„Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. september 2025 17:24 Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira