„Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. september 2025 17:24 Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar. Vísir/Diego Þróttur tapaði gegn HK í seinni leik einvígis liðanna í Lengjudeild karla. Fyrri leikurinn fór 4-3 fyrir HK og höfðu gestirnir einnig betur í dag 3-2. Tímabili Þróttara því lokið Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“ Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira
Sigurvin Ólafsson þjálfari Þróttar ræddi við Vísi eftir leik og var fámáll þegar hann var spurður um tilfinningar sínar að loknum leiknum. „Ég er leiður. Miðað við það sem strákarnir eru búnir að leggja á sig í sumar þá er ég mjög svekktur að ná ekki markmiðinu.“ HK fékk víti snemma í leiknum eftir umdeilda ákvörðun dómarans sem dæmdi víti á Eirík Blöndal varnarmann Þróttar. Sigurvin tók ekki undir orð blaðamanns að ákvörðunin hafi verið umdeild. „Nei þetta er ekki umdeilt. Þetta var ekki víti, það þarf ekkert að ræða það frekar. Það er auðvitað ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif á niðurstöðu þessa leiks.“ „Þetta var ágætis leikur hjá okkur, ekkert sá besti. Við erum allt í einu komnir tveimur mörkum undir í einvíginu eftir tvær mínútur af þessum leik. Fannst við sína gríðarlegan karakter að koma til baka tvívegis. Herjum þá á þá þannig eitthvað hlaut undan að láta. Ég get augljóslega ekki kvartað yfir mínum mönnum og þeirra framlagi í dag.“ „Það þurfti eitthvað meira í dag. Það þurfti betri ákvarðanir dómara og meiri heppni. Erum klaufar að hleypa inn marki úr horni. Ég held reyndar að fyrra markið úr horni sé líka brot. Það er allavega einhverskonar líkamsárás sem á sér stað þar sem endar með marki.“ Lið Þróttar er ungt en verið gríðarlega öflugt í sumar. Sigurvin taldi sig ekki hafa svarið á reiðum höndum strax um hvað hefði farið úrskeiðis en liðið tapaði fjórum síðustu leikjum tímabilsins eftir að hafa verið með pálmann í höndunum þegar tvær umferðir voru eftir af deildarkeppninni. „Þetta verða einhverjar getgátur. Einhverjir geta sagt að þetta sé reynsluleysi en mér finnst það ekki. Mér fannst frammistaðan í öllum þessum leikjum ekki þannig að við höfum farið á taugum. „Við gerðum mistök en gerum það í öllum leikjum. Það var engin leikmaður sem brást liðinu vegna þess að hann var of stressaður. Við reyndum að vera trúir okkar hugmyndafræði og skipulagi í þessum leikjum, það hafði gengið vel fyrir það. Við lögðum allt undir.“ Þrótturum var spáð fjórða sæti deildarinnar og fáir sem gerðu ráð fyrir liðinu í baráttu um efstu sætin en Sigurvin átti erfitt með að meta frammistöðuna eftir vonbrigði dagsins. „Gott tímabil endar með einhverjum verðlaunum. Fyrir mér skiptir ekki hvort við endum í sjöunda sæti eða þriðja. Auðvitað tökum við þetta með okkur og við spilum að mínu mati vel. Tökum frammistöðuna inn í næsta tímabil.“ „Við erum þrisvar sinnum nálægt því að komast upp sem hefði kannski alveg verið óvænt. Ég er allavega strax farinn að hugsa hvernig við klárum þetta verkefni á næsta ári.“ Þróttarar eru með unga leikmenn sem hafa verið orðaðir við lið í efstu deild. Hvað tekur við hjá Þrótti: „Það eru allir á samningu eða flestir. Þeir eru auðvitað mannlegir og eru niðurbrotnir að hafa misst af þessu tækifæri. Það sem drepur mann ekki það herðir mann.“
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjubikar karla Þróttur Reykjavík Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Sjá meira