Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Agnar Már Másson skrifar 18. september 2025 20:48 Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé. vísir/vilhelm Félag heyrnarlausra biðlar til fólks að taka vel á móti sölumönnum sínum sem ganga þesa dagana milli húsa til selja happdrættismiða. Lögreglan hefur varað við óprúttnum aðilum sem þykjast vera heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé í verslunarmiðstöðvum. Félagið bendir á að sölumenn sínir séu merktir merki félagsins og hafi posa meðferðis. Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé. Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Lögregla varaði í dag við erlendum aðilum sem væru á kreiki við verslunarmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir þóttust safna peningum í nafni Félags heyrnarlausra, þrátt fyrir að tengjast ekki félaginu með nokkrum hætti. Samkvæmt lögreglu eru þeir sagðir „mjög ýtnir og frekir“ við að fá fólk til að millifæra peninga á sig. „Félag heyrnarlausra selur happdrætti tvisvar á ári, vor og haust og setjum við tilkynningar þess efnis á heimasíðu okkar og samfélagsmiðlum. Sölumenn eru með merki félagsins og eru með posa,“ útskýrir Heiðdís Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, í svari við fyrirspurn Vísis. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Hún segir að félaginu hafi borist nokkrar tilkynningar vegna slíkra mála síðustu vikur. Félagið einmitt í söluherferð Félag heyrnarlausra gaf enn fremur út fréttatilkynningu í framhaldi af fréttaflutningi af óprúttnu aðilunum. Þar kemur fram að Félag heyrnarlausra standi vissulega fyrir happdrættissölu þessa dagana þar sem gengið sé í hús. Þeir sölumenn séu sannarlega á vegum félagsins og óskar félagið þess að vel verði tekið á móti þeim eins og undanfarin 50 ár. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Árið 2016 var greint frá því þegar óprúttnir aðilar, sem þóttust heyrnarlausir, gengu milli fólks í verslunarmiðstöðvum og á milli húsa til að hafa af mönnum fé.
Málefni fatlaðs fólks Lögreglumál Efnahagsbrot Reykjavík Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira