Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2025 06:00 Íbúar í fjölbýlishúsinu að Fossvegi hafa áhyggjur af endurteknum eldsvoðum. Vísir/Vilhelm Eldri hjón sem búa í fjölbýlishúsi á Selfossi segjast dauðhrædd en eldur hefur í þrígang komið upp í húsinu undanfarna viku. Lögregla segir málið til rannsóknar, grunur leiki á að um íkveikju sé að ræða. „Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða. Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira
„Ég er 68 ára og konan mín er 73 ára. Hún á erfitt með gang og er með göngugrind. Við búum á þriðju hæð og þú getur rétt ímyndað þér hvað við erum hrædd,“ segir Kjartan Már Niemenen íbúi að Fossvegi 10. Þar hefur kviknað eldur í þrígang undanfarna viku. Fyrst kom upp eldsvoði í geymslugangi hússins fyrir sléttri viku og héldu íbúar þá að kviknað hefði í út frá rafmagni. Daginn eftir kviknaði hinsvegar í ruslageymslunni og síðan aftur í hádeginu í dag, mánudag. Að sögn Kjartans var ekki um lítinn eld að ræða. Fjöldi fólks býr í húsinu sem kviknað hefur í í þrígang síðustu viku. Já.is Enginn smávegis eldur „Hér í þessu húsi eru tuttugu og tvær íbúðir. Þau ræddu það að þau myndu setja á vakt við húsið, þetta er allt yndislegt fólk og slökkviliðsmönnunum var öllum brugðið að þurfa að koma hingað aftur,“ segir Kjartan sem segist ekki geta ímyndað sér um að hreina tilviljun sé að ræða, þarna hljóti að vera á ferðinni íkveikja. „Þetta getur ekki verið neitt annað en meðvitað og þetta er enginn smávegis eldur. Að hugsa sér að gera þetta, þetta getur orðið að fjöldamorði. Þetta eru ekki neinir krakkar, þetta er ekki eins og þegar maður var lítill að fikta með eldspýtur. Þetta er gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Kjartan. Hann segist hafa látið slökkviliðið sérstaklega vita af þeim hjónum, svo óttaslegin séu þau um að eldur muni koma upp aftur í húsinu. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir í samtali við Vísi að málið sé til rannsóknar. Hann segir það litið alvarlegum augum þegar slíkt komi aftur og aftur upp í fjölbýlishúsi. Grunur sé að um íkveikju sé að ræða.
Lögreglumál Árborg Slökkvilið Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Sjá meira