heldur mikið eftir svona langa fjarveru. Arna Sif segist vera sammála því en henni leið þó vel inn á vellinum. „Já, samkvæmt svona ef maður á að vera svaka strangur á þessum protocallum í endurkomunni þá átti ég tæknilega séð að fá 60 mínútur. En mér bara leið vel og skrokkurinn í fínu lagi þannig að við tókum aðeins meira og ég ímyndaði mér að ég hefði alveg getað farið í 90 en það er kannski fínt að vera aðeins skynsamur.“ Arna Sif nýtur þess að spila fótbolta aftur og stefnir á að taka þátt í lokakafla tímabilsins með Val. „Ég er svolítið að taka einn dag í einu. Í dag var gaman og á morgun verður örugglega gaman líka og svo sjáum við bara til með dagana á eftir það og með næstu leiki. Ef að krafta minna er óskað þá er ég mjög tilbúin en ef ég á að vera í öðru hlutverki þá er ég líka mjög klár í það.“ Að lokum var Arna Sif spurð út í gang leiksins. Var hún sátt við leik liðsins að mörgu leyti en fannst þó tækifæri í leiknum að ná í öll stigin. „Þetta var svolítið kaflaskipt. FH er með hörku lið og pressa mikið og það eru svona mikil læti og mér fannst við leysa það vel. Mér fannst við samt geta gert betur með þær stöður sem að við fengum. Vorum oft að komast í ágætis stöður en úrslitaákvarðanir voru ekki nógu góðar. Þannig að það er svona pínu súrt. Mér fannst við hefðum getað refsað þeim aðeins meira og svo bara gera þær vel í restina. Liggja svolítið á okkur en varnarleikurinn var mjög góður heilt yfir hjá liðinu.“
Valur Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur - FH | Hvernig ætla menn að stimpla sig út? Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti